Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022
Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | S. 544 4656 | mhg.is
VETRARBÚNAÐUR
Salt- og sanddreifarar.
Amerísk gæðatæki sem endast.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
ALLAR STÆRÐIR
AF CAT RAFSTÖÐVUM
Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl
í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika.
Stöðvar í gám
Helluhraun 4, Hafnarfirði
sími 565 2727 & 892 7502
www.rag.is
Fliegl stimpilvagn
sérhannaður fyrir malbik
VIÐ AUGLÝSUM
ALDREI
„VERÐ FRÁ“
Fliegl Stone - Master fyrir Malbik
Fliegl vélavagnar,flatvagnar,gámagrindur ofl.
Alþjóðadagur dreifbýliskvenna
er 15. október og er af því tilefni
haldinn hátíðlegur hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Dreifbýliskonur eru fjórðungur
af mannfjölda heimsins en undir 20
prósent af landeigendum á heimsvísu
eru konur. Þar sem konur í dreifbýli
víða um heim vinna ólaunaða vinnu
er framlag þeirra til atvinnulífsins
á landsbyggðinni mjög vanmetið.
Að meðaltali eru konur meira en
40 prósent af vinnuafli í landbúnaði
í þróunarlöndunum, um 20 prósent í
Suður-Ameríku og allt að 50 prósent
eða meira í sumum hlutum Afríku
og Asíu. Þrátt fyrir þetta standa þær
frammi fyrir viðamikilli mismunun
þegar kemur að eignarhaldi á landi,
búfé, jöfnum launum, aðgangi að
auðlindum, lánsfé, markaði og
þátttöku í ákvörðunum. Það að
viðurkenna að dreifbýliskonur hafi
jafna stöðu, um leið að auka aðgang
þeirra að landi og öðrum auðlindum
til framleiðslu, fjárfestingum, lánum,
þjálfun og upplýsingum mun leggja
sitt af mörkum fyrir sjálfbæra þróun.
Með því að bæta líf kvenna á
landsbyggðinni er lykill að því
að berjast gegn fátækt og hungri.
Verði konum veitt sömu tækifæri
og körlum í landbúnaði, sérstaklega
í þróunarlöndum, gæti framleiðsla
landbúnaðarvara aukist um 2,5
til 4 prósent í fátækustu héruðum
heimsins og vannærðu fólki gæti
fækkað um allt að 17 prósent
Á alþjóðadegi dreifbýliskvenna
er slagorðið: „Dreifbýliskonur
framleiða góðan mat fyrir alla“
og leggja Sameinuðu þjóðirnar
áherslu á að störf þeirra séu
hvarvetna viðurkennd og krefjast
þess að í dreifbýli verði jöfn tækifæri
fyrir alla. /ehg
Dreifbýliskonur framleiða
góðan mat fyrir alla
Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í
þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent
eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu. Mynd / Steve Douglas - Unsplash
Alþjóðadagur eggsins
er 14. október ár hvert
en sögu dagsins má
rekja aftur til ársins
1996.
Egg eru sannkölluð
ofurfæða sem innihalda
yfir 15 vítamín og
steinefni. Um aldir hafa
egg spilað stórt hlutverk
í að fæða fjölskyldur um
allan heim en þau eru ein
af hágæða uppsprettum
náttúrunnar.
Prótein í eggjum er
nauðsynlegt fyrir þróun
heila, vöðva, til að skerpa
minnið og stuðlar að
almennri vellíðan. /ehg
Alþjóðadagur ofurfæðu