Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Árið 2016 hófst verkefni sem miðaði að því að koma upp frumkvöðlamiðstöð í tengslum við Sjávarlíftæknisetur BioPol ehf. á Skagaströnd. Vörusmiðjan er vinnslurými til útleigu sem er sérsniðið fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu til að taka fyrstu skref framleiðslu og þróunar á vörum sínum. Nú hefur smiðjan nýst frumkvöðlum um allt land sem vilja stunda þróunarstarf og stíga sín fyrstu skref í matvælaframleiðslu. Verkefnið varð til þegar lands- hlutanefndin fyrir Norðvesturland úthlutaði fé til uppbyggingar á svæðinu. Á árinu 2017 kláruðust framkvæmdir við uppbyggingu Vörusmiðjunnar og hún var tekin í notkun um haustið en Þórhildur María Jónsdóttir matreiðslumeistari var ráðin verkefnisstjóri yfir smiðjunni. „Frá því að Vörusmiðjan tók til starfa í september 2017 hafa frumkvöðlar og smáframleiðendur nýtt rýmið til fjölbreyttrar fram- leiðslu. Helstu framleiðsluvörur hafa verið unnar úr kjötafurðum, þá helst geita-, lamba- og ærkjöti. Á hverju ári hafa framleiðendur bæst í hópinn og unnið með mjög fjölbreytt hráefni, s.s grænmeti, fisk, innmat, hákarl, folald og gæs. Unnið hefur verið með fleiri hráefni en það hefur verið á þróunarstigi s.s. með krabba, makríl, rauðmaga, grásleppu og þörunga. Fyrsta árið voru fimm framleiðendur en eru núna, rúmum fimm árum seinna, tæplega tuttugu,“ útskýrir Þórhildur. Fjölbreytt námskeið í boði Vörusmiðjan hefur mikið verið nýtt til námskeiðahalds í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra. Haldin hafa verið tvö stór „Beint frá býli“ 80 stunda námskeið fyrir bændur í Skagafirði, Austur-Húnavatnssýslu og Húnaþingi vestra. „Vörusmiðjan og Fræðslumiðstöð Vestfjarða fóru í samstarf um 80 stunda námskeið þar sem verklegi hlutinn af námskeiðinu var haldinn í Vörusmiðjunni og fræðslan fór fram á netinu. Síðustu ár hefur verið lagður þungi á dagsnámskeið, því þörfin fyrir verklega kennslu er mikil og hefur fjölbreytni þeirra námskeiða farið vaxandi og næsta vetur verða í boði á annan tug námskeiða sem við koma matvælavinnslu og eru til þess fallin að auka þekkingu og færni framleiðenda og/eða áhugamanna. Þátttakendur á þessum námskeiðum hafa komið alls staðar að af landinu,“ segir Þórhildur. Smáframleiðendur rúnta um landið Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) skilgreindu í sóknaráætlun landshlutans sérstakt áhersluverkefni, Matvælasvæðið Norðurland vestra, þar sem samstarf Farskólans og Vörusmiðjunnar er styrkt. Einnig fékkst í gegnum þá styrkveitingu tækifæri til að koma af stað verkefninu „Smáframleiðendur á ferðinni“ fyrir tveimur árum. „Bíll smáframleiðenda er á ferðinni allt árið um Norðurland vestra að undanskildum janúar- mánuði. Á sumrin eru fleiri ferðir farnar og hátíðir og önnur bæjarfélög á landinu heimsótt. Neytendur hafa tekið vel í þessa þjónustu og nýta sér hana, enda er vöruúrvalið stórfenglegt í þessum bíl þar sem tæplega þrjátíu framleiðendur selja yfir 200 vörur. Í sumar var boðið upp á nýja þjónustu þar sem bíll smáframleiðenda þjónustaði litlar gjafavöruverslanir fyrir ferðamenn á Norðurlandi vestra um vörur frá smáframleiðendum. Í boði er fyrir smáframleiðendur, hvar sem er af landinu, að leigja bílinn frá einum degi upp í viku til að selja sínar vörur. Við vonum að þessari þjónustu verði vel tekið en ekki er komin mikil reynsla á hana. Verkefnið „Smáframleiðendur á ferðinni“ er alltaf að auka þjónustuna og þróast og styður líka við netverslun Vörusmiðjunnar, en hægt er að fá vörur afhentar í bílnum samkvæmt leiðarkerfi,“ útskýrir Þórhildur og bætir við: „Þessar sölugáttir fyrir smáfram- leiðendur hafa auðveldað til muna aðgengi neytenda að vörum þeirra. Á þann hátt hefur Vörusmiðjan gert vörur smáframleiðenda sýnilegri og hjálpað til við að koma á beinum tengslum milli framleiðanda og neytenda og byggt upp traust þeirra á milli. Vörusmiðjan hefur því átt stóran þátt í að efla og styðja smáframleiðendur og styrkt ímynd Norðurlands vestra m.t.t. þess sem svæðið hefur upp á að bjóða í matvælaframleiðslu.“ Úthaldið skiptir máli Ný þjónusta í haust hjá Vöru- smiðjunni er þurrkskápur og gerð kennslumyndbanda í úrbeiningu og hlutun á lambaskrokk, þetta er liður í að halda áfram að bæta þjónustu okkar við smáframleiðendur. „Frá því að Vörusmiðjan hóf starfsemi sína hefur orðið umtalsverð vakning á svæðinu hvað varðar heimavinnslu matvæla. Ásókn hefur aukist jafnt og þétt og síðustu haust hefur Vörusmiðjan verið fullnýtt alla virka daga og einnig sumar helgar fram að jólum; í raun er þörf á annarri smiðju á þessum háannatíma. Mest er um að ræða bændur úr Skagafirði og Húnavatnssýslum sem sjá tækifæri í að auka verðmæti afurða sinna. Síðustu ár hafa gæsaveiðimenn sem verka sínar gæsir og framleiða fjölbreyttar vörur einnig bæst við. Síðast en ekki síst hefur samfélag smáframleiðenda í Vörusmiðjunni aukið samstarf og samstöðu framleiðenda á svæðinu; framleiðendur standa t.d. sameiginlega að matarmörkuðum og jólapökkum,“ segir Þórhildur og bætir við: „Það eru litlu sigrarnir og úthaldið sem skiptir máli. Það er stór ákvörðun að fara í framleiðslu á matvælum og smáframleiðendur gera það af heilindum. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum hversu stóran þátt Vörusmiðja BioPol á í breyttu landslagi í matvælaframleiðslu smáframleiðenda á svæðinu á síðustu fimm árum.“ /ehg-þmj LÍF&STARF Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum, hefur sent frá bók sem hann kalla Handrit. Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti. Halldór hefur, auk þess að vera prestur, varið ævi sinni í baráttu fyrir hrossabændur og var einn af stofnendum Félags hrossabænda. Halldór segir það hafa verið örlög sín að verða vitni að fjöldamörgum samfélagslegum atvikum, þar sem hann hafði beina eða óbeina aðkomu. „Því hef ég ráðist í að gefa þetta handrit út, sem mína sögu með þessari óvenjulegu framsetningu og tilvísun til númeraðra fylgiskjala, sem liggja nákvæmar fyrir um það sem gerðist. Þannig gæti þetta handrit með fylgiskjölum verið með í umfjöllun um þessa atburði verði um þá fjallað síðar í öðrum frásögum, handritum eða heimildum. Sagan mun vafalaust kalla á viðbrögð nokkurra, sem telja á sér brotið eða að ég fari með rangt mál. Svar mitt er að sagan er mín frásögn, sögð út frá þeim gögnum sem fyrir liggja hjá mér í tilvitnuðum f y l g i s k j ö l u m , skrifaðri dagbók eða liggja fyrir í skrifuðum blaða- greinum mínum. Það sem er þar umfram, er skráð eftir því sem ég man gleggst frá minni upplifun í samskiptum við marga aðila. Ég valdi þetta heiti sögunnar, Baráttusaga fullhugans, vegna þess að þegar ég lít til baka, skil ég ekki þessa baráttu mína fyrir því sem mér fannst ég verða að berjast fyrir, nema vegna þess að það brann innra með mér, að bregðast hverju sinni við því sem mér fannst rangt og þess vegna lagði ég af stað óhræddur sem fullhugi til leiðréttinga eða framkvæmda, sem tókst stundum, stundum nokkru síðar og stundum brást algjörlega. Það var þetta einfalda að gera rétt og þola ei órétt.“ /VH Nýsköpun: Auka verðmæti afurða í Vörusmiðjunni Merete Rabølle á Hrauni á Skaga framleiðir vörur úr lamba- og ærkjöti ásamt því að reykja hangikjöt með gamla handbragðinu. Þórhildur M. Jónsdóttir, verkefnastjóri Vörusmiðjunnar og Páll Friðriksson kjötiðnaðarmaður. Bíll smáframleiðenda sem er á ferðinni allt árið fyrir utan janúar á Norðurlandi vestra og selur viðskiptavinum vörur beint frá bónda. Hildur Magnúsdóttir, Embla Dóra Björnsdóttir og Rakel Sturlu- dóttir hjá Pure Natura hafa nýtt sér aðstöðu Vörusmiðjunnar. BÆKUR& MENNING Handrit: Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér tvær bækur. Líkið er fundið er samtíningur af sögnum af Jökuldalnum en Stundum verða til stökur er safn af stökum Hjálmars Jónssonar. Líkið er fundið er sagnasam- tíningur af Jökuldalnum, eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Í bókinni kennir margra grasa og þar er meðal annars sagt frá flutningi með lík, auglýsingu eftir ráðskonu, kúm í kirkju og nýju faðirvori og Hákon Aðalasteinsson fer á kostum í sögunni Líkið er fundið. Í stundum verða til stökur rekur séra Hjálmar Jónsson sig fram um ævina í kveðskap, skemmtileg atvik og viðburðir verða ljóslifandi, samferðamenn eru kallaðir til leiks og gáskafull skeytin fljúga í allar áttir. Auk þess er þarna að finna sálma og skírnar- og minningarljóð. Rauði þráðurinn er þó alltaf hjartahlýjan og húmorinn. /VH Bókaútgáfan Hólar: Sögur af Jökuldalnum og stökur Hjálmars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.