Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 4

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 4
rigni, heldnr hitt, að jafnan sé nœgilegt vatnsmagn i dnum, því fiskurinn gengu' betur í miklu vatni en litlu. Göngur œttu því að geta verið eins góðar þítt sólskin og góðviðri væri öðru hvoru, ef aðeins rigndi svo mikið á milli, að vatnsmagn ánna væri alltaf hœfilegt. Um veiðina er svo það að segja, að vitanlega veiðist meira þegar mikið er af fiski, og þá getur líka veiðst prýðilega í sólskini. Ein ástæðan til þess, að menn veiða stundum meira i vondu veðri en góðu er eflaust sú, að þeir halda sig betur að verki, ef svo mætti segja. í góðu veðri hvila menn sig oft, setjast niður, njóta umhverfisins og tala við náttúruna. í vondu veðri þarf oft að hafa sig allan við til þess að halda á sér hita. Og þeg- ar ekki er hægt að tylla sér niður án þess að blotna og fara að skjálfa, er ekk- ert annað að gera en kasta og kasta. En eins og Englendingarnir segja, veiðir sá að jafnaði mest, sem lengst hefur beit- una i vatninu. „You can’t. catch fish luith your lure out of the water“. Hitt er svo annað mál, að flestir veiði- menn hefðu eflaust kosið svolítið minna af laxinum og meira af sólskininu. Ánægj- an af veiðiferðinni fer svo mikið eftir þvi, hvernig veður við fáum. Það er meiri ánægja að fá tvo laxa á fögrum sólskins- degi, þegar hægt er að njóta um leið alls, sem islenzk náttúra getur fegurst boðið, heldur en tiu i kulda og rigningu, þegar engin hlífðarföt duga til þess að verja að maður verði gegndrepa og fing- urnir eru svo dofnir af kulda, að varla er hægt að skipta um flugu. Það er því hœtt við, að þegar frá liður verði þetta sumar mörgum veiðimanninum minnis- stæðara fyrir vont veður en góða veiði. Við þurfum að geta sezt niður þegar við erum búnir að landa laxinum, horft á hann svolitla stuncl og dáðst að hon- um. Því næst þurfum við að virða fyrir okkur umhverfið, hlusta á raddir lífsius þar, anda að okkur ilmi jarðarinnar og halla okkur siðan aftur á bak með lok- uð augun, til þess að festa myndina i huganum, þar sem hún á að geymast og verða hluti af okkur sjálfum. Þetta er ekki hægt í rigningu og kulda. Þess vegna verða sólskinsdagarnir og laxarnir, sem við fengum þá, okkur minnisstæðari, þótt þeir væru færri. Mikil veiði i vonclu veðri hlýtur að fœra okkur öllum heim sann- inn um það, að þeirri þrá, sem dregur okkur að ánum er ekki fullnægt með miklum fiskafjölda einum saman. Séu einhverjir ánægðir með það eitt, ættu þeir annaðhvort að hœtta að stunda stangaveiði eða reyna að tileinka sér nýj- an hugsunarhátt, nýtt viðhorf til þessar- ar tómstundaiðju. Aðalgildi hennar er fólgið í þeirri hvíld og hressingu frá dag- legum störfum, sem hún veitir þeim, er stunda hana á réttan hátt. Menn mega ekki leggja svo mikla áherzlu á að veiða, að þeir ofþreyti sig. Islenzkar veiðiár eru margar erfiðar, og það er hætt við að ýms- ir, sem komnir eru af léttasta skeiði, reyni stundum of mikið á sig. Eitt af því sem stangveiðifélögin og áreigendur þurfa að gera, er að leggja vegi að veiðistöðun- um viðar en nú er. Það er mörgum veiði- manninum ofraun að rogast með þunga byrði á bakinu upp erfiðar brekkur og torfærur og bera hana siðan langa leið heim að veiðihúsinu. Og ofþreyti menn sig við veiðarnar, getur verið verr far- ið en heima setið. Ritstj. 2 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.