Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 FRÉTTIR Matvælasjóður: Innlend fóðurframleiðsla með jarðvarma í bígerð – Skoða möguleika fyrir graskögglaverksmiðju í Þingeyjarsýslum Nokkurrar verðmætasköpunar má vænta ef af graskögglaverksmiðjunni verður. Á dögunum hlaut Fjárfest­ ingarfélag Þingeyinga 14 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til að þróa framleiðslu á graskögglum með aðstoð jarðvarma. Með verkefninu verður lagður grunnur að fóðurframleiðslu úr íslensku grasi og öðrum afurðum innlendrar ræktunar. Ef vel tekst til mun það styrkja fóðurkeðju í landbúnaði og rekstrargrundvöll bænda auk þess að minnka kolefnisspor og bæta fæðuöryggi. Ísland er gott grasræktarland og íslenskur landbúnaður byggir að miklu leyti á grasnytjum, beit og öflun heyja fyrir búfé. Víða um land eru vannýtt ræktarlönd og búskaparhættir hafa breyst þannig að nokkuð er um að ræktarlönd séu að fara í órækt vegna vanhirðu. Graskögglaverksmiðjur fyrr á tímum Hugmyndin að grasköggla- framleiðslu eru ekki nýjar af nálinni, en um tíma voru slíkar verksmiðjur starfræktar hér á landi. Þetta voru gjarnan færanlegar starfsstöðvar drifnar af jarðefnaeldsneyti og hráefnið stundum orðið gamalt og hrakið. Þurrkun á heyi er alls ekki nýtt vandamál í íslenskum heyskap og sennilega stærsti áhrifaþátturinn í endanlegum gæðum uppskeru ræktarlanda hérlendis. Þegar rúlluvæðingin og pökkun í plast hóf innreið sína töldu menn jafnvel að þetta vandamál væri úr sögunni og aðferðir og þróun þurrkunar lagðist að mestu leyti af. Með aukinni umræðu um búháttabreytingar, loftslagsmál og kolefnisspor eru hins vegar blikur á lofti. Verkefni þetta er ætlað að kanna raunhæfa möguleika þess að framleiða hér fóður úr íslensku heyi og öðrum hráefnum sem þurrkað er með glatvarma frá jarðhita. „Í ljósi loftslagsbreytinga og allrar umræðu um kolefnis- mál eru hugmyndir um innan- landsframleiðslu á fóðri aftur komnar á dagskrá og í raun mjög viðeigandi. Hráefnin eru til í landinu að einhverju leyti og varla á það að vera lögmál að að flytja þurfi inn öll íblöndunarefni í fóður til að viðhalda landbúnaðarframleiðslu. Í Þingeyjarsýslum er mikið af afgangsjarðhita og það er kærkomið að nýta hann til að bæta fóðurgæði,“ segir Pétur Snæbjörnsson hjá Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf., en verkefnið er unnið að frumkvæði Búnaðarsambands Þingeyinga og er Fjárfestingarfélagið er bakhjarl þess. Fyrstu skref verkefnisins, nú þegar fjármögnun þess er tryggð, er að ganga frá samningum við samstarfsaðila þess og kortleggja möguleikana. Í því felst að greina hvað sé til af landi til ræktunar, hver sé eftirspurnin og hvaða gæði eru í boði í því fóðri sem hægt er að framleiða. Að verkefninu koma verkfræðingar, bændur, fóðurfræðingar og stofnanir á borð við LbhÍ, KEA svf. og Eflu verkfræðistofu. Efla sveitirnar innan frá Nú þegar hefur verið framkvæmd forkönnun og gagnaöflun langt á vel komin. „Næst þarf að kanna aðgang að landi, aðgang að orku, flutningsleiðir og hvaða efni eru til og hægt að nota í fóður,“ segir Pétur. Þá verður kannaður fýsileiki þess að byggja verksmiðju á starfssvæði BSSÞ og Fjárfestingarfélagsins til að hefja þá starfsemi sem hér um ræðir. Byggir framleiðslan á samvinnu við bændur og aðra landeigendur á svæðinu sem ráða yfir van- eða ónýttu ræktunarlandi því verksmiðjunni er ætlað að leigja lönd sem ræktuð yrðu kerfisbundið til grasframleiðslu. „Þannig eflast sveitirnar af því sem þær eru sterkastar í með aukinni verðmætasköpun úr þeim auðlindum sem til ráðstöfunar eru á hverjum stað. Í þessu gætu falist ákveðnar búháttabreytingar að því leyti að bændur gætu leigt ræktarlönd sín til slíkrar framleiðslu og keypt í staðinn hágæðafóður, sem þeir fá launaða vinnu við að framleiða. Þá eru ótaldir möguleikar þeirra landeigenda sem ekki stunda búskap en ráða yfir ræktarlöndum að skapa sér verðmæti,“ segir Pétur. Fjárfesta í því sem bændur kunna og nota Grasið verður slegið, hirt og þurrkað við jarðhita. Síðan yrði það kögglað í hámarksfóðurgæðum. Pétur bendir á að aðferðir þurrkunar til að viðhalda næringu og gæðum vöru er algeng í sjávarútvegi en hefur hins vegar ekki náð að sama marki inn í landbúnað. Ef vel tekst til mun verkefnið leiða í ljós hvort starfsemi graskögglaverksmiðju yrði arðbær og fýsileg til bættrar afkomu í íslenskum landbúnaði og til styrkingar byggðar víða um land. „Draumastaðan er að hafa prótótýpu næsta sumar og taka svo ákvörðun um framhaldið miðað við niðurstöður fýsileikakannana og eftirspurn á markaði. Við viljum fjárfesta í því sem bændur þekkja og kunna á til að framleiða vörur sem þeir þurfa að nota.“ /ghp Pétur Snæbjörnsson hjá Fjárfestingar- félagi Þingeyinga hf. Verksmiðjan gæti leitt af sér ákveðnar búháttabreytingar í nágrenninu að því leyti að bændur gætu leigt ræktarlönd sín til heyöflunar. Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hefur verið settur í hóp reyndra nauta í dreifingu af fagráði í nautgriparækt. Óberón er undan Úranusi 10081 og Mósaik 1036 Skalladóttur 11023. „Aðrar breytingar voru ekki gerðar á reyndum nautum í notkun. Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða óbreyttir að öðru leyti en því að Jötunn 17026 fellur út og í hans stað kemur Herkir 16069 inn sem nautsfaðir. Óberon 17046 kemur til dreifingar við næstu áfyllingar í kútum frjótækna eða á næstu vikum,“ segir á vef Nautastöðvarinnar. Á vefsíðu hennar, nautaskra.is, má finna lista yfir naut í notkun. /ghp Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum. Mynd / Nautastöðin Nýtt á lista reyndra nauta Jón Gunnþór Þorsteinsson, bóndi á bænum Syðri-Velli í Flóahreppi, á forystusauðina Greifa (t.v.) og Höfða (t.h.). Eins og sjá má eru horn þeirra einstaklega glæsileg, ekki síst á Höfða sem er vaninhyrndur. „Ég vandi þau að gömlum sið með hertri nautshúð, það virkar mjög vel, ég vildi ekki nota vír. Það strekkist á húðinni þegar hún þornar og þannig verður strekkingin sjálfvirk. Húðin sem ég notaðist við er rúmlega 20 ára gömul og reynist einstaklega vel í svona verkefni. Þetta er toppurinn í bransanum ef gera skal sauð vaninhyrndan,“ segir Jón Gunnþór. Á Syðri-Velli eru um 100 fjár og þar er líka myndarlegt kúabú. /MHH Vaninhyrndur forystusauður Slökkvirörið frá Scotty FireFighter inniheldur 15 cm langt kvoðuhylki í föstu formi. Einfalt í notkun; tengist við garðslöngur og stærri slöngur. Lausnin er umhverfisvæn. Við stöðugt rennsli á 4,5 börum dugar hleðslan í 60 mín. Hentar mjög vel við 2,5 til 5,9 bör. Fyrir bændur, sumarhús, slökkvilið og hvern þann sem þarf að hafa góðan búnað við hendina. Skutull ehf. S. 773-3131 & 842-1314 Skutull ehf. S. 517-9991 & 842-1314 Tinger Armor Eigum til á lager þessi frábæru farartæki, se henta nánast við allar aðstæður.t.d Landbúnað-björg n r veit r- slökkvilið-línuviðgerðir á hálendinu-verktakar ofl. Góð burðargeta-skráður fyrir 6 á landi en 4 á vatni. Mjög hagstæð verð. Mynd / Nautastöðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.