Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 24
og það var einmitt sjóðheit karpastappa. I>jónninn flutti þeim skilalmðin og þeir fóru strax heim til Shay, himinlifandi yfir fregninni um bata hans. „Senduð þið Chang til þess að kaupa fisk?“ ,,Já, við gerðurn það.“ Hann sneri sér að Clians og mælti: „Fórstu ekki til Chao Kao, fisksala, til þess að kaupa fiskinn, og neitaði liann þér ekki um stóra fiskinn? Taktu ekki fram í fyrir mér. Þú fannst stóra karp- ann falinn í litlum polli, sem var hul- inn af reyrgresi. Þú keyptir svo fiskinn, en þú varst reiður við fisksalann fyrir að ætla að leika á þig og skipaðir hon- um að koma með þér. Þegar þú komst inn í skrifstofuna sat skattritarinn að austanverðu við dyrnar en aðstoðarmað- urinn að vestanverðu og tefldu skák. Er þetta ekki rétt? Þú hélst svo áfram inn í salinn, og þar voru Tsou fógeti og Lei aðstoðarfógeti að spila á spil, en Pei horfði á og hámaði í sig peru. Þú sagðir Lei, hvernig fisksalinn hefði hegðað sér, og Pei gaf honutn svo vel útilátið spark, að lianh flutti kerlingar út í garð. Síðan fórstu með fiskinn fram í eldhús og Wang matreiðslumaður drap liann til að matbúa liann. Er þetta ekki nákvæmlega það sem skeði?“ Þeir spurðu Chang og báru saman tiækur sínar, og hvert smáatriði reyndist rétt. Þá spurðu þeir forviða, hvernig Shay vissi þetta ailt, en hann sagði vinum sínum eftirfarandi sögu: „Þegar ég veiktist fékk ég ofsalegan hita, eins og þið munið. Hann yfirbugaði mig svo, að ég féll í dá, en samt sem áð- ur fann ég hitasóttina innan um mig og fór að reyna að hugsa upp ráð til þess að lina þjáningarnar. Mér datt í hug að gott væri að labba eftir unðasfögrunt árbakkanum, tók stöngina og fór út. Loftið var strax taisvert svalara þegar ég kom út úr borginni, og mér leið miklu betur. Ég sá hitamóðuna leggja upp af húsþökunum og var feginn að ég skyldi liafa forðað mér. En ég var mjög þyrstur og þráði það eitt, að komast að vatni. Ég tók stefnu beint á ásana þar sem Austurvatn og áin koma saman. Ég kom að vatninu og settist undir pílviðartré á bakkanum. Blátt vatnið var ákaflega heillandi. Hægur andvari gár- aði flöt þess, svo að það varð eins og fisk- lireistur, og ég sá lireyfingu og stefnu gohmnar eftir vatninu. Friður og kyrrð ríkti yfir öllu. Allt í einu langaði mig til að fá mér bað. Ég synti talsvert þegar ég var drengur, en nú var orðið langt síðan ég hafði brugðið mér á sund í vatn- inu. Ég fór úr fötunum og stakk mér. Ég fylltist einhverri unaðskennd við að finna vatnið faðma og lykjast um brjóst mitt og limi. Ég stakk mér á kaf nokkr- um sinnum og fannst það óumræðileg fróun. Ég man að ég sagði við sjálfan mig: Ég kenni í brjósti um þá Pei, Lei og Tsou, vini mína, að þurfa að hírast í hitasvækjunni á skrifstofunni allan dag- inn. Ég vildi að ég gæti orðið að tiski dálitla stund og þyrfti ekki að korna ná- Jægt stimplum, innsiglum, undirskriftum og skjölum. Ó, hvað mér liði vel, ef ég gæti breytt mér í fisk og synt dag og nótt, með vatn, og ekkert annað en vatn, umhverfis mig!“ „Ég lield að það sé nú vandalaust að veita þér þetta,“ sagði fiskur einn, sem kont syndandi upp að fótum mér. „Þú 99 Vf.idimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.