Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Qupperneq 7

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Qupperneq 7
anlega mun verða flutt út meira af laxi á næstu mánuðum. Úr Mývatni fæst jafnan mikil veiði og hefur silungur þaðan verið seldur aðallega til Akureyrar og Húsavíkur, bæði nýr og reyktur. Á síðastliðnu ári og í sumar var töluvert selt af hraðfrystum Mývatnssilungi til Reykjavíkur, og hefur hann líkað vel. Að fiskrækt hefur verið unnið í mörgum ám í sumar. Laxaseiði hafa verið flutt í ár, sem lax hefur lítið verið í áður svo sem í vatnasvæði Hvolsár í Dalasýslu og Eyjafjarðarár. Enn fremur hefur seiðum verið sleppt í ársvæði, sem gerð hafa verið laxgeng nú síðustu árin„ svo sem á efsta liluta Laxár í Leirársveit, mikinn hluta Kjarlaksstaðaár í Dalasýslu og Laxá hjá Höskuldsstöðum í Húna- vatnssýslu. Þá hefur Sæmundará í Skaga- firði verið friðuð nú í nokkur ár. I Fróðá á Snæfellsnesi var hafin bygging fiskstiga og mun liann verða fullgerður á næsta ári. Sú nýbreytni liefur verið tekin upp hér á landi síðustu árin, að sleppa stálp- uðum laxa- og silungsseiðum í ár og vötn í stað þess, að áður var sleppt kviðpoka- seiðum, það er seiðum sem ekki eru far- in að taka fæðu. Flest seiðanna eru nú sumargömul, þegar þeim er sleppt, og eru þau þá 4—8 cm að lengd. Kostur- inn t ið að sleppa stálpuðum seiðum er sá, að þau eiga auðveldara með að bjarga sér, þegar í árnar og vötnin kemur, heldur en kviðpokaseiðin, og því stærri, sem seiðin eru, þeim mun meiri mögu- leika liafa þau á að ná fulluin þroska, ef viðunanleg lífsskilyrði eru fyrir liendi, þar sem þeim er sleppt. Hin stálpuðu seiði, sem nti er farið að sleppa í veiðivötn, eru alin upp í sér- stökum stöðvum, sem kallaðar eru eld- isstöðvar. í eldisstöðvum er komið fyrir kössum og grunnum tjörnum af ýmsum gerðum, sem vatn er látið renna um. í kössunum og tjörnunum er fiskinum lialdið og hann fóðraður og liirtur eins og húsdýr. Hann er alinn á kjötmeti eða fiski eða hvorutveggja. Er mikið vandaverk að hirða fisk í eldi svo vel fari. í Danmörku er fiskeldi töluverð at- vinnugrein. Árið 1944 voru starfandi þar 103 eldisstöðvar. Það ár var samanlagt flatarmál eldistjarnanna rúmlega 1,2 milljónir fermetra og meðaleldisstöð hafði 1,2 hektara af tjörnum. Meðalfram- leiðsla silungs var 1 kíló á hvern fermetra af eldistjörnum, og telja sérfræðingar, að það hefði getað verið töluvert meira. Árið 1952 fluttu Danir út silung fyrir 37 milljónir króna til 14 landa. Á síðustu fimm árum hafa risið upp þrjár eldisstöðvar hér á landi, og eru þær allar í nágrenni Reykjavíkur. Eldis- stöðvarnar eru staðsettar við Elliðaár, Grafarholt í Mosfellssveit og Setberg við Hafnarfjörð. Eldisstöðin við Elliðaár hefur það markmið að ala upp sleppifisk, þ. e. fisk til að sleppa í ár og vötn. Hinar stöðvarnar leggja áherzlu á að ala upp fisk til manneldis fyrir erlendan markað. Á tveimur síðarnefndum eldis- stöðvum er svokallaður regnbogasilung- ur í eldi, en hann er náskyldur urriðan- um, og hefur verið fluttur hingað til lands sem hrogn frá Danmörku, en upp- runaleg heimkynni hans eru á vestur- strönd Norður-Ameríku. Erlendis þykir regnbogasilungur taka öðrum silungsteg- undum fram sem eldisfiskur, og hér á Vf.iðimadurixn 5

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.