Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Þakefnasala Íslands er með allt sem þarf til þaklagna. Þakpappa frá Ítalska fyrirtækinu Pluvitec en þeir eru með yfir 30 ár reynslu af framleiðslu þakpappa. Pluvitec framleiðir þakpappa eftir sérpöntun og því býður Þakefnasalan þakpappa fyrir íslenkar aðstæður. Pluvitec þakpappi stenst alþjóðlegar gæða og öryggisstaðla (ISO 9001 - ECO 100 - EPD EN 15804) og er Svansvottaður. Bæjarhraun 24, 220 Hafnarfjörður 8370303 - 6661425 thakefnasala@thakefnasala.is www.thakefnasala.is Lofttúður og niðurföll í mörgum stærðum Sérhæfð verkfæri og festingar til þaklagna Ekki hika við að hringja eða senda okkur línu til að fá upplýsingar,ráðgjöf eða verðtilboð Lúpína og jarðvegsvernd Bandarískir verkfræðinemendur eru að rannsaka lúpínu hér á landi og óska eftir áliti Íslendinga á jurtinni. Nemendur í náttúrutengdri verkfræði við Worcester Polytechnic Institute (WPI) háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa á undarnförnum vikum verið á Íslandi við ýmiss konar rannsóknir. Ein rannsókn snýr að lúpínu í íslensku umhverfi. Skiptar skoðanir eru á notkun lúpínunnar á meðal Íslendinga og leitað er eftir samvinnu við Íslendinga í þeim tilgangi að endurspegla þjóðarsálina hvað lúpínu varðar. Bændur og aðrir landeigendur eru í lykilhlutverki því einmitt þeir hafa hvað mestra hagsmuna að gæta. Nemendurnir hafa opnað stutta könnun á netinu sem er opin almenningi. Hún er bæði á íslensku og ensku. Leitað er eftir þátttakendum meðal almennings og sér í lagi bænda og landeigenda. Könnunina má nálgast á slóðinni skogarbondi.is. /HGS Skiptar skoðanir eru á notkun lúpínu hér á landi. Mynd / hgs Óboðnir gestir í garðinum Fjallað verður um ný meindýr og sjúkdóma sem hafa gert usla bæði í görðum og skógrækt víða um land að undanförnu á haustmálþingi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi / FSU sem haldið verður á Reykjum 13. október. Óboðnir gestir í íslenskri garð- og trjárækt, meindýr og sjúkdómar, eru umfjöllunarefni haustmálþingsins að þessu sinni. Þar fjallar Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur um sveppasjúkdóma í trjám og runnum og Brynja Hrafnkelsdóttir, skordýrafræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, ræðir um meindýr í skógrækt. Því næst talar Guðmundur Halldórsson um meindýr í garðrækt og að lokum verður Bryndís Björk Reynisdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands, með erindi um plöntuvarnarefni og aðrar varnir gegn meindýrum og sjúkdómum. Fundarstjóri verður Björgvin Örn Eggertsson, skógfræðingur við FSU, og inngang flytur Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá FSU. Málþingið er haldið í samstarfi Fjölbrautaskóla Suðurlands og Félags iðn- og tæknigreina. Það er öllum opið. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á gardyrkjuskolinn@fsu.is. /VH Meindýr verða til umfjöllunar á málþingi Garðyrkjuskólans /Fsu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.