Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Tryggingamál bænda: Uppskerubrestur á Norðurlandi – Sameining Bjargráðasjóðs og Náttúruhamfaratrygginga Íslands til skoðunar innan matvælaráðuneytisins Mikið tjón varð á kornökrum norðan heiða í hvassviðrinu sem gekk yfir landið á dögunum, það á við um Eyjafjörð og Suður- Þingeyjarsýslu þar sem tjón gæti numið tugum milljóna þegar upp er staðið. Sigurgeir Hreins- son, framkvæmda- stjóri Búnaðar- sambands Eyja- fjarðar, segir að þegar óveðrið skall á hafi átt eftir að þreskja á bilinu 150 til 200 hektara í Eyjafirði. Gera megi ráð fyrir að á hverjum hektara hafi tapast um það bil 2 til 2,5 tonn og megi búast við að tjónið verði að lágmarki 20–25 milljónir króna. „Þetta eru auðvitað enn ágiskanir þar til búið er að þreskja en ekki ólíklegt að niðurstaðan verði þessi,“ segir Sigurgeir. Hann segir árferði á liðnu sumri hafa verið kornrækt erfitt, farið var seint af stað og sömu sögu því að segja varðandi þreskingu sem einnig var seinni á ferðinni en vant er. Gerir Sigurgeir ráð fyrir að eftir hafi átt að þreskja af um það bil helmingi akra í Eyjafirði þegar óveður skall á. Á sama tíma í fyrra var þreskingu svo gott sem lokið um miðjan september. Víða varð verulegt tjón, annars staðar minna. Algengt hafi verið að um helmingur og upp í um 70% hafi eyðilagst, en hann viti einnig dæmi um spildur þar sem allt varð ónýtt. Taka þarf upp tryggingakerfi fyrir uppskeru Haukur Martein- sson, formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga og bóndi á Kvíabóli í Kinn, segir talsvert tjón hafa orðið á ökrum í héraðinu. Þresking hafi verið um það bil hálfnuð, „og uppskeran lofaði býsna góðu og víða mjög góðu miðað við sólarlítið sumar, þannig að þetta foktjón var alger óþarfi ofan í það.“ Haukur sagði akra víða mjög hávaxna eftir gróðursælt sumar og því hafi þeir lagst verulega í vindinum og úrkomunni. Víða brotnuðu korn og öx og telur hann að tap á ökrum í sýslunni hafi víða verið um það bil tveir þriðju af væntanlegri uppskeru. Hann segir ljóst að ef bændur eigi áfram að bera ábyrgð á fæðuöryggi þjóðarinnar þurfi að taka upp tryggingarkerfi fyrir uppskeru líkt og þekkist í nágrannalöndum okkar. Bestu akrarnir verst úti Hermann Ingi Gunnarsson á Klauf í Eyjafirði tekur í sama streng. „Þeir akrar sem við áttum eftir að þreskja fyrir veðurhaminn urðu fyrir skemmdum. Á sumum eyðilagðist þriðjungur uppskerunnar en á öðrum var altjón. Þeir akrar sem voru hvað best þroskaðir skemmdust mest.“ Hermann segir að téðir akrar hefðu að öllum líkindum gefið milli 5-6 tonn af þurru korni á hektara. „Uppskeran nú er frá því að vera innan við eitt tonn á hektara og upp í þrjú tonn. Eftir að hafa komist í gegnum erfitt sumar, þar sem kuldi og sólarleysi var ríkjandi, kom góður september sem gerði gæfumun og leit uppskeran vel út þangað til veðrið skall á.“ Hermann segir að milli þrjár til fjórar milljónir króna hafi þar farið í súginn hjá honum, auk þess sem hann þurfi nú að kaupa það korn sem honum varð af. Hann bendir á að hvorki Bjargráðasjóður né almennt tryggingarkerfi taki til tjóns af þessu tagi. Furðulítið tjón í Skagafirði Sævar Einarsson, bóndi á Hamri í Hegranesi og einn eigenda félagsins Þreskir ehf., hefur verið á ferðinni um Skagafjörð undanfarið og segir lítið um skemmdir á korni þar. Tjón hafi orðið á ökrum við fimm bæi eftir því sem hann best viti, en heilt yfir hafi sloppið vel til. „Það var furðu lítið um afföll, það má segja að við höfum sloppið vonum framar frá þessu óveðri.“ Sævar segir þreskingu í Skagafirði um það bil að ljúka, flestir búnir og uppskera sé nokkuð misjöfn eftir svæðum. Aðeins hafi borið á frostskemmdum í Hjaltadal og þar um kring, sennilega eftir frostnótt seint í ágúst, en aðrir séu ánægðir með uppskeru sumarsins. Hann hefur ræktað korn heima á Hamri í 27 ár og segir uppskeru sumarsins með meira móti, „Fer alveg í topp fimm, þannig að ég er himinlifandi.“ /MÞÞ&ghp Á Klauf í Eyjafirði varð altjón á sumum ökrum á meðan þriðjungur tapaðist á öðrum. Þeir akrar sem voru hvað best þroskaðir skemmdust mest og telur Hermann Ingi að tjón hans nemi á bilinu 3–4 milljónum króna. Mynd /HIG Í vikubyrjun birtist skýrsla um tryggingarmál bænda sem unnin var af starfshópi að undirlagi fyrrum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- ráðherra hefur nú farið þess á leit að kannaður verði möguleiki á framkvæmd einnar tillögu sem þar kemur fram. Þrjár tillögur Starfshópnum var ætlað að greina tryggingarvernd bænda vegna óvæntra áfalla í búskap. Niðurstöður skýrslunnar eru í formi þriggja mögulegra úrbóta sem nú hafa verið lagðar fyrir ráðherra til ákvörðunar. Tvær tillögurnar byggja á mismiklum breytingum á núverandi fyrirkomulagi á meðan sú þriðja leggur til nýtt fyrirkomulag frá grunni. Fyrsta tillagan gerir ráð fyrir lágmarksbreytingum og engum föstum inngreiðslum í sjóðinn. Bolmagn Bjargráðasjóðs yrði því lítið og sækja þyrfti um sérstakar fjárveitingar til ríkisins þegar stærri áföll verða. Önnu tillagan felur í sér tvo meginvalkosti: að endurskoða og endurbæta hlutverk Bjargráðasjóðs, eða skoða sameiningu hans við Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ). Endurskoðun Bjargráðasjóðs fæli í sér að skilgreina með tæmandi hætti hvaða tjón sjóðurinn bætir. Ef af sameiningu hans við NTÍ yrði myndi það þýða skyldutryggingu þar sem iðgjöldin myndu standa undir kostnaði af tjónabótum. Þessi síðastnefnda tillaga hefur hlotið brautargengi hjá matvælaráðherra og hefur hún nú farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að kannaður verði möguleiki á sameiningu hans við NTÍ. Þriðja tillagan felur í sér nýtt kerfi til að koma til móts við víðtækari áföll/tjón í landbúnaði en nú gerist og veita stuðning vegna stóráfalla sem önnur vernd nær ekki yfir. Líklegt er að hið opinbera þyrfti að greiða fyrir uppbyggingu slíks bótasjóðs og þýddi því talsverða útgjaldaaukningu fyrir ríkið fyrstu árin. Þá er skoðaður sá möguleiki að koma á uppskerutryggingu sem valkvæða tryggingu ofan á skyldutryggingu. Til glöggvunar horfa þessar þrjár tillögur svona við kornbóndanum: Ef farið verður að tillögu eitt væri bótarétturinn óbreyttur. Ef tillaga tvö verður valin yrði uppskerubrestur styrkhæfur úr Bjargráðasjóði eða gerð að skyldutryggingu. Ef þriðja tillagan fengi hljómgrunn verður uppskerubrestur í korni gerður að skyldutryggingu. Bóndi telur sambland best Kornbóndinn Hermann Ingi segir að mögulega henti bændum best að hafa aðgang bæði að skyldutryggingu og valfrjálsri. „Þá værum við með einhverja lágmarkstryggingu en svo gætu menn tryggt sig betur eftir því á hvaða svæðum þeir eru og hvað kornræktin spilar stóran þátt í búrekstrinum.“ Korntryggingar í öðrum löndum Í skýrslu starfshóps er rennt yfir fyrirkomulag áfallatrygginga bænda í öðrum löndum. Í tilfelli Noregs og Bandaríkjanna er uppskerutrygging nefnd. Í Noregi stendur kornbændum til boða uppskerutryggingar bæði á vegum hins opinbera og á almennum tryggingamarkaði. Opinbera tryggingin felur í sér að fyrir uppskeru sem er undir 70% af samanburðarsvæði greiðir ríkið bætur fyrir mismuninn af væntri uppskeru, 30% eigin ábyrgð og raunuppskeru. „Væri t.d. vænt uppskera af byggi 95 tonn en uppskorið korn væri 50 tonn væru bætur hins opinbera fyrir 95t-50t- 28,5t = 16,5 t af byggi.“ Í Bandaríkjunum býðst bændum valfrjáls trygging, Federal crop insurance program (FCIP) sem er niðurgreidd að stórum hluta af ríkinu. Tryggingaverndin er víðtæk og tryggir ekki aðeins gegn veðurfari heldur einnig gegn markaðsverði undir ákveðnu viðmiði og er þetta kerfi því í raun hryggjarstykkið í stuðningi ríkisins við landbúnað. Mikill meirihluti af því tapi sem tryggt er gegn eru nytjajurtir, eða 95%. Lágmarkstrygging er fyrir hamförum, þegar bændur missa 50% af væntri uppskeru. Hámarkstrygging er misjöfn milli tegunda og staðsetninga, en fyrir algengustu tegundirnar er eigin áhætta á bilinu 15-50%. /ghp Úrbóta að vænta Haukur Marteinsson. Lítið verður upp úr þessu strái að hafa, enda öxin flest fokin. Mynd /HSH Hermann Ingi Gunnarsson. Sigurgeir Hreinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.