Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 19

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 19
aður er hvíti páfagaukurinn, verður eitr- aður á því, að eta eitraðar margfætlur og kórallirfur, sem þekja steina og syll- ur á sjávarbotninum. Ennfremur er rauði Itassinn stóri, sem etur eitraða sjávar- plöntu, er nefnist hara-pohe, eða dauða- brúskurinn. En það sem reið mest á af öllu, var að veiða ekki fiska, sem íbúarn- ir á Rapa töldu heilaga. Höfrungurinn er í miklum hávegum á Rapa. Þeir trúa því að höfrungarnir séu sálir þeirra ættingja sinna, sem hafa drukknað. Komi það fyrir að höfrung- ur veiðist óvart, er sungin yfir honum eins konar sálumessa. Hin undarlega lita- breyting, sem verður á höfrungnum þeg- ar hann er í andaslitrunum er talin merki þess, að andinn sé að yfirgefa skrokk fisksins og haldi nú hægt áleiðis til Rohutu-noanoa, bústaðar sælunnar. Þá eru það litlu gaddasköturnar, fai, sem flögruðu fram hjá okkur undir yfir- borðinu eins og fáránlegir sæhaukar. Tinti sagði mér að þær væru syndandi skrín hins mikla Tangaroa, æðsta guðs eyjarinnar. Á fáeinum klukkustundum veiddum við 15 spikfeita paihere, og við gáfum stúlkunum þá, eins og geiturnar og liurn- arinn (karlmanna-letiblóðin gátu sjálfir séð sér fyrir mat). En allt þakklætið sem ég fékk, voru feimnisleg og hæversk bros. Ég stakk upp á að skreppa fram í dal. En við því fékk ég blákalt nei. Ég hélt nið- ur á bryggjuna fokvondur. „Þetta er broslegt," sagði Timi, sem tölti við hlið mér. „Ég botna ekkert í þessu.“ „Ætli þær haldi ekki að ég sé holds- veikur?“ hreytti ég út úr mér. Um leið og myrkrið var að skella vfir eyna sáum við að þokkagyðjurnar stóðu á ströndinni. Líkamir þeirra glitruðu í tunglsljósinu af monoi (ilmolíu), og hár þeirra angaði af ilmi suðrænna blóma. Ég heyri enn slátt skráptrumbanna, þeg- ar farið var að leika danslögin og söng þessara suðrænu dísa þegar þær fóru að dansa ástardansana. Uppi á hæðunum fyrir ofan þorpið sást nokkru seinna löng röð af tindrandi ljósum. Ég spurði skipstjórann hvað það væri, því Timi var farinn í land aftur. „Þetta eru stúlkurnar. Þær eru að fara upp í hellana þarna í hlíðinni,“ svaraði hann. „Þær hafa með sér mat og heima- bruggað vín. Það verður glatt á hjalla hjá þeim núna. Ætlar þú ekki í land, maður?“ „Ég mundi aðeins spilla ánægju þeirra,“ svaraði ég gremjulega. „Af ein- hverri ástæðu halda þær að ég sé stór- hættuleg forsending." ★ Við fórum frá Rapa upp úr hádegi daginn eftir. Þegar eyjan var orðin að- eins mjó rænra út við sjóndeildarhring- inn kom Timi til mín þar sem ég lá í hálfgerðri fýlu. „Ég skil ekki enn hvers vegna stúlk- urnar á Rapa vildu hvorki sjá þig né heyra,“ sagði hann. Mig langaði ekkert til þess að tala um þetta. Á ferðum mínum hafði ég alltaf hlakkað til að koma á ókunna staði þar sem ævintýri voru í vændum — en aldrei hafði eftirvæntingin verið eins mikil og á leiðinni til Rapa. Og þar höfðu vonbrigðin orðið mest. Ég svaraði honum þó að lokum og sagði: „Og það er enn óskiljanlegra fyrir Veiðimaðurinn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.