Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 6

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 6
á laxveiði frá ári til árs. Á hinu mikla laxveiðiári 1932 veiddust t. d. þrisvar sinnum fleiri laxar heldur en á hinu rýra veiðiári 1946. Mönnum verður á að spyrja, hvað valdi þessum miklu sveifl- um. Því er til að svara, að ástæður geta verið margar. A hinum tvíþætta ævi- ferli laxins í fersku vatni og í sjó eru margvíslegar hættur. Laxinn dvelst, einr og menn vita, 2—5 fyrstu árin í ánum og síðan í 1—4 ár í sjó. í fersku vatni verður margt til að stytta laxaseiðunum aldur. Takmarkað æti og óvinir þeirra eins og fuglar og fiskar höggva stór skörð í seiðahópinn, frost og minni flóð geta orðið þeim hættu- leg, stór flóð valda miklu tjóni og á köld- um vorum, sem fylgja mildum vetrum, farast smáseiðin unnvörpum. Ef árang- ur af laxi á að komast vel af stað, þá þarf nægjanlegur fjöldi fiska að hrygna, en á því getur orðið misbrestur og er þá oftast ofveiði um að kenna. I sjónum bíða laxins ýmsar hættur. í árósunum verða mörg seiðin þorski, ufsa og fleiri fisktegundum að bráð. Þeg- ar laxaseiðin hafa vanizt verunni í sjón- um, þá ræður átumagnið einnig mjög miklu um það, hve margir laxar ná að ganga aftur í árnar. Skozki laxasérfræð- ingurinn, Menzies, telur, að lífsskilyrðin fyrir lax í sjónum ráði meiru um fjöld ann, sem í árnar kemur af hverjum ár gangi, heldur en skilyrðin í ánum, eftir að seiðin byrji að taka fæðu. Á laxamergðinni í sumar má gefa þá skýringu, að lífsskilyrðin fyrir laxinn í sjónum hafi verið sérstaklega hagstæð að þessu sinni. Endurheimtur á merktum löxum í Úlfarsá og Elliðaánum gefa bendingu um þetta. í sumar endurheimt- ust 6,6% þeirra seiða, sem nrerkt voru í Úlfarsá í fyrra vor á göngu þeirra til sjávar. Til samanburðar voru hliðstæðar endurheimtur frá merkingum árið ;iv ur 1,3%. Niðurstöður af hoplaxamerk- ingum í Elliðaánum sýna það sama. Eru endurheimtur af hoplaxi, sem merktur var í fyrrahaust, tvisvar og hálfu sinni meiri heldur en meðalendurheimtur af hoplaxi, sem merktur var í Elliðaánum á árunum 1948—53. Þá er silungsveiði í vötnum einnig lokið. Lauk þann 27. september. Silungsveiði í einstökum vötnum hefur verið misjöfn. í Þingvallavatni hefur veiðin verið betri en í meðallagi, þrátt fyrir óhagstæða veðráttu til veiða. í Apa- vatni hefur verið lakari veiði en síðast- liðið ár. Veiði í Mývatni var minni að tölu til heldur en í fyrra, en silungur- inn var nti vænni. í veiðinni hefur borið mest á 2—3 punda silungum. Þrálátt hvassviðri hefur spillt veiði fyrir mörg- um. ★ Lax og silungur hefur að þessu sinni nær eingöngu verið notaður innanlands. Mest er neytt af ferskum laxi, en neyzla á reyktum laxi fer vaxandi með ári hverju. Hafa verzlanir nti á boðstólum nýreyktan lax nær árið um kring. Verð á laxi hefur aldrei verið eins hátt os: í sumar. Hefur smásöluverð í heilum löx- um verið hæst 46 krónur. Smásöluverð á silungi hefur haldizt nær óbreytt frá því, sem var í fyrra. Lítið eitt hefur verið flutt til Bret- lands af laxi í sumar. Þegar frá hefur verið dreginn kostnaður fæst svipað verð fyrir liann þar, eins og hér heima. Vænt- 4 Vfiðimadurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.