Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 18
en honum virtist finnast fátt um kornu mína til Rapa. „Ég geri ráð fyrir að þér liafið lieyrt ýmsar ófagrar sögur um stúlkurnar hérna á Rapa,“ mælti hann. „Og ég verð, því miður, að kannast við, að þær eru flest- ar sannar. Og ég var sendur hingað til þess að reyna að snúa þeim frá hinu siðlausa líferni. Það hefur reynzt nauð- synlegt að setja lög, sem banna innfædd- um stúlkum að nema á brott karlmenn, sem koma hér í land.“ Ég gat ekki varist hlátri með sjálf- um mér. Hvaða maður skyldi liafa á móti því, að láta þessar fögru suðurhafs- meyjar ræna sér! Höfðinginn á Rapa var i fylgd með trúboðanum, svo að ég fékk honum með- mælabréf mitt. Hann tók við því, bros- andi út undir eyru, og kvaðst þekkja þann, sem það væri frá. En hann opnaði það ekki, sagðist lieldur vilja lesa það þegar hann kæmi heim. Uin leið og þeir fóru sagði trúboðinn: „Yður er alveg óhætt að koma í land og heimsækja mig. Ég skal sjá um að stúlkurnar hérna ónáði yður ekki meira en orðið er.“ „Þér skuluð engar áhyggjur hafa mín vegna,“ svaraði ég. í dögun morguninn eftir reis ég úr rekkju til þess að fara í land. Ég var undrandi yfir yndisþokka meyjanna á Rapa. Augu þeirra voru stór og blíðleg, varirnar hæfilega þykkar og eggjandi, brosið milt og tennurnar mjallahvítar og formfagrar. Hárið var hrafnsvart og mikið. Skrautleg pils þeirra féllu vel að fagurvöxnum líkamanum. Ég taldi karl- mennina, sem þarna voru saman komnir. Það var rétt að Rapa væri kvennaeyja. Höfðinginn heilsaði mér hátíðlegur á svip og bauðst til að sýna mér kirkjuna. Ég starði á liann með tortryggni og sagði: „Ég kom nú hingað til þess að veiða og —“ ég sló hendinni í áttina til blómarósanna — og til þess að reyna að læra málið.“ Hann neyddi mig til þess að taka við riffli nr. 22 og mælti: „Það er miklu skemmtilegra að skjóta geitur upp í dal." Sáróánægður lötraði ég eftir Timi upp í dalinn fyrir lraman þorpið, til þess að skjóta villtar geitur. Timi skaut þrjár og við gáfum þær þorpsbúum í Ahurei. Fáir innfæddir menn á Rapa nenna að eltast við geitur upp um ey, og þess vegna er kjöt sjaldgæfur réttur þar. Ég liélt því að þessi gjöf tryggði okkur Tirni vináttu og gestrisni gyðjanna á Rapa. Og það reyndist rétt, hvað Timi snerti. Það var í hæsta máta einkennilegt. Það var bersýnilegt, að stúlkurnar á Rapa forðuðust mig. Til þess að hafa ofan af fyrir mér með einhverju móti, féllst ég á að fara á humarveiðar með Timi á hafnarlóninu. En jafnvel fullur poki af hurnar megnaði ekki að milda hjörtu þokkagyðjanna á Rapa. Ef til vill liöfðu þær andúð á hvítum mönnum, hugsaði ég, eða trúboðinn hefur kornið inn í höfuðið á þeim einhverri álíka vizku og þeirri, að „austur sé austur og vest- ur sé vestur“. En þetta var að verða ó- skemmtileg ævi. Síðari hluta dagsins fórum við Timi að stinga fisk. Sumt af því sem ég fékk, voru baneitraðir fiskar, svo sem hnehue. Innfæddir menn, sem frernja sjálfsmorð, eta úr lionum lifrina. Annar, sem kall- 16 Veiðimaðurixn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.