Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 49

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Síða 49
Greinargerð. En hvernig var nú starfseminni háttað á þessum tíma? Ég held, að menn fái um það allgóða hugmynd af áður umgetinni tilkynn- ingu Skúla og greinargerð um þetta frá mér, sem birt var eftir að ég hafði verið forstöðumaður FB nokkra mánuði, en hana birti ég til þess að almenningi yrði kunnari starfsemin, og er greinar- gerðin dagsett 26. júní 1925. Þar segir svo: 1. Fréttastofan heitir fullu nafni Fréttastofa Blaðamannafélags Islands, og er rekin á ábyrgð þeirra blaða, er stofnuðu hana, og þeirra, er síðar tóku þátt í rekstri hennar. Stofnendur hennar voru: Alþýðublaðið, Lögrétta, Morgunblaðið, Tíminn og Vísir. Nú taka vikublöðin Vörður og ísafold einnig þátt í rekstri hennar. Viku- blöðin greiða visst mánaðargjald til Fréttastofunnar,* en dag- blöðin leggja fram fé fyrir skeyti frá öðrum löndum og greiðslu til fréttaritara hennar erlendis, að einum þriðja hvert blað. Blöð- um, sem eigi taka þátt í rekstri hennar, eða eru ekki áskrifendur að fréttum hennar, er ekki heimilt að nota þær fréttir, er hún aflar sér. Forstöðumann ræður stjórn Blaðamannafélags íslands, en meiri hluti ábyrgðarmanna þeirra blaða, er þátt taka í rekstri hennar, verða að samþykkja ráðninguna. Ennfremur Stjórnaráð Islands, ef opinber styrkur er veittur til hennar. 2. Þessi blöð uta.n Reykjavíkur fá skeyti frá FB: Dagur, íslend- ingur, Verkamaðurinn, Vesturland og Hænir. — Lögð hefur verið stund á, að senda þessum blöðum ýtarleg og hlutlaus skeyti um rnerkustu viðburði. Kvartanir yfir þessum skeytum hafa aldrei komið fram. Hvað erlendu skeytunum viðkemur, má geta þess, að allir þátttakendur í rekstri FB hafa áhuga fyrir því, að hún fái ýtarlegri og fjölskrúðugri skeyti. 3. Fréttastofan sendir skeyti til allmargra fréttafélaga um þing- tímann. I vetur voru t. d. send skeyti til þessara fréttafélaga: Eskifjarðar, Norðfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Siglufjarðar. Enn- fremur voru nokkur fréttafélög, sem fengu skeyti FB frá viku- blaðinu Hæni. Áherzla var lögð á að senda fréttafélögunum glöggt yfirlit um helztu þingfréttir. Eins og til blaðanna var lögð áherzla á hlutlaus skeyti. Blöðin og fréttafélögin ráða orðafjölda sjálf. Horfur eru, að fleiri fréttafélög bætist í liópinn, er tímar líða. * Þetta mánaðargjald var 25 kr. og eins mánaðargjald Eimskipafélags Islands og Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda (sbr. lið 4). — A. Th. 43

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.