Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 33

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 33
margar geddur á fiska, sem ég hef tekið úr maga á öðrum geddum, eða fiska, sem geddur hafa spýtt út úr sér, og ég hef síðan notað sem beitu. Raunar er það bezta leiðin til þess að kynna sér hvað fiskurinn vill taka. Að lokum verð ég svo að hæla mér af því, að í fyrra sumar gerði ég mig aldrei ánægðan með minna en 7 geddur dag hvern, að undanskild- um einum degi, sem ég veiddi 2x7, eða 14. Strax þegar ég hafði fengið 7 fór ég heim, en fyrr ekki. Raddir hafa heyrzt um það, að gedd- an sé að verða útdauð í Nýlandsskerja- garðinum, en samt eru þar svæði þar sem nóg er af geddu. Á mínu veiðisvæði hefur henni fjölgað talsvert síðustu árin, af því að gömlu gildrurnar eru orðnar ónýtar og menn hafa ekki haft efni á að endurnýja þær. í fyrra sumar lágu gedd- ur í leyni við hvern stein og í útfallinu á hverri grynningu. Ég hef heldur ekki orðið þess var, að þær væru soltnar á neinum ákveðnum tímum; þær tóku á hverjum degi og allan daginn, ef ekki á einum staðnum þá á öðrum. Ég hafði skilið gedduveiðarfærin mín eftir í Viita- saari, bæði stengur, hjól og línur, og hafði aðeins með mér aborralínu og hjól. Ég hafði ekki þríkrók, livað þá meira. Ég notaðist við stutta bambusstöng með postidínshringum, og merkilegri áhöld þarf heldur ekki. Beituna bjó ég til úr gömlum málmfiski, sem vantaði á öngl- ana, og batt svo saman tvo venjulega álaöngla með gömlum vírspotta. Girnið bjó ég til úr sama efni. Þar sem ég leik mér ekki að því lengur, að hlaupa um glerhálar klappir, veiddi ég úr bát með þeim hætti, að ég lagðist við fast á grunnu vatni, og þegar ég hafði prófað allt svæð- ið umhverfis bátinn, eins og línan náði, færði ég mig á nýjan stað. Á þennan hátt gat ég þaulprófað stærri svæði og meira dýpi en þegar ég veiddi úr landi. Þegar kastað er úr bát er einnig léttara að koma línunni út án þess að hún flæk- ist. Ég mæli sérstaklega með þessari að- ferð við menn, sem komnir eru af létt- asta skeiði. Með stuttri og léttri stöng er jafnvel auðvelt að kasta sitjandi. Og að ná stórum fiski upp í bátinn með háf er alls ekki vandalaust, einkanlega í veltingi. Eins og áður var sagt veiddi ég aldrei meira en 7 geddur, en lét mér heldur ekki nægja færri, þótt ég þyrfti til þess allan daginn. Allt sumarið borð- uðum við soðna eða steikta geddu, með- an ég var heima. Þegar ég fór burt til þess að veiða í laxánni minni, urðu þau að sætta sig við síldina. En nú er víst bezt að hætta að grobba í bili. Einhvern tíma síðar ætla ég að hæla mér af löxunum mínum, bæði þeim, sem ég hef fengið og ekki fengið. Þýtt úr „Smá fisk og store fisk“. Ég fckli verðlaunin fyrir fyrsta fiskinn, stœrsta fiskinn ng mestan afla. Vl'IfllMAnURINN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.