Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 14

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 14
þar sem við töldum líklegast að línuna væri að finna. Eftir sjö eða átta köst fann ég eitthvert viðnám, og viti menn! Upp úr vatninu kom línan. En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Það var eftir að ná línunni upp á bakk- ann, án þess að fiskurinn styggðist, þ. e. a. s. ef hann var þá enn á og ekki dauður. Eg vatt inn mjög varlega og fann að línan veitti viðnám í báða enda, og endinn, sem fiskurinn átti að vera á, var alveg út undir hinum bakkanum. Smám saman þokaðist þó allt nær og mér fannst línan vera vel „tekin' ‘. Ég bað nú árguðinn heitt og innilega að láta ekkert óhapp koma fyrir. Ég kvaðst iðrast af öllu hjarta þeirra ógætilegu orða, sem hrukku mér af munni þegar laxinn sleit, og ennfremur óviðeigandi hugsana, sem ef til vill mætti þó meta mér til málsbóta, að ég skyldi ekki móta í orð. Ég sagðist vera þess albúinn, að bæta fyrir þetta allt á hvern þann liátt, sem mínir takmörkuðu vitsmunir segðu mér að honum væri þóknanlegast. Ég gæti t. d. hætt að veiða núna, ef ég næði þessurn laxi á land, enda þótt fiskurinn væri að stökkva um allt og myndi áreið- anlega taka eins og þorskur með kvöld- inu. Meiri fórn og sjálfsafneitun gat ég ekki hugsað mér — harðari refsing gat að mínum dómi ekki verið til á nokkru tilverusviði. En nú var hann farinn að rigna aftur. Ég hafði skilið eftir hattinn minn og kápuna í bækistöð minni uppi við hyl- inn. Það var líklega sanngjarnt að ég blotnaði að ofan eins og neðan, yrði hundrennandi frá hvirfli til ilja, og fengi ekki bein! Ég hélt áfram að þoka lín- unni nær og þar kom, að hjálparmaður minn náði í hana og hrópaði samstundis: „Hann er á ennþá!“ Ég bað hann lengstra orða að fara gætilega, láta fiskinn finna sem minnst átak. En nú þurfti ég að taka línuna aftur af flughjólinu og vinda þessa á það. Árguðinn Iiefur víst heyrt bæn mína og talið rétt eftir atvikum að verða við henni, því að fiskurinn hreyfði sig ekki á meðan. F.n jafnskjjótt og ég fór að vinda inn á hjólið fann ég mót- stöðuna og bjóst nú við hinu versta eftir alla hvíldina, sem laxinn hafði feng- ið. En nú brá svo við, að hann veitti sama og ekkert viðnám. Ég dró hann samt hægt og gætilega upp undir bakk- ann, bað aðstoðarmann minn að reyna að laga krókinn á ífærunni, því að bakk- inn var svo hár þarna, að ég náði ekki til fisksins með hendinni. En þegar ég var að beygja mig til þess að færa í hann, kom í Ijós að hann var ekki enn dauður úr öllum æðum, því þá sneri hann við og tók strikið þvert yfir ána og dálítið upp á við. Þar voru nógir möguleikar fyrir hann til að festa sig aftur, en einhvern veginn var mér hlíft við þeirri reynzlu, og eftir þennan síð- ast sprett lét hann auðsveipur að stjórn og næst þegar ég fór til móts við hann með ífæruna geigaði hún ekki og ég kippti honum upp á bakkann. Þetta var skínandi falleg hrygna, 13 pund, og satt að segja fannst mér ég eiga skilið að ná henni, eftir allt sem á undan var gengið. Flugan var vel föst, þrátt fyrir allar sviptingarnar. En hvar skyldi nú hængurinn hennar vera? Ég hafði víst lofað árguðinum að hætta, ef ég næði þessum laxi. Ég settist niður og fór að hugleiða, hvort ég hefði nú 12 Vf.iðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.