Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 37

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 37
Krækti þá Steinþór út úr honum og beitti nú aftur og kastaði út. Er svo ekki að orðlengja það, að óðara var á aftur, og fór nú öll fjölskyldan að draga. Hafði nú söguhetjan nóg að gera að hlaupa á milli og beita, kasta t'it og „afgogga“. Það var orðið framorðið. Hvíldardeg- inurn var lokið. Sólin var að hverfa yfir toppinn á 'Geitafelli, og kastaði gulln- um roða á skýjaþykkni yfir Eyjafjalla- jökli. Þetta boðar þurrk eða góðviðri á komandi degi. Steinþór leit yfir fiskkös- ina. Þeir töldust 23, pund. Hann lét Kóp í skottið á bílnum. Báðir voru hamingjusamir með unnin afrek. En framundan beið grár hversdagsleikinn. A THS. Veiðimaðurinn þakkar Ólafi söguna, en vill ekki hvetja menn til að fara að dæmi Steinþórs. Ritstj. KASTMÓT S.V.F.R. Kastmót S. V. F. R. fór fram í júní s.l. í beggja handa flugukasti varð Ólafur Þorsteinsson hlutskarpastur. Kastaði 32 metra. Tvö næst beztu köstin voru 311/2 og 31 metri. í annarrar liandar flugukasti si<>raði o o Ólafur einnig. Kastaði 23 metra. Aðrir þátttakendur voru allir jafnir. Köstuðu 21 rnetra. í spónkasti (spinning) beggja handa sigraði Gunnbjörn Björnsson. Kastaði 6ö metra. Næst bezta kast var 57 metrar. Yeður var ágætt, en svo óheppilega vildi til, að vatnið hafði verið tekið af Árbæjarlóninu að mestu skömmu áður en mótið hófst, og gerði það mjög örðugt um vik. Þátttakan hefði mátt vera betri hjá veiðimönnum bæjarins. Fékk 62 pd. lax I sumar veiddist í Björá í Naumdal í Noregi lax, sem var 62 pund að þyngd. Fiskur þessi var 135 cm. á lengd og 79 crn. að ummáli. Veiðimaðurinn var danskur gullsmiður, Kai jacobsen að nafni. Beitan var spónn. Þetta kvað vera stærsti lax, sem út- lendur maður hefur nokkru sinni veitt í Noregi og sá stærsti, sem veiðzt hefur í þessari á. En í annarri á í sama héraði veiddist 68 punda fiskur 1937 eða 1938. SÖNGFISKAR O. FL. FERÐAMENN, sem hafa komið til Ceylon kunna sögur um svngjandi fiska, sem halda sig hingað og þangað umhverfis eyna. Heimamenn vinna sér inn drjúgan skilding á því, að róa ferðamönnum út á miðin þegar dimmt er orðið og lofa þeim að hlusta á söng þessara furðufiska, sem sagt er að líkist fögrum hörpuhljómi. hað eru vissar tegundir skelfiska, senr framleiða þessi hljóð þegar þcir koma upp í vatnsskorpuna. Ennfremur er til þarna viss karpategund, sem gefur frá sér hvell hljóð, þegar hann lreldur að hætta sé á ferðum. Svipuðu máli gegnir um svonefndan sagaborra. Þeg- ar hann lætur lil sín heyra er Jrað einna líkast sterkum trumbusketti. En mesta undrun vekur það þó hjá ferðamiinnunum þegar þeir heyra í svonefndum fallbyssufiski. Hann gefur frá sér sprengingahljóð, sem heyrast langt inn í land. Þá er einnig til fiskur, sem suðar líkt og fluga og segja heimamenn að það séu „vögguljóð" lians um hrygningartímann. En af öllum söng- og hljómlistarfiskum kvað fiskur einn í Chile þó vera frægastur. Hann hefur fjögurra tóna raddstiga og er sagður svngja liig sín af mikilli list. Fiskifræðingarnir segja að hann framleiði þessa tóna með því að draga sundmag- ann sundur og saman á víxl. Vkidimaðurinn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.