Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 32
ingjustundum. Það er ekki aðeins veiðin, sem hefur gefið þessum stundum gildi, heldur engu síður umhverfið þar sem ég lifði þær. Svona sker, þverhnýpt öðr- um megin, með miklu aðdýpi, en hinum megin slétt og dálítið hallandi eins og steingólf eða marglitað hellugólf — með svolitlu afdrepi í skoru þar sem liægt er að fá þægilegan stuðning fyrir bakið og hvíla sig á hörðum steininum, eins og í góðu rúmi, já, eins og á mjúkri dúnsæng — slíkt sker hlýtur að vera einn af dásamlegustu stöðum jarðarinnar. Hví- líkur unaður, að opna nestispokann, borða smurt brauð og drekka kaffið sitt úr sódavatnsfiösku í sokkbol, kveikja sér síðan í vindlingi og láta sólina verma mann á fótunum og goluna leika um líkamann! Taka síðan stengurnar úr pokunum — aborrastöngina, geddustöng- ina, án nokkurs flýtis eða taugaóstyrks, þræða línuna gegnum hringana og „gera allt klárt!“ Og svo kernur það einstöku sinnum fyrir, eins og í þetta skipti, að veiðin svarar fullkomlega til vonanna, já, fer jafnvel fram úr þeim. Þarna fékk ég frá hádegi og þangað til kl. um 5, af sama skerinu og að kalla án þess að hreyfa mig úr sporunum, um Í00 aborra, tveggja punda og minni, eftir því sem ég man bezt, og 12 geddur, enga undir 2 pundum og nokkrar G punda. Sumum kann nú að þykja þetta lítið, miðað við aðstæður, einkum af gedd- unum — mér er sagt að Jiægt sé að veiða miklu betur þarna í skerjagarðinum — en ég met nú veiðina — og tel það hóls- vert — eftir þeirri innri fullnægju, sem hún veitir mér, erfiðleikunum, sem ég hef þurft að sigrast á, hve fagurt veðrið var, hve sólin skein heitt, hve stórbrotið liafið var, hve leikurinn var spennandi og hve góð hressing veiðiferðin var fyrir taugakerfið. Öll þessi skilyrði voru fyrir hendi í liinni minnisstæðu veiðiferð, þegar ég gerðist veiðiþjófur í mynni Ta- vastfjarðarins fyrir utan Porkala. Þess vegna hef ég verið að gorta af veiðinni þennan dag. Og enn hugsa ég um það með gleði, að þegar ég fór heim í rökkrinu, sömu leið og ég kom, í ljúflingsskapi, og fá- tæka íiskimannskonan undraðist hve vel ég hafði veitt, að ég gat aukið á hamingju mína, með því að gefa henni mestalla veiðina, að undanteknum nokkrum fisk- um, sem ég fór með heim til að láta steikja handa heimafólkinu. Hún gat svo farið með fiskinn í kaupstaðinn og skipt honum þar fyrir kaffi og hveitibrauð, gæðin sem hugur hennar þráði. Því varð ekki á rnóti mælt, að ég hafði veitt í leyfisleysi á veiðisvæði annars manns, og ég fór þangað meira að segja síðar við og við — og ef ég á að játa allt, þá skrapp ég ef til vill stöku sinn- um á fleiri veiðisvæði. En síðan ég fékk mín eigin veiðivötn er ég steinhættur þessu. Og ég gæti þess mjög vel, að aðrir fiski ekki á mínum veiðisvæðum! Ég er sem sé sannfærður um, að einmitt með þessu bæti ég, og hef þegar bætt, það tjón, sem ég olli á fiskistofninum! Af þessu má ég líka liæla mér, fyrst ég er farinn að grobba á annað borð. Eins og að líkum lætur gæti ég grobb- að af mörgu fleiru úr minni löngu veiði- mannsævi. Nálega hver gedda eða aborri, sem ég hef veitt, gæti verið tilefni til þess, því að það er alltaf eitthvað sér- stætt við hvern fisk. Ég hef t. d. fengið 30 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.