Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 11

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 11
Eitt af pvi versta, sem fyrir veiðimanninn kemur, er að geta ásakað sig eftir á fyrir að hafa misst fisk af klaufaskap. Ég cetlaði ekki að láta pað henda mig. Erfiðasti Iftxinn minn. ÞAÐ rigndi í sífellu morguninn, sem ég lagði af stað í eina af mínum lang- þráðu veiðiferðum, og þegar ég kom á áfangastaðinn mátti heita að hundi væri ekki út sigandi. Ég baslaði þó við að setja saman, kastaði nokkrum köstum, án þess að verða var, en hypjaði mig að því búnu inn í klettaskúta, sem var svo vel staðsettur, að ég sá þaðan yfir allan hylinn. Það var að vísu gott og blessað að nátt- úran skyldi hressa upp á vatnið í ánni. Hún var orðin mjög lítil eftir langvinna þurrkatíð. En of mikið má af öllu gera. Það var ekki annað sýnilegt en hún myndi flæða yfir alla bakka, ef þessu liéldi áfram lengi. En samkvæmt fyrri reynslu gerði ég mér von um að brátt myndi stytta upp, því að veðurfræðing- arnir höfðu spáð vaxandi og langvarandi úrkomu! Líklega hefur mér runnið í brjóst nokkra stund, þegar ég var búinn að hreiðra um mig í skútanum, a. m. k. var eins og ég hrykki allt í einu upp við það, að regnfallið var hætt. Áin hafði sýnilega vaxið talsvert og mátti bú- ast við að nú yrði líf í tuskunum. Ég fór mér að engu óðslega, stóð upp og rétti vel úr mér til að liðka limina, því tvisvar verður sá feginn, sem á stein- inn setzt, eins og máltækið segir. Ég valdi flugu, sem ég taldi hæfa vel öllum aðstæðum og fór síðan vandlega yfir liyl- inn frá hálsi niður í skott. En laxinum virtist ekkert liggja á. Hann bærði ekki á sér. Hann átti þó eftir öllum guðs og manna lögum að vera þarna á þessum tíma. Annað var óhugsanlegt. Mér lá þá ekkert á heldur! Ég gat svo sem boðið honum aðra flugu, því það var ekki endi- lega víst að skoðanir okkar á því atriði færu saman, jafnvel þótt ég hefði miðað fyrra val mitt við gamla reynslu. Það var óðum að létta til og vottaði sums staðar dálítið fyrir sólfari milli skýja. Ýmsar tegundir gátu nú komið til greina, og ef með þyrfti stóð ekki á mér að bjóða honum þær allar: Night Hawk, Mar Lodge, Crosfield, Black Doctor, Sweep, Blue Charm.... Það var bezt að reyna þær í þeirri röð, sem þær komu í hug mér. Ég hafði byrjað með Thunder and Lightning, og þar eð hún hafði ekki reynzt vandanum vaxin í þetta sinn, þrátt fyrir ágæta frammistöðu oft áður, varð hún nú að víkja fyrir þeirri fyrstnefndu — Night Hawk nr. 2, sem aldrei hafði komið í vatn áður. Hún skyldi nú hefja VF.IÐIMAÐURINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.