Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
LOFTPRESSUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar
í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika.
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu
á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir
flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda
vöru frá gæðaframleiðanda.
Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar
í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Betra start
með Exide rafgeymum
Við Norðurlandsveg - 560 VarmahlíðSími: 453 8888 - Opið virka daga kl. 9-17
Sag og
spænir
Skóflur, gafflar og
önnur verkfæri
Athugið
velaval.is
alltaf opin! Allt fyrir búskapinn!
Sótthreinsandi
undirburður
Einærar plöntur lifa veturinn af sem fræ sem spíra á vorin.
Mynd / morningchores.com
hverja tegund. Dæmi er um að snögg
kólnun niður í mínus 10° Celsíus
hafi drepið tré sem annars þola
kuldann allt að mínus 90° Celsíus.
Stutt haust valda því að plönturnar
ná ekki að mynda eðlilegt frostþol
og eru því viðkvæmari en ella.
Skjól fyrir vorsólinni
Of mikil útgufun getur einnig verið
hættuleg fyrir plönturnar. Á vorin,
þegar sólin skín og jörð er frosin, ná
plönturnar ekki að bæta sér upp þann
vökva sem þær tapa við útgufun og
því hætta á ofþornun. Hér á landi
þekkist þetta best hjá sígrænum
trjám þegar barrið verður brúnt á
vorin.
Jurtir á norðurslóðum
Jurtir sem eiga náttúruleg heimkynni
á norðurslóðum eða hátt til fjalla
eru yfirleitt lágvaxnar og með öflugt
rótarkerfi sem getur verið allt að
þrisvar sinnum víðfeðmara en sá
hluti jurtarinnar sem er ofanjarðar.
Þar sem vaxtartími er stuttur
mega plönturnar engan tíma missa
og verða að hefja vöxt strax og
veður leyfir. Langur sólargangur yfir
sumarmánuðina lengir vaxtartímann
verulega, enda nýta plönturnar hann
til hins ýtrasta. Margar norðlægar
tegundir mynda þúfur, eins og
lambagras og geldingahnappur, og
geta með því móti haldið hærri hita
og nýtt sólarljósið betur.
Ljóstillífun
Sígræn tré hafa það fram yfir
sumargræn að þau geta hafið
ljóstillífun um leið og hiti er orðinn
það mikill að þau vakna af dvala.
Talið er að smávaxnar og sígrænar
jurtir geti ljóstillífað undir snjó og
lengt þannig vaxtartímann.
Nokkrar tegundir trjáa, til dæmis
aspir, geta notað blaðgrænu í berki,
stofni og greinum til ljóstillífunar
þegar aðstæður eru hagstæðar
á veturna.
Á haustin er að finna í brumi trjáplantna fullþroskaðan vísi að vexti næsta
árs. Mynd / wikimedia.org