Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 42

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 42
Ég minntist bessa dags eitt sinn í blaðagrein svo: 17. júní 1911 er einhver fegursti sumardagur, sem ég man. Ég man ekki eftir neinum 17. júní, né öðrum slíkum degi, er annar eins hátíðabragur var á öllu, eins mikiil virðuleiki, er eins mikil hátíðargleði ríkti í hugum manna. Bláhvítu fánarnir, en þeim hafði farið sífjölgandi, áttu sinn mikla þátt í að þessi fagri blær var á öllu. Ungmennafélagsskap- urinn stóð þá í blóma og íslenzk ungmenni voru þátttakendur í baráttunni fyrir fánanum. Það var þetta sama ár, sem lagt var fram á þingi frumvarp um íslenzkan fána., borið fram af Benedikt Sveinssyni, Bjarna frá Vogi, Jóni Þorkelssyni, Skúla Thoroddsen og Jóni Jónssyni, og lagt til að bláhvíti fáninn yrði fáni íslands, en það dagaði uppi. Hinn 12. júní 1913 gerðist svo það, sem varð til þess að skrið- ur komst á málin, er Danir beittu hervaidi og tóku bláhvítan fána af ungum Reykvíkingi, Einari Pétursyni, er hafði hann á stöng í skut báts síns hér á höfninni. Þessi dagur varð mikill sigurdagur fyrir bláhvíta fánann Blá- hvítum fánum var rennt að hún hvarvetna um bæinn, en Danne- brog mun vart hafa sést, er hallaði degi. Boðað var til borgara- fundar til mótmæla af þingmönnum Reykjavíkur og sótti hann slíkt f jölmenni, að ekki voru nein dæmi slíks. Alger eining ríkti. Ég var í kaupavinnu norður í Þingeyjarsýslu þetta sumar og eru mér minnisstæð áhrif þessa viðburðar á hugi fólksins. Ég vona, að það sem ég hef vikið að, og vík að dálítið frekara, gefi nokkra hugmynd um hugarfar þeirra, sem báru bláhvíta fánann fyrir brjósti, en ég vil taka fram, að ekkert af því er sagt í þeim tilgangi að vekja deilur, eða til þess að draga úr ást manna og virðingu fyrir þeim fána, sem varð löggiltur þjóðfáni Islands, en með löggildingu hans og viðurkenningu var miklu marki náð, en það má segja sem er, að jafnvel „enn munu þeir til, sem sakna þess sárlega, að hann (bláhvíti fáninn) skyldi ekki verða fyrir valinu sem þjóðfáni íslendinga“, eins og komist var að orði í fyrrnefndri yfirlitsgrein. Og nú vil ég segja frá litlu atviki, sem mér finnst sanna þetta fallega, og sanna, að meðal íslenzkra kvenna af eldri kynslóðinni ríkir enn í dag sama ástin til bláhvíta fánans og í huga Þor- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.