Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 19

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Side 19
var 1908, en sumarið þar áður var ég heima, — var þá hestasveinn í konungsferðinni austur. Eg var nú kominn á fermingaraldur og hugur minn var allur í sveitinni. Námsáhugi minn var lítill í bernsku, en Búnaðarritið gamla og Andvari uppáhalds lestrarefni. Móðir mín vissi hug minn allan og það var hennar ráð, að ég reyndi að komast í sumarvinnu að Hvanneyri — og næst þegar Halldór skólastjóri Vilhjálmsson kom í bæinn, lögðum við, móðir mín og ég, leið okkar inn að Rauðará, og höfðum tal af honum. Móðir mín bar upp erindið, og á meðan hún gerði grein fyrir því, horfði Halldór stöðugt á mig, all hvasslega að mér fannst, og ég hafði sannast að segja litlar vonir um það þá stundina, að hann vildi ráða mig, — honum myndi ekki lítast á Reykjavíkur-drenginn. En svo varð ég þess var, að svipbreyting varð á andliti hans, er móðir mín sagði, að hugur minn væri allur í sveitinni og að ég hefði þegar fengið nokkur kynni af sveitalífinu, og sagði honum nánara frá því. — Hefurðu gaman af hestum? spurði Halldór allt í einu. Ég játti því og horfði nú beint í augu hans — það var eins og við þennan mann væri ekki hægt að tala öðru vísi. Þetta kom svona yfir mig allt í einu, en ég hafði víst setið þarna all niður- lútur meðan móðir mín hafði orðið. — Drengi á lians aldri læt ég vera kúska, sagði Halldór og sneri sér nú að móður minni, það er þeirra aðalstarf á sumrin. Við not- um slátturvélar, rakstrarvélar og heyvagna, og allt undir því komið, að strákarnir séu lagnir við hesta, vel vakandi, — og fjörugir. Og um leið spratt hann á fætur, tók í öxl mér og skók mig dálít- ið, og ég sá, að glettnisglampa brá fyrir í augum hans: — Ætli það sé ekki bezt að láta strákinn koma! Ég var léttur í lund á leiðinni í bæinn — gripinn jafn djúpri til- hlökkun og er ég fór í sveit í fyrsta sinn, og það dró ekkert úr henni, að ég hafði orðið fyrir þeim áhrifum við þessi fyrstu kynni, að ég yrði að sýna þessum glæsilega og fasmikla, tilvonandi hús- bónda mínum, að einhverjar töggur væru í mér. Mér fannst allt vera eins og bezt varð á kosið. Og nú hófst hinn nýi æviþáttur, Hvanneyrarþátturinn, því að á Hvanneyri var ég fjögur sumur og tvo skólavetur. Og eins og ég hefi oft um það lmgsað hve gott það var, að hafa átt fjögur 13

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.