Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 9

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 9
Helztu væntanl. breytingar á veiðilöggjöfinni. SVO sem frá var skýrt í síðasta blaði var frum- varp til laga um lax- og silungsveiði lagt fram á þinginu í vor skömmu áður en því var slitið. Vannst eigi tími til að afgreiða það þá, en málið mun verða tekið upp á þinginu, sem nú er að koma saman. Nefndin, sem endurskoðaði lögin og samdi frum- varpið, fór yfir öll ákvæði íslenzkra laga um lax- og silungsveiði og kynnti sér jafnframt löggjöf ýmissa erlendra ríkja um þau efni, einkum Norð- urlanda og Stóra Bretlands, svo sent segir í skýr- ingiim við frumvarpið. Að því loknu komst hún að þeirri niðurstöðu, að heppilegra væri „að endurskoða lög nr. 112/1941, fremur en semja frumvarp til laga um breytingar á þeim, fyrir því að breyt- ingar, er þurfa þótti, tóku til flestra greina lag- anna, auk þess sein rétt sýndist að taka upp marg- vísleg nýmæli." Blaðið sneri sér til veiðimálastjóra, sem var ritari og ráðunautur nefndarinnar og bað hann að semja stutt vfirlit unt hélztu breytingar og ný- ntæli, sem í frumvarpinu felast. Varð hann vel við þeirri ósk og tók saman eftirfarandi skýringar: MEÐ hliðsjón a£ reynslu þeirri, sem fengin er af lögum um lax og silungs- veiði síðustu tvo áratugi, hefur endur- skoðunarnefndin gert margar tillögur um breytingar á þeim í frv. því til laga um lax- og silungsveiði, sem hún samdi. Ganga breytingartillögurnar ýmist út á að þrengja einstök ákvæði eða rýmka um önnur. Nauðsynlegt þótti t. d. að takmarka veiðiútbúnað rneira en áður vegna aukinnar veiðitækni. Þá eru mörg nýmæli í frv. Helztu breytingar og ný- mæli skulu nú talin: 1. Stangarveiði, þar sem lax- og göngusilungur fer um, verði tak- mörkuð við 3 mánuði, daglegur veiðitími á stöng verði 12 tímar og stangarveiði megi ekki viðhafa á þeim stöðum í ám, þar sem önnur veiðitæki eru notuð. Þá verði stangafjöldi í veiðivatni ákveðinn af veiðimálastjórninni. 2. Netjaveiði verði takmörkuð meira en áður. Vikufriðun verði lengd um 24 stundir, úr 60 stundum upp í 84 stundir, lengd lagna verði mæld frá árbakka (ósbakka), lögn- um verði ekki fjölgað frá því, senr nú er, og leyfi ráðherra þurfi til að nota girðingar, kistur og ádrá arnet. Þá hafi ráðherra heimild til að fækka lögnum í veiðivötnum, ef veiðni þeirra eykst verulega vegna umbóta á veiðiútbúnaði. Einnig verði þriðjungur af miðbiki straumvatna og helmingur ósa- svæða friðaðir fyrir föstum veiði- vélum og nefnist hið friðaða svæði gönguhelgi. Enn fremur verði frið- unarsvæði fyrir lagnetum og á- dráttarnetjum við árósa í sjó. 3. Friðunartími fyrir silung í stöðu- vötnurn verði ákveðinn sér fyrir hvert vatn á þeim tíma, sem hrygn- ing fer þar fram, í stað þess að nú er sami friðunartími fyrir allt landið. Þá verði vald ráðherra til að setja reglur um takmörkun á veiði í stöðuvötnum aukið. 4. Helztu breytingar frv. við gildandi lög um fiskræktarfélög og veiðifé- iög varða stofnun félaga, fundar- boðun, atkvæðagreiðslur, frest til að véfengja stofnun félaganna. Þá VraniMADURiNN 7

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.