Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 7

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 7
anlega mun verða flutt út meira af laxi á næstu mánuðum. Úr Mývatni fæst jafnan mikil veiði og hefur silungur þaðan verið seldur aðallega til Akureyrar og Húsavíkur, bæði nýr og reyktur. Á síðastliðnu ári og í sumar var töluvert selt af hraðfrystum Mývatnssilungi til Reykjavíkur, og hefur hann líkað vel. Að fiskrækt hefur verið unnið í mörgum ám í sumar. Laxaseiði hafa verið flutt í ár, sem lax hefur lítið verið í áður svo sem í vatnasvæði Hvolsár í Dalasýslu og Eyjafjarðarár. Enn fremur hefur seiðum verið sleppt í ársvæði, sem gerð hafa verið laxgeng nú síðustu árin„ svo sem á efsta liluta Laxár í Leirársveit, mikinn hluta Kjarlaksstaðaár í Dalasýslu og Laxá hjá Höskuldsstöðum í Húna- vatnssýslu. Þá hefur Sæmundará í Skaga- firði verið friðuð nú í nokkur ár. I Fróðá á Snæfellsnesi var hafin bygging fiskstiga og mun liann verða fullgerður á næsta ári. Sú nýbreytni liefur verið tekin upp hér á landi síðustu árin, að sleppa stálp- uðum laxa- og silungsseiðum í ár og vötn í stað þess, að áður var sleppt kviðpoka- seiðum, það er seiðum sem ekki eru far- in að taka fæðu. Flest seiðanna eru nú sumargömul, þegar þeim er sleppt, og eru þau þá 4—8 cm að lengd. Kostur- inn t ið að sleppa stálpuðum seiðum er sá, að þau eiga auðveldara með að bjarga sér, þegar í árnar og vötnin kemur, heldur en kviðpokaseiðin, og því stærri, sem seiðin eru, þeim mun meiri mögu- leika liafa þau á að ná fulluin þroska, ef viðunanleg lífsskilyrði eru fyrir liendi, þar sem þeim er sleppt. Hin stálpuðu seiði, sem nti er farið að sleppa í veiðivötn, eru alin upp í sér- stökum stöðvum, sem kallaðar eru eld- isstöðvar. í eldisstöðvum er komið fyrir kössum og grunnum tjörnum af ýmsum gerðum, sem vatn er látið renna um. í kössunum og tjörnunum er fiskinum lialdið og hann fóðraður og liirtur eins og húsdýr. Hann er alinn á kjötmeti eða fiski eða hvorutveggja. Er mikið vandaverk að hirða fisk í eldi svo vel fari. í Danmörku er fiskeldi töluverð at- vinnugrein. Árið 1944 voru starfandi þar 103 eldisstöðvar. Það ár var samanlagt flatarmál eldistjarnanna rúmlega 1,2 milljónir fermetra og meðaleldisstöð hafði 1,2 hektara af tjörnum. Meðalfram- leiðsla silungs var 1 kíló á hvern fermetra af eldistjörnum, og telja sérfræðingar, að það hefði getað verið töluvert meira. Árið 1952 fluttu Danir út silung fyrir 37 milljónir króna til 14 landa. Á síðustu fimm árum hafa risið upp þrjár eldisstöðvar hér á landi, og eru þær allar í nágrenni Reykjavíkur. Eldis- stöðvarnar eru staðsettar við Elliðaár, Grafarholt í Mosfellssveit og Setberg við Hafnarfjörð. Eldisstöðin við Elliðaár hefur það markmið að ala upp sleppifisk, þ. e. fisk til að sleppa í ár og vötn. Hinar stöðvarnar leggja áherzlu á að ala upp fisk til manneldis fyrir erlendan markað. Á tveimur síðarnefndum eldis- stöðvum er svokallaður regnbogasilung- ur í eldi, en hann er náskyldur urriðan- um, og hefur verið fluttur hingað til lands sem hrogn frá Danmörku, en upp- runaleg heimkynni hans eru á vestur- strönd Norður-Ameríku. Erlendis þykir regnbogasilungur taka öðrum silungsteg- undum fram sem eldisfiskur, og hér á Vf.iðimadurixn 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.