Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 57
Breyting framundan.
En því lengur sem leið, því meira fannst mér ég verða var nokk-
urrar óánægju yfir því, að of mikið væri af sömu FB-fréttunum
í öllum blöðunum. UP-skeytin komu þó venjulega bæði kvölds og
morgna, en um það þurfti ekki að efast, að menn sættu sig ekki
eins vel við og áður, að sjá of mikið af fréttum, sem allar voru
eins og „eyrnamerktar“ stofnuninni. Þetta var undanfari þróun-
ar, sem fór í þá átt, að hvert blað lagði æ meiri stund á frétta-
öflun á eigin spýtur. Ekki ætti að þurfa að taka fram, að starf-
semi fréttastofu getur verið á ýmsan hátt nauðsynleg og gagnleg,
þrátt fyrir slíka þróun, og aðhyllist ég fyrir mitt leyti þá skoðun,
að þörf sé opinberrar eða hálfopinberrar (semiofficial) frétta-
stofu, sem hefði með höndum verkefni í samræmi við þörf og þróun
á hverjum tíma.
FB hafði sem fyrr var getið starfað með nokkrum ríkisstyrk
(4000 kr.) og var því í rauninni hálf-opinber stofnun, og sama
gegnir um Fréttastofu útvarpsins.
Tvennt gerist.
Nú gerist tvennt á þessum tíma, sem ekki var nema eðlilegt, eins
og þróunin var á þessum tíma:
1. Ríkisútvarpið tekur upp fréttasölu til blaðanna. Gefst blöð-
unum þar með kostur á miklu fréttamagni til viðbótar og fjöl-
breyttu fyrir sanngjarnt verð.
2. Ríkisstyrkurinn til FB er felldur niður á þeirri forsendu, að
ekki sé þörf að styrkja hana lengur af opinberu fé, þar sem Ríkis-
útvarpið hafði sett á stofn fréttastofu.
FB starfaði þó áfram og blöðin birtu jöfnum höndum fréttir
hennar og fréttastofu útvarpsins og var fréttaefni blaðanna fjöl-
breyttara um þessar mundir en áður hafði verið. Fréttastofa blaða-
manna gat þó vitanlega ekki haldið áfram að starfa til lengdar
styrklaus, þegar og greinilegt var, að aukið fé mundi heldur lagt
í sjálfstæða fréttaöflun en í meira af sameiginlegum fréttum.
Seinustu skeytin, sem FB sendi frá sér voru frá togaraáhöfn-
um í árslok 1939, en þær voru vanar að senda heimafólki sínu jóla-,
nýárs- og sumaróskir sínar um FB.
51