Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 56

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 56
unni (NTB), sem sent var loftleiðis til norskra skipa á höfum úti daglega. Loftskeytastöðin tók niður þessi skeyti og sendi FB, sem svo miðlaði þeim sem öðrum fréttum sínum. NRP-skeytin fékk FB sér algerlega að kostnaðarlausu og átti hún þar — blöðin og lesendur þeirra — þakkir að gjalda ágætum Norðmanni, hr. Henri Bay aðalræðismanni Noregs, en hann átti frumkvæði að því, að FB fékk afnot þessara frétta. Hann hafði áður rætt um það við mig nokkrum sinnum, að hann teldi æskilegt að hingað bærist meira af fréttum frá Noregi, og niðurstaðan af þessum viðræðum varð, að hann gekk frá málinu til fullnustu, og þurfti FB ekki ann- að en taka við skeytunum. Tel ég skylt, að minnast í þessu yfirliti áhuga, framtakssemi og drengskapar þessa ágæta manns í þessu máli.. Útvarpsfréttir — ný fréttaþjónmta. Á starfstíma FB tekur Ríkisútvarpið til starfa. Tilraunaútvarp fór fram m. a. með útvarpi á fréttum fyrri hluta vetrar 1931, og þegar komið var fram í desember er öllum undirbúningi að verða lokið, og má víst segja að öll þjóðin hafði verið gripin fagnaðar- kennd af tilhugsuninni um það, sem í vændum var, og berast mundi inn í hvert hreysi „á öldum ljósvakans", eins og svo oft heyrðist til orða tekið þá og síðar, — og ekki þarf um það að f jölyrða, hve eðlilegt það var, að þjóðin tæki þessari stofnun opnum örmum. Ríkisútvarpið stofnaði sína eigin fréttastofu. FB birti tilkynningu Ríkisútvarpsins um þessa nýju fréttasstarfsemi, er hún tók til starfa, og Fréttastofa útvarpsins fékk fréttir frá FB í byrjun, með- an starfsemin var að komast í fastar skorður. Vil ég leggja áherzlu á það góða samstarf, sem hér var um að ræða. Kreppa. Kreppa var á þessum árum, — tími þeirrar útþenslu, sem síðar varð á ýmsum sviðum, var ekki genginn í garð. Á vettvangi blaða- mennskunnar gætti þess enn að þjappa saman frekar en þenja út, fyrirsagnir voru yfirleitt litlar og lítið um myndir. Og það var ekki neitt líkt því eins algengt og síðar varð, að keypt væru fleiri en eitt dagblað á heimili. Og á meðan svo var gerði minna til, þótt öll blöðin birtu mikið af fréttum frá sömu fréttastofu. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.