Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 19

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Page 19
aður er hvíti páfagaukurinn, verður eitr- aður á því, að eta eitraðar margfætlur og kórallirfur, sem þekja steina og syll- ur á sjávarbotninum. Ennfremur er rauði Itassinn stóri, sem etur eitraða sjávar- plöntu, er nefnist hara-pohe, eða dauða- brúskurinn. En það sem reið mest á af öllu, var að veiða ekki fiska, sem íbúarn- ir á Rapa töldu heilaga. Höfrungurinn er í miklum hávegum á Rapa. Þeir trúa því að höfrungarnir séu sálir þeirra ættingja sinna, sem hafa drukknað. Komi það fyrir að höfrung- ur veiðist óvart, er sungin yfir honum eins konar sálumessa. Hin undarlega lita- breyting, sem verður á höfrungnum þeg- ar hann er í andaslitrunum er talin merki þess, að andinn sé að yfirgefa skrokk fisksins og haldi nú hægt áleiðis til Rohutu-noanoa, bústaðar sælunnar. Þá eru það litlu gaddasköturnar, fai, sem flögruðu fram hjá okkur undir yfir- borðinu eins og fáránlegir sæhaukar. Tinti sagði mér að þær væru syndandi skrín hins mikla Tangaroa, æðsta guðs eyjarinnar. Á fáeinum klukkustundum veiddum við 15 spikfeita paihere, og við gáfum stúlkunum þá, eins og geiturnar og liurn- arinn (karlmanna-letiblóðin gátu sjálfir séð sér fyrir mat). En allt þakklætið sem ég fékk, voru feimnisleg og hæversk bros. Ég stakk upp á að skreppa fram í dal. En við því fékk ég blákalt nei. Ég hélt nið- ur á bryggjuna fokvondur. „Þetta er broslegt," sagði Timi, sem tölti við hlið mér. „Ég botna ekkert í þessu.“ „Ætli þær haldi ekki að ég sé holds- veikur?“ hreytti ég út úr mér. Um leið og myrkrið var að skella vfir eyna sáum við að þokkagyðjurnar stóðu á ströndinni. Líkamir þeirra glitruðu í tunglsljósinu af monoi (ilmolíu), og hár þeirra angaði af ilmi suðrænna blóma. Ég heyri enn slátt skráptrumbanna, þeg- ar farið var að leika danslögin og söng þessara suðrænu dísa þegar þær fóru að dansa ástardansana. Uppi á hæðunum fyrir ofan þorpið sást nokkru seinna löng röð af tindrandi ljósum. Ég spurði skipstjórann hvað það væri, því Timi var farinn í land aftur. „Þetta eru stúlkurnar. Þær eru að fara upp í hellana þarna í hlíðinni,“ svaraði hann. „Þær hafa með sér mat og heima- bruggað vín. Það verður glatt á hjalla hjá þeim núna. Ætlar þú ekki í land, maður?“ „Ég mundi aðeins spilla ánægju þeirra,“ svaraði ég gremjulega. „Af ein- hverri ástæðu halda þær að ég sé stór- hættuleg forsending." ★ Við fórum frá Rapa upp úr hádegi daginn eftir. Þegar eyjan var orðin að- eins mjó rænra út við sjóndeildarhring- inn kom Timi til mín þar sem ég lá í hálfgerðri fýlu. „Ég skil ekki enn hvers vegna stúlk- urnar á Rapa vildu hvorki sjá þig né heyra,“ sagði hann. Mig langaði ekkert til þess að tala um þetta. Á ferðum mínum hafði ég alltaf hlakkað til að koma á ókunna staði þar sem ævintýri voru í vændum — en aldrei hafði eftirvæntingin verið eins mikil og á leiðinni til Rapa. Og þar höfðu vonbrigðin orðið mest. Ég svaraði honum þó að lokum og sagði: „Og það er enn óskiljanlegra fyrir Veiðimaðurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.