Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022
Herbert Guðmundsson tryllti lýðinn.
LÍF&STARF
Tíu nýsköpunarteymi voru valin
til þátttöku í viðskiptahraðlinum
Vaxtarrými sem hófst 3. október
og stendur yfir næstu átta
vikurnar á Norðurlandi.
Áhersla er á sjálfbærni, undir
þemanu „matur, orka og vatn“.
Meðal verkefna sem teymin fást
við eru verðmætasköpun úr snoði,
vinnsla á skarfakáli og vöruþróun
úr úrgangi hænsna.
Vaxtarrými er starfrækt af
samstarfsverkefninu Norðanátt,
sem miðar að því að efla
frumkvöðlastarfsemi á Norðurlandi.
Þetta er í annað sinn sem
viðskiptahraðallinn er haldinn, en
í fyrra tóku átta frumkvöðlateymi
þátt.
Í tilkynningu frá Norðanátt kemur
fram að teymin munu á næstu vikum
hitta reynslumikla leiðbeinendur,
frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur
fyrirtækja frá öllu landinu, sitja
vinnustofur og fræðslufundi auk
þess að mynda sterkt tengslanet sín
á milli. Sérstök áhersla verður lögð
á að hvetja þátttakendur til að sækja
sér fjármagn í formi styrkja – og
þeim veitt aðstoð við það. /smh
Nýsköpun í Vaxtarrými
Hveragerði:
Bjór í hávegum hafður
Bjórhátíð brugghússins Ölverk
fór fram í þriðja sinn í Hveragerði
á dögunum.
Á þriðja hundrað manns voru
þar mætt til að smakka veigar 35
framleiðenda bjórs og annarra veiga.
Tugir handverksbrugghúsa eru nú
starfandi hringinn í kringum landið
og vantaði ekki upp á fjölbreytni
bjórsins. Hægt var að dreypa á
berjabjór, ávaxtabjór, lakkrísbjór og
humarbjór og skola honum niður
með bjórís. Að smökkun lokinni
stigu tónlistarmenn á svið og héldu
uppi dansveislu. /ghp
Friðrik Sigurbjörnsson kynnti græn-
lenskan bjór til sögunnar.
Mikil stemning ríkti á Bjórhátíð Ölverks í gróðurhúsum í Hveragerði.
Pétur Pétursson, framleiðandi og eigandi
mjólkurlíkjörsins Jöklu var kátur að vanda.
Laufey Sif Lárusdóttir, einn eigenda Ölverks, sem stóð fyrir hátíðinni,
telur niður í tónlistarveislu.
Kombucha Iceland var góður fulltrúi hins áfengislausa, en þau buðu meðal annars upp á spirulinugos.
Það var ekki bara bjór í boði. Ólafsson kynnti
ginvöru sína og blandaði berjakokteil.
Mjólkursamsalan bauð gestum að smakka bragðmikla osta,
til dæmis gráðaost með súkkulaði.
Kampakátir
bruggarar.