Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Herbert Guðmundsson tryllti lýðinn. LÍF&STARF Tíu nýsköpunarteymi voru valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Vaxtarrými sem hófst 3. október og stendur yfir næstu átta vikurnar á Norðurlandi. Áhersla er á sjálfbærni, undir þemanu „matur, orka og vatn“. Meðal verkefna sem teymin fást við eru verðmætasköpun úr snoði, vinnsla á skarfakáli og vöruþróun úr úrgangi hænsna. Vaxtarrými er starfrækt af samstarfsverkefninu Norðanátt, sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi á Norðurlandi. Þetta er í annað sinn sem viðskiptahraðallinn er haldinn, en í fyrra tóku átta frumkvöðlateymi þátt. Í tilkynningu frá Norðanátt kemur fram að teymin munu á næstu vikum hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi auk þess að mynda sterkt tengslanet sín á milli. Sérstök áhersla verður lögð á að hvetja þátttakendur til að sækja sér fjármagn í formi styrkja – og þeim veitt aðstoð við það. /smh Nýsköpun í Vaxtarrými Hveragerði: Bjór í hávegum hafður Bjórhátíð brugghússins Ölverk fór fram í þriðja sinn í Hveragerði á dögunum. Á þriðja hundrað manns voru þar mætt til að smakka veigar 35 framleiðenda bjórs og annarra veiga. Tugir handverksbrugghúsa eru nú starfandi hringinn í kringum landið og vantaði ekki upp á fjölbreytni bjórsins. Hægt var að dreypa á berjabjór, ávaxtabjór, lakkrísbjór og humarbjór og skola honum niður með bjórís. Að smökkun lokinni stigu tónlistarmenn á svið og héldu uppi dansveislu. /ghp Friðrik Sigurbjörnsson kynnti græn- lenskan bjór til sögunnar. Mikil stemning ríkti á Bjórhátíð Ölverks í gróðurhúsum í Hveragerði. Pétur Pétursson, framleiðandi og eigandi mjólkurlíkjörsins Jöklu var kátur að vanda. Laufey Sif Lárusdóttir, einn eigenda Ölverks, sem stóð fyrir hátíðinni, telur niður í tónlistarveislu. Kombucha Iceland var góður fulltrúi hins áfengislausa, en þau buðu meðal annars upp á spirulinugos. Það var ekki bara bjór í boði. Ólafsson kynnti ginvöru sína og blandaði berjakokteil. Mjólkursamsalan bauð gestum að smakka bragðmikla osta, til dæmis gráðaost með súkkulaði. Kampakátir bruggarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.