Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 12

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 12
sína reynsluför um þennan ágæta hyl, sem ýmsar systur hennar höfðu kannað áður, og oft með ágætum árangri. Ég lagði alla list mína og kunnáttu í köstin. Flugan settist mjúkt eins og silki- hnoðri á vatnsflötinn. Mér þótti verst að enginn skyldi vera þarna hjá mér til þess að sjá, hvílíkur snillingur ég er að kasta, þegar mér tekst upp! Og árang- urinn lét ekki á sér standa. Þegar ég er að ljúka fyrstu yfirferðinni hættir flug- an allt í einu að renna — það er eins og allt stöðvist eitt andartak, en það er aðeins örlítið brot úr sekúndu, og svo gerist allt í senn, að hinn ólýsanlegi straumur læsir sig upp eftir stönginni, og þaðan eftir handleggjunum og út um allan líkamann, hjartað í mér kippist til, ég gríp andann á lofti, línan þýtur út af hjólinu og stangartoppurinn svign- ar í boga. En örstuttu síðar er eins og aftur hafi verið sleppt, það slaknar á línunni, ég vind inn eins hratt og ég get, en hef ekki við, og þegar ég lít niður, sé ég mér til mikillar furðu, að fiskur stefnir beint á mig með miklum hraða og engu líkara en hann ætli að synda upp að fótum mér. Þetta er ný- genginn 14—15 punda lax, og ég sé fluguna greinilega í munnviki hans. En hvað er þetta? Það er annar fiskur rétt fyrir aftan hann og stefnir í sömu átt! Ekki er hann þó á hjá mér líka! En mér gafst ekki tími til að virða þá nán- ar fyrir mér, því að um leið og sá fyrri kenndi grunnsins og sá mig, sennilega, sneri hann við í þveröfuga átt með því- líkum krapti, að engu munaði að Iiann kippti stönginni úr höndum mér. Ég gaf eftir eins og ég gat, í von um að hann mundi hægja á sér og leggjast síðan þar sem hann hafði tekið. Það reið á öllu fyrir mig að missa hann ekki niður úr hylnum, því að þar tóku við mjög hættu- legar nibbur og steinar, sem liann rnundi slíta á. Ég hljóp því niður eftir bakk- anum eins hratt og ég komst og mátti ekki miklu muna, því örfáir vafningar voru eftir á hjólinu. Hann hægði þá á sér, sneri við og synti nú hægt og hátign- arlega upp eftir aftur á móts við stað- inn þar sem hann tók. Ég fékk því dá- lítinn tíma til þess að jafna mig, og nú fékk ég ekki betur séð en hinn fiskur- inn fylgdi honum enn eftir. Ég sá rák- ina af honum greinilega í vatnsborðinu. Ég kornst helzt að þeirri niðurstöðu, að ég hefði sett í hrygnuna og það væri hængurinn, sem elti hana, enda þótt mér virtist hegðun fisksins, sem ég var með á, miklu fremur benda til að það væri hængur. Nú var allt viðburðalítið um stund, fiskurinn þybbaðist við og ég hélt hæfi- lega fast við hann. En þegar minnst varði rauk hann af stað niðureftir með sízt minni látum en í fyrsta skiptið og stökk nokkrum sinnum mjög fallega. Og það undarlega skeði, að í eitt skiptið stökk annar fiskur rétt fyrir aftan hann, og ég fékk ekki betur séð en það væri sá sami, sem hafði fylgt honum á öllu ferðalaginu. Og nú varð ég að horfast í augu við þá staðreynd, að hann færi niður. Hann nálgaðist óðum hættusvæð- ið og alltaf minnkaði á hjólinu. Sýnd veiði, en ekki gefin, datt mér í hug. Ég fann nú að hann var kominn niður fyrir og línan hafði vafizt um nibbu, því það fór að korra svo undarlega í hjólinu og átakið að þyngjast óeðlilega mikið. Festan var ekki verri en það, 10 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.