Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 FRÉTTIR Hálsaskógur við Djúpavog: Eyðilegging blasti við eftir hvassviðri Hálsaskógur, skógarreitur í eigu Skógræktarfélags Djúpavogs, er illa útleikinn eftir hvassviðrið sem gekk yfir landið á dögunum. Lauslega áætlað telur Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi, að á bilinu 300–500 tré hafi laskast eða eyðilagst. Mikil vinna er fram undan við hreinsunarstarf, en hann segir félagið ekki hafa bolmagn, hvorki mannskap né fjármuni, til að standa straum af því. Skógræktarfélag Djúpavogs var stofnað árið 1952 og hófst handa á því ári við gróðursetningu í Hálsaskógi. Sum trén eru jafngömul félaginu, orðin ansi há, um 20 metrar þau elstu og tóku á sig mikinn vind. Haldið var upp á tímamótin í sögu félagsins um miðjan september og segir Kristján eyðileggingu skógarins ekki góða afmælisgjöf. „Þessi stormur sem yfir okkur reið má segja að hafi lagt skógræktarsvæðið okkar á hliðina,“ segir hann. Meiri vindur en skógurinn þoldi Hálsaskógur er í um tveggja kílómetra fjarlægð frá Djúpavogi, stendur undir hálsunum við Hamarsfjörð, sem er þekkt svæði fyrir mikið hvassvirði um tíðina. „Það er oft mjög mikill vindur á þessum slóðum, við erum því vön, en þetta var aðeins of mikið. Það voru á tímabili um 40 metrar á sekúndu og veðrið stóð yfir í allt að einn og hálfan sólarhring, það er meira en skógurinn þoldi,“ segir Kristján og bætir við að yfirleitt sé norðvestanátt ríkjandi en nú hafi áttin verið meira vestanstæð og farið beint á skógarreitinn. „Þetta var gríðarlegt álag, mikill stormur sem stóð lengi,“ segir hann. Kristján segir að jafnt og þétt hafi verið gróðursett í Hálsaskóg um árin og hann orðin nokkuð þéttur. Íbúar nota skógarreitinn mikið, þar hafa verið gerðir göngustígar og sett upp borð og bekkir, útilistaverk og leiktæki. „Þessi reitur hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur hér um slóðir, þetta er friðsæll sælureitur sem er okkur íbúum kær.“ Kristján fékk fregnir af skemmdum strax eftir að óveðri slotaði og fór þegar að líta á verksummerki. „Það blöstu við mér miklar skemmdir, tré höfðu kubbast í sundur, önnur slitnað upp með rótum og ég sá að eitt stórt grenitré hafði rifnað upp, tekið flugið yfir girðingu um skógræktina yfir þjóðveginn og hafnað handan hans. Þannig að greinilega hefur mikið gengið á,“ segir hann. Ráðum ekki við þetta ein Gróðursetning í Hálsaskóg hefur öll farið fram í sjálfboðavinnu. Félagið er fámennt og hefur ekki úr miklu fé að spila. „Við blasir mikið hreinsunarstarf, nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa, en það er alveg ljóst að utanaðkomandi aðstoð þarf að koma til. Félagið ræður engan veginn við þetta eitt og sér, ekki er nægur mannskapur í þetta verkefni og eins þarf að fá stórvirkar vinnuvélar til að þetta gangi upp og ég sé ekki núna hvernig verður hægt að ráða við það,“ segir Kristján. /MÞÞ Kristján Ingimarsson á Djúpavogi. Skógurinn er ekki svipur hjá sjón, en gróft áætlað eru á milli 300 til 500 tré löskuð eða ónýt í Hálsaskógi. „Þetta var ekki góð afmælisgjöf,“ segir Kristján en Skógræktarfélag Djúpavogs fagnaði 70 ára afmæli sínu fyrr á árinu. Myndir / Aðsendar Miklar skemmdir blöstu við þegar komið var í Hálsaskóg eftir að óveðri slotaði. Útflutningur hrossa: Heiðursverðlaunastóðhestur fluttur til Þýskalands Heiðursverðlaunastóðhesturinn Eldur frá Torfunesi hefur verið fluttur til Þýskalands en hann hefur átt afar góðu gengi að fagna sem afkvæmahestur hér á landi. Eldur er undan Mætti frá Torfunesi og Eldingu frá Torfunesi og sló fyrst í gegn þegar hann varð hæstur í flokki 4 vetra stóðhesta á Landsmóti hestamanna 2011. Hann á nú 248 afkvæmi og hafa 51 þeirra hlotið kynbótadóm. Í dómsorðum heiðursverðlauna segir að Eldur gefi sterklega byggð hross með trausta og yfirvegaða lund, hross sem eru prúð í fasi og mjúkgeng reiðhross með góðan höfuðburð. Eldur fór utan þann 4. október sl. samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Danir sanka að sér hátt dæmdum stóðhestum Alls hefur 1.571 hross verið útflutt það sem af er ári. Útflutningur er minni í fyrra sem reyndist metár. Þó hefur glæðst nokkuð í haust og er talið að sumarhitinn í Evrópu hafi orðið til þess að hrossaeigendur biðu með flutning. Einnig er rætt um að markaðurinn ytra sé nokkuð mettaður eftir gríðarlega sölu og flutning í fyrra. Af þeim 1.571 hrossi sem flutt hafa verið út á árinu eru 703 hryssur, 232 stóðhestar og 636 geldingar. Hrossin hafa verið flutt til sextán landa, langflest til Þýskalands, eða 704 hross. Þá fóru 203 hross til Svíþjóðar, 181 til Danmerkur, 108 til Sviss, 93 til Bandaríkjanna og 82 til Austurríkis. Eitt hross fór til Írlands, fimm til Belgíu, níu til Bretlands, 14 til Ungverjalands og 16 til Færeyja. Alls hafa 87 af útfluttu hrossunum hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi. Þeir þrír hæstdæmdu fóru allir til Danmerkur. Hæst dæmdur er Viðar frá Skör sem sló í gegn á Landsmóti hestamanna í sumar en hann er með 9,04 í aðaleinkunn. Viðar er nú í eigu Flemming Fast og Gitte Fast Lambertsen en þau eiga m.a. glæsihestinn Kveik frá Stangarlæk. Stóðhesturinn Sólon frá Þúfum fór einnig til Danmerkur en hann er með 8,90 í aðaleinkunn kynbótadóms og keppti m.a. í A-úrslitum A-flokks á síðastliðnu Landsmóti. Brimnir frá Efri-Fitjum er einnig fluttur til Danmerkur, en hann er með 8,75 í aðaleinkunn. Fleiri stólpagæðingar Fleiri hæfileikasprengjur hafa yfirgefið Frón á árinu. Þar á meðal Magni frá Stuðlum (aðaleinkunn 8,56) sem fór til Þýskalands, Þristur frá Tungu (aðaleinkunn 8,54) sem einnig fór til Þýskalands, Hávaði frá Haukholtum (aðaleinkunn 8,52) og Blikar frá Fossi (aðaleinkunn 8,51) fóru til Svíþjóðar og Gígur frá Ketilsstöðum (aðaleinkunn 8,86 án skeiðs) fór til Bandaríkjanna. Hæst dæmdu útfluttu hryssurnar eru Hreyfing frá Skipaskaga með 8,45 í aðaleinkunn, Frigg frá Torfunesi með 8,32 í aðaleinkunn og Ljósmynd frá Stekkholti með 8,31 í aðaleinkunn. /ghp Aðstandendur Elds frá Torfunesi tóku við heiðursverðlaunum á Landsmóti hestamanna í sumar. Anna Fjóla Gísladóttir, einn ræktandi hans og eigandi, stendur hér við gæðinginn sem Sigurbjörn Bárðarson situr. Mynd /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.