Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 9

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 9
Helztu væntanl. breytingar á veiðilöggjöfinni. SVO sem frá var skýrt í síðasta blaði var frum- varp til laga um lax- og silungsveiði lagt fram á þinginu í vor skömmu áður en því var slitið. Vannst eigi tími til að afgreiða það þá, en málið mun verða tekið upp á þinginu, sem nú er að koma saman. Nefndin, sem endurskoðaði lögin og samdi frum- varpið, fór yfir öll ákvæði íslenzkra laga um lax- og silungsveiði og kynnti sér jafnframt löggjöf ýmissa erlendra ríkja um þau efni, einkum Norð- urlanda og Stóra Bretlands, svo sent segir í skýr- ingiim við frumvarpið. Að því loknu komst hún að þeirri niðurstöðu, að heppilegra væri „að endurskoða lög nr. 112/1941, fremur en semja frumvarp til laga um breytingar á þeim, fyrir því að breyt- ingar, er þurfa þótti, tóku til flestra greina lag- anna, auk þess sein rétt sýndist að taka upp marg- vísleg nýmæli." Blaðið sneri sér til veiðimálastjóra, sem var ritari og ráðunautur nefndarinnar og bað hann að semja stutt vfirlit unt hélztu breytingar og ný- ntæli, sem í frumvarpinu felast. Varð hann vel við þeirri ósk og tók saman eftirfarandi skýringar: MEÐ hliðsjón a£ reynslu þeirri, sem fengin er af lögum um lax og silungs- veiði síðustu tvo áratugi, hefur endur- skoðunarnefndin gert margar tillögur um breytingar á þeim í frv. því til laga um lax- og silungsveiði, sem hún samdi. Ganga breytingartillögurnar ýmist út á að þrengja einstök ákvæði eða rýmka um önnur. Nauðsynlegt þótti t. d. að takmarka veiðiútbúnað rneira en áður vegna aukinnar veiðitækni. Þá eru mörg nýmæli í frv. Helztu breytingar og ný- mæli skulu nú talin: 1. Stangarveiði, þar sem lax- og göngusilungur fer um, verði tak- mörkuð við 3 mánuði, daglegur veiðitími á stöng verði 12 tímar og stangarveiði megi ekki viðhafa á þeim stöðum í ám, þar sem önnur veiðitæki eru notuð. Þá verði stangafjöldi í veiðivatni ákveðinn af veiðimálastjórninni. 2. Netjaveiði verði takmörkuð meira en áður. Vikufriðun verði lengd um 24 stundir, úr 60 stundum upp í 84 stundir, lengd lagna verði mæld frá árbakka (ósbakka), lögn- um verði ekki fjölgað frá því, senr nú er, og leyfi ráðherra þurfi til að nota girðingar, kistur og ádrá arnet. Þá hafi ráðherra heimild til að fækka lögnum í veiðivötnum, ef veiðni þeirra eykst verulega vegna umbóta á veiðiútbúnaði. Einnig verði þriðjungur af miðbiki straumvatna og helmingur ósa- svæða friðaðir fyrir föstum veiði- vélum og nefnist hið friðaða svæði gönguhelgi. Enn fremur verði frið- unarsvæði fyrir lagnetum og á- dráttarnetjum við árósa í sjó. 3. Friðunartími fyrir silung í stöðu- vötnurn verði ákveðinn sér fyrir hvert vatn á þeim tíma, sem hrygn- ing fer þar fram, í stað þess að nú er sami friðunartími fyrir allt landið. Þá verði vald ráðherra til að setja reglur um takmörkun á veiði í stöðuvötnum aukið. 4. Helztu breytingar frv. við gildandi lög um fiskræktarfélög og veiðifé- iög varða stofnun félaga, fundar- boðun, atkvæðagreiðslur, frest til að véfengja stofnun félaganna. Þá VraniMADURiNN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.