Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 UTAN ÚR HEIMI Enorm Biofactory: Stærsta skordýraeldi á Norðurlöndum Rétt utan við Horsens á Jótlandi stefnir fóður- og matvælafyrirtækið Enorn Biofactory á að starfrækja stærstu skordýraeldisstöð á Norðurlöndum. Blaðamaður Bændablaðsins heimsóti stöðina síðastliðið sumar og fræddist um áformin og væntanlegar afurðir eldisstöðvarinnar. Í dag framleiðir Enorn milli 10 og 15 tonn af lirfum á viku en gangi áætlanir eftir mun fyrirtækið innan tíðar framleiða um 100 tonn af lirfum svartra herflugna af tegundinni Hermetia illucens á dag um mitt næsta ár. Með aukinni framleiðslu mun starfsmönnum fyrirtækisins fjölga úr 12 í 55. Lirfurnar eru þegar í dag þurrkaðar og notaðar sem fóður fyrir fiska, svín, alifugla og ýmiss konar gæludýr og meðal annars í hundafóður. Fóður og manneldi Stig Veis Jørgensen, markaðsstjóri Enorm, segir að þrátt fyrir að áform fyrirtækisins séu stór í sniðum hafi lengi verið talað um skordýraeldi í háði og sem eins konar brandari. „Við hjá Enorm erum á öðru máli og sannfærð um að eldið eigi framtíðina fyrir sér. Til að byrja með einbeitum við okkur að afurðum til fóðurframleiðslu en ég er viss um að skordýraprótein verði notað til manneldis eftir nokkur ár.“ Samkvæmt yfirlýsingu Enorm er stefna fyrirtækisins að vinna að og hjálpa til við að tryggja fæðuöryggi fólks í framtíðinni og á sama tíma að ofnýta ekki náttúruauðlundir jarðar né menga að óþörfu. Éta úrgang frá matvælaiðnaði „Eftir að eldið og verksmiðjan því tengdu er komið á fullt komum við til með að framleiða um 100 tonn af lirfum á dag. Lirfurnar lifa mestmegnis á úrgangi frá matvælaiðnaði og jafnvel matarafgöngum frá heimilum. Flugurnar eru því ekki matvondar og því auðvelt að fá fóður handa þeim.“ Jørgensen segir að þrátt fyrir að lirfurnar séu ekki kreðsnar á fóður verði að gæta þess að gefa þeim ekki hvaða sem er. „Það mega til dæmis ekki finnast leifar af skordýraeitri í fæðunni því það getur drepið flugurnar.“ Flugurnar nýta fæðuna vel og að jafnaði fást níu kíló af lirfum úr tíu kílóum af fóðri. Verpa frá 700 til 1.200 eggjum Svartar herflugur eins og Danirnir ala eru að meðaltali 16 millimetrar á lengd, svartar að lit með lítils háttar gljáa. Hausinn er hlutfallslega stór, augun vel þroskuð og fálmararnir langir. Kvenflugur verpa frá 700 til 1.200 eggjum í sérhönnuð varphólf í eldinu og klekjast eggin út á fjórum dögum. Við klak eru lirfurnar um einn millimetri að lengd. Þær vaxa hægt fyrstu dagana en taka svo vaxtarkipp og ná réttri stærð til áframvinnslu á 17 dögum. Líftími flugnanna frá varpi er milli 45 til 60 dagar og fullorðnar herflugur drepast fljótlega eftir varp. Flugurnar þurfa ekki mikið rými og eldið felst aðallega í að sjá flugunum fyrir æti og halda á þeim réttu hita-, raka- og birtustigi. Aðspurður sagði Jørgensen að miðað við núverandi hitastig í Danmörku myndu flugurnar ekki lifa utandyra og því ekki hætta á að þær yrðu plága í landinu. Framleiðsluferlið Í grófum dráttum er framleiðsluferlið hjá Enorn á þann veg að flugurnar lifa í búrum þar sem þær para sig og verpa í varphólf. Varphólfin eru flutt í ræktunarhús með vaxtarbásum þar sem eggin klekjast út og lirfurnar fara í eldi. Eftir að lirfurnar hafa ná kjörstærð eru þær þurrkaðar og pressaðar og malaðar í duft sem er gerilsneytt og unnið í prótein og trefjar. Auk þess sem unnin er olía úr þeim. /VH HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Lirfur í æti. Svartar herflugur eins og Danirnir ala eru að meðaltali 16 millimetrar á lengd. Myndir / VH Stig Veis Jørgensen, markaðsstjóri Skog A/S sem á Enorm. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út fyrir nokkrum árum að áratugur fjölskyldubúskapar skyldi vera frá 2019-2028. Markmiðið með því er að varpa ljósi á hvað það þýðir að stunda fjölskyldubúskap í heimi sem breytist hratt og sýna fram á mikilvægt hlutverk þess konar búskapar. Litið er á átakið sem lið Sameinuðu þjóðanna í að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum. Um 80% af þeim mat sem við neytum veltur á vinnu fjölskyldubúa um allan heim og því eru þessi bú í lykilstöðu til að eyða hungri og að móta framtíð matvæla. Fjölskyldubúskapur býður upp á einstakt tækifæri til að tryggja fæðuöryggi, bæta lífskjör, fara betur með náttúruauðlindir, vernda umhverfið og ná fram sjálfbærri þróun, sérstaklega í dreifbýli. Fjölskyldubúskapur er í lykilstöðu til að gera matvælakerfi á hverju svæði sjálfbærari, en til þess þurfa stjórnvöld að styðja bændurna í að minnka matarsóun og að stjórna betur náttúruauðlindum. Ákall Sameinuðu þjóðanna er að til að auka vægi fjölskyldubúskapar og til að stuðla að nýliðun þurfi bændur að hafa aðgang að innviðum, tækni, nýsköpun og mörkuðum. /ehg Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar Svartar herflugur og lirfur. Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkraínu hafa valdið óstöðugleika og óvissu um framtíðina á alþjóðlegum mörkuðum, fyrir bændur en einnig fyrir neytendur. Alþjóðasamtök bænda (WFO) hafa vegna þessa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau benda á að lausnin við þessu ástandi sé meiri landbúnaður því bændur séu kjarninn í sjálfbærum matvælakerfum. Að mati alþjóðasamtakanna ætti leiðin fram á við að varðast af fjölbreytileika landbúnaðar og matvælakerfa sem eru gagnsæ og full nýsköpunar. Samtökin mótmæla því að oft og tíðum er það á fárra höndum, oft og tíðum aðila sem eru ótengdir landbúnaðar- og dreifbýlisheiminum að segja til um reglurnar og gefa til kynna hvaða stefnu skuli fara. Matur sé svo margt, landsvæði, náttúra, menning, heilsa, fjölbreytileiki og það sé ástríðu og umhyggju bænda fyrir umhverfinu að þakka. Áhersla samtakanna er að slá á þau neikvæðu áhrif sem sérstaklega búfjárgeirinn hefur fengið á sig undanfarin ár þar sem hann er ranglega stimplaður að mati samtakanna, í umræðunni um að skipta út dýrapróteinum fyrir matvæli sem ræktuð eru á rannsóknarstofum. Að mati samtakanna er sú tegund ræktunar ógn við umhverfis- og matvælafullveldi ásamt lýðræði landa. Náttúra og ræktun dýra hefur nú þegar leyst mörg af þeim málum sem tilbúin matvæli þykjast leysa hvað varðar sjálfbærni, þar á meðal orku, hreinlæti, æxlun frumna og vaxtarþætti. Bændur og ræktendur um allan heim taka þátt í að bæta sjálfbærni framleiðslunnar, til hagsbóta fyrir umhverfið og til að svara kröfum samfélagsins. Tilraunaræktuð matvæli leysi ekki vandamálið við að auka sjálfbærni matvælaframleiðslu vegna mikillar orkuþarfar sem þarf í rannsóknarferlinu. Á þessum forsendum segir WFO nei við öllum tilraunum til að skipta út matvælum fyrir þau sem gerð eru á tilraunastofum í stað hjá bændum sem rækta landið. Eða eins og Theo De Jager, forseti WFO, orðaði það í yfirlýsingu frá samtökunum: „Bændur þurfa frið, en þar að auki þarf friður á bændum að halda.“ /ehg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.