Bændablaðið - 06.10.2022, Síða 37

Bændablaðið - 06.10.2022, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Þakefnasala Íslands er með allt sem þarf til þaklagna. Þakpappa frá Ítalska fyrirtækinu Pluvitec en þeir eru með yfir 30 ár reynslu af framleiðslu þakpappa. Pluvitec framleiðir þakpappa eftir sérpöntun og því býður Þakefnasalan þakpappa fyrir íslenkar aðstæður. Pluvitec þakpappi stenst alþjóðlegar gæða og öryggisstaðla (ISO 9001 - ECO 100 - EPD EN 15804) og er Svansvottaður. Bæjarhraun 24, 220 Hafnarfjörður 8370303 - 6661425 thakefnasala@thakefnasala.is www.thakefnasala.is Lofttúður og niðurföll í mörgum stærðum Sérhæfð verkfæri og festingar til þaklagna Ekki hika við að hringja eða senda okkur línu til að fá upplýsingar,ráðgjöf eða verðtilboð Lúpína og jarðvegsvernd Bandarískir verkfræðinemendur eru að rannsaka lúpínu hér á landi og óska eftir áliti Íslendinga á jurtinni. Nemendur í náttúrutengdri verkfræði við Worcester Polytechnic Institute (WPI) háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa á undarnförnum vikum verið á Íslandi við ýmiss konar rannsóknir. Ein rannsókn snýr að lúpínu í íslensku umhverfi. Skiptar skoðanir eru á notkun lúpínunnar á meðal Íslendinga og leitað er eftir samvinnu við Íslendinga í þeim tilgangi að endurspegla þjóðarsálina hvað lúpínu varðar. Bændur og aðrir landeigendur eru í lykilhlutverki því einmitt þeir hafa hvað mestra hagsmuna að gæta. Nemendurnir hafa opnað stutta könnun á netinu sem er opin almenningi. Hún er bæði á íslensku og ensku. Leitað er eftir þátttakendum meðal almennings og sér í lagi bænda og landeigenda. Könnunina má nálgast á slóðinni skogarbondi.is. /HGS Skiptar skoðanir eru á notkun lúpínu hér á landi. Mynd / hgs Óboðnir gestir í garðinum Fjallað verður um ný meindýr og sjúkdóma sem hafa gert usla bæði í görðum og skógrækt víða um land að undanförnu á haustmálþingi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi / FSU sem haldið verður á Reykjum 13. október. Óboðnir gestir í íslenskri garð- og trjárækt, meindýr og sjúkdómar, eru umfjöllunarefni haustmálþingsins að þessu sinni. Þar fjallar Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur um sveppasjúkdóma í trjám og runnum og Brynja Hrafnkelsdóttir, skordýrafræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, ræðir um meindýr í skógrækt. Því næst talar Guðmundur Halldórsson um meindýr í garðrækt og að lokum verður Bryndís Björk Reynisdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands, með erindi um plöntuvarnarefni og aðrar varnir gegn meindýrum og sjúkdómum. Fundarstjóri verður Björgvin Örn Eggertsson, skógfræðingur við FSU, og inngang flytur Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá FSU. Málþingið er haldið í samstarfi Fjölbrautaskóla Suðurlands og Félags iðn- og tæknigreina. Það er öllum opið. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á gardyrkjuskolinn@fsu.is. /VH Meindýr verða til umfjöllunar á málþingi Garðyrkjuskólans /Fsu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.