Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 28

Veiðimaðurinn - 01.09.1955, Blaðsíða 28
sama um sögur úr sjálfs mín reynslu, og þess vegna ætla ég nú að grobba dá- lítið af minni eigin veiði. Ég hef, eins og hinir, fengið fiska, sem ég get grobbað af — fiska, sem ég hef veitt við þannig aðstæður, að ég hef orðið bæði glaður og hreykinn. Sumt eru fiskar, sem ég hef fengið þegar ég óskaði þess heitast að verða var og sumt fiskar, sem ég hef náð þegar ég hafði varla nokkurn von- arneista um að fá nart. Það var fyrsta sumarið,- sem ég var fjölskyldufaðir, og átti að nokkru leyti að sjá konu minni og vinnustúlkunni fyrir daglegu viðurværi með veiðistöng- inni. Það liafði verið hvassviðri í marga daga, svo að ógerlegt var að komast burt úr hólmanum, sem við bjuggum á — Lill-Svartö við Porkala. Dögum saman höfðum við ekki átt fisk í pottinn. Að vísu voru til nokkur lúðulok í balanum hjá Söderling, en mér var þá þegar óljúft að veiða á „silfuröngul“. Ég reyndi að veiða frá landi meðfram allri eyjunni, en hlémegin var ekki kvikindi og álands- me<íin var ekkert hæ°:t að koma línunni út. Það var komið fram undir hádegi og mátti ekki dragast öllu lengur að setja pottinn yfir. „F.r ekki bezt að ég fari og reyni að fá eina eða tvær smálúður?" spurði stiilk- an. „Bíddu svolítið — hvenær þarf fiskur- inn að vera kominn í pottinn?“ „I síðasta lagi eftir klukkutíma." Beint þarna á móti var annar hólmi, þar sem nálega alltaf fékkst fiskur, en nú var sundið milli eyjanna tómar hvít- freyðandi holskeflur. Átti ég samt að reyna að þræla mér yfir? Og með því að taka á öllu, sem ég átti til, tókst mér að komast það, þrátt fyrir mótvind- inn. Þarna var líka þýðingarlaust að reyna að kasta á móti veðrinu. Ég fór því hlémegin í hólmann og kastaði út í dýpi framan við klettasnös, sem þarna er. Sjórinn gekk hátt þar líka, og stangar- toppurinn titraði í rokinu og flotkúlan barst brátt að landi. Ég ætlaði að fara að kasta á ný — en þá gat ég ekki lyft línunni. Ég held að öngullinn sé fastur í botni, en finn svo allt í einu að fisk- ur er á, og hann vænn, já, svo vænn, að það er þýðingarlaust að ætla sér að draga hann á land, nema þreyta hann vel áður. Ég held að ég hafi aldrei fyrr ver- ið eins ánægður eða óþreyjufullur, meira að segja ekki þegar ég var drengur og fékk minn fyrsta fisk. Ég hafði ekki fyrr náð honum á land en ég hljóp af stað að bátnum og lét reka heim undan vindi yfir sundið. Þetta var 4 punda „rimti“. Og hann var kominn í pottinn nákvæm- lega á réttum tíma. Ég grobbaði allt sumarið af þessari veiði — já, ég gat fengið fisk, hvernig sem viðraði! Það þurfti ekkert annað en segja mér frá því, ef þær vantaði í matinn, og þá skyldi ég sjá um að fiskur yrði kominn í pott- inn í tæka tíð! Frá Porkala-tímanum, mörgum árum síðar, á ég einnig endurminningu, sem ég hæli mér oft af, ef einhver fæst til að hlusta á mig. Já — ég á raunar líka nokkrar skemmtilegar minningar um geddur þaðan. Yzt í skerjagarðinum, við svonefndar Mikkelseyjar, er eins gaman að veiða geddur á spinnitæki og lax í ám. Maður verður að fara þar eftir hálum klöppum niður í flæðarmálinu og kasta eins langt og hægt er, til þess að ná út á staðina þar sem geddan liggur 2 6 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.