Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Bleik jólastjarna til styrktar Krabbameinsfélaginu Bleikar jólastjörnur, eða októbe- stjörnur eins og þær eru kallaðar, eru rækt unarafbrigði af og náskyldar rauðu og hvítu jólastjörnunum sem allir þekkja. Í ár verða október stjörnur seldar í verslunum Blómavals og Húsasmiðjunnar um allt land og rennur hluti ágóðans til styrktar Bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins. Bleika yrkið, Poinsettia euphorbia pulcherrima 'J'Adore Pink', ber, eins og nafnið gefur til kynna, bleik háblöð en að öðru leyti svipar henni til hefðbundinnar jólastjörnu. J'Adore er komið úr frönsku og þýðir ég elska og heiti yrkisins ég elska bleikt og passar því vel við bleikan októbermánuð. Slaufan gegnir mikilvægu hlutverki Diana Allansdóttir, deildarstjóri hjá Blómavali, hvetur fólk og fyrirtæki til styrkja gott málefni og um leið að skreyta heimili sín og fyrirtæki með því að kaupa októberstjörnuna. „Salan á henni hefur verið að aukast ár frá ári og við vonumst til að það sé að skapast hefð fyrir henni og um leið að styrkja Krabbameinsfélagið.“ Árni Reynir Alfreðsson, forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélagi Íslands, tók við fyrstu október­ stjörnunni í ár 30. september síðastliðinn. Við það tilefni sagði Árni að Bleika slaufan gegndi afar stóru hlutverki í markaðs­ og fjáröflunarstarfi Krabbameinsfélagsins. „Hún gerir félaginu kleift að vinna að sínum markmiðum sem eru að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að lækka dánartíðni þeirra sem greinast með krabbamein og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast og aðstandendur þeirra.“ /VH Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals, Diana Allansdóttir, deildarstjóri Blómavals, Birgir Birgisson hjá Garðyrkjustöðinni Ficus og Árni Reyni Alfreðsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu með bleiku jólastjörnuna. Mynd / Aðsend Nýlega voru tölur um birgðastöðu kindakjöts í lok ágústmán- aðar birtar á Mælaborði land- búnaðarins. Reyndust 380,6 tonn vera í birgðum í byrjun sláturtíðar, sem eru næstminnstu birgðir á þessum árstíma á þessari öld. Það var einungis árið 2011 sem minni birgðir voru, eða 281,2 tonn. Árið 2011 var útflutningur hins vegar með mesta móti, en þá voru alls flutt út 1.138 tonn kindakjöts. Í lok ágúst á síðasta ári var tvöfalt meira magn kindakjöts í birgðum, eða 764,3 tonn. Alls voru 386 tonn kindakjöts seld núna í ágústmánuði. /smh Þrjár viðurkenningar voru veittar fyrir gott umhverfi í Húnaþingi vestra fyrir árið 2022. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri afhenti þær við athöfn í Sjávarborg á Hvammstanga. Viðurkenningarnar féllu í skaut eigenda Bakkatúns 2 á Hvammstanga, Grundar í Vestur­ hópi og Tannstaðabakka. Húna­ þing vestra hefur árlega veitt umhverfisviðurkenningar frá árinu 1999 og hafa um 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Bakkatún 2 á Hvammstanga fékk viðurkenningu fyrir auðséðan metnað fyrir fallegum frágangi á tiltölulega nýju húsi og lóð. Um Grund í Vesturhópi segir í umsögn dómnefndar að þar sé hulinn heimur, þar sem ekki sést af vegi heim að bænum, sem er lögbýli, nýtt sem frístundabyggð og til skógræktar. Tannstaðabakki fékk umhverfisviðurkenningu fyrir mjög myndarlega heildarumgjörð á stórbúi. „Ber fyrrum eigendum órækt vitni um metnað og atorku en jafnframt vísbending um að núverandi eigendur sem tekið hafa við keflinu muni halda því starfi áfram,“ segir í umsögn dómnefndar. /MÞÞ Alls voru 386 tonn kindakjöts seld í ágústmánuði. Helmingi minni kindakjötsbirgðir Viðurkenningar í Húnaþingi vestra Þessi hlutu umhverfisviðurkenningar á dögunum. Mynd / Vefsíða Húnaþings Vestra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.