Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 LÍF&STARF Eimverk stefnir að því að tífalda framleiðslu sína á viskíi og öðrum sterkum vínum á næstu tíu árum. Samhliða aukningunni ætlar fyrirtækið að tífalda ræktun á byggi. Auk þess sem það stundar tilraunaræktun á kúmeni. Eva María Sigurbjörnsdóttir, fram- leiðslustjóri Eimverks, segir að hugmyndin sé að tífalda framleiðsluna af hreinum spíra á næstu tíu árum. „Það er nógur markaður fyrir vörunni og nóg til af landi til að auka ræktun á því byggi sem þarf til framleiðslunnar.“ Hámarksframleiðsla Að sögn Evu ræktar fyrirtækið sjálft allt sitt bygg. „Í dag erum við að nota í kringum 100 tonn af byggi til að framleiða 40 þúsund lítra af hreinum spíra. Við þurfum því að auka ræktunina tífalt á næstu tíu árum til að ná markmiðinu um að auka framleiðsluna tífalt eða í þúsund tonn.“ Eimverk var stofnað árið 2009 og fyrstu vörur þess fóru á markað fjórum árum seinna. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður og nú er svo komið að það hefur náð hámarksframleiðslu með núverandi tækjabúnaði. Markaður um allan heim „Til þess að áformin gangi eftir þurfum við að bæta við okkur tækjum þar sem við erum í dag komin í hámarksframleiðslu með þeim tækjum sem við eigum. Næsta skref er að kaupa stærri kopareimingar- tæki og bæta framleiðsluferlana hjá okkur og skella okkur í að auka framleiðsluna.“ Eva María segir að í dag selji fyrirtækið yfir 90% framleiðslunnar erlendis. „Stærsti markaðurinn okkar er í Evrópu og sérstaklega í Þýskalandi en við erum líka að selja til Kína, Japan og Ástralíu. Við höfum verið róleg við að koma okkur á Bandaríkjamarkað þar sem við höfum einfaldlega ekki getað framleitt nóg til að sinna þeim markaði.“ Tíföld ræktun á byggi Eimverk á jörðina Bjálmholt í Holtum sem er 270 hektarar að stærð. „Jörðin hentar ekki öll til byggræktar þar sem hún er mikið mýrlendi. Við leigjum Akra af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að hafa aðgang að sendnum jarðvegi á móti mýrarjarðveginum í Bjálmholti og svo höfum við einnig aðgang að landi við Læk í Rangárþingi ytra. Ástæðan fyrir því að við viljum dreifa ræktuninni er til að draga úr áhættunni, því ef það eru þurr sumur virkar mýrarjarðvegurinn vel en í blautum sumrum er betra að rækta í sandi. Þegar ræktunin hefur gengið best hjá okkur erum við að fá 125 tonn af 30 hekturum þannig að við erum að tala um bygg af tæpum 300 hekturum til framleiðslunnar. Auk þess sem við höfum keypt bygg frá Sandhóli og Þorvaldseyri.“ Eimverk kaupir vinnu við þreskingu byggsins en þurrkar það sjálft sem gengur fyrir heitu vatni auk þess sem fyrirtækið á eigin hreinsara og flokkara. Tilraunaverkefni í kúmenrækt Eva María segir að auk þess að rækta bygg sé Eimverk með tilraunaverkefni í ræktun á kúmeni. „Í ár fengum við um 700 kíló af óhreinsuðu kúmeni en á síðasta ári töpuðum við allri uppskerunni í vonskuveðri og fræin dreifðust allt í kringum akurinn og ekki itt einasta fræ eftir sem við gátum nýtt.“ Upprunalega fræið í tilrauna- ræktunina tíndi Eva úti í Viðey á Kollafirði í Faxaflóa þar sem það vex villt eftir að það smitaðist út eftir að Skúli fógeti flutti það þangað til ræktunar. Auk þess sem Eimverk hefur notast við finnskt yrki í tilrauninni. „Byggið sem við notum er allt íslenskt og grunnurinn að öllum spíranum sem við framleiðum en við notum kúmenið í brennivínið.“ /VH Bjálmholt í Holtum. Myndir / Eimverk Eimverk Distillery: Tífalda fram- leiðsluna á 10 árum Næsta skref er að kaupa stærri kopareimingartæki og bæta framleiðsluferlana. Eva María Sigurbjörnsdóttir, framleiðslustjóri Eimverks. Rúlluvél af gerðinni Claas Rollant 44 var nýlega flutt á Landbúnaðarsafnið til varðveislu. Sú rúlluvél var tekin í notkun í lok sumars árið 1982 í Nesi í Reykholtsdal af feðgunum Bjarna Guðráðssyni og Sigurði Bjarnasyni. Þetta eintak er fyrsta rúlluvélin sem tekin var í búvélaprófanir á Hvanneyri og önnur af tveimur fyrstu Claas rúlluvélum landsins. Umboðið fyrir Claas landbúnaðartæki var hjá Dráttar- vélum hf., sem var dótturfyrirtæki SÍS. Gunnar Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf., man vel eftir því þegar Bjarni kom á skrifstofuna til sín með eintak af Norsk landbruk undir hendinni veturinn 1981- 1982. Í því blaði voru myndir af nýrri vél sem hafði reynst vel erlendis til að binda hey í rúllubagga og óskaði hann eftir því að Dráttarvélar hf. myndu útvega honum eina slíka. Gunnar varð við þeirri ósk og í ágúst árið 1982 var rúlluvél komin í notkun í Nesi. Þessi tiltekna vél var þó ekki fyrsta rúlluvélin á landinu, en í byrjun sumars sama ár höfðu nokkrar vélar (líklegast tvær eða þrjár) af gerðinni Krone farið til íslenskra bænda. Sú saga verður tekin fyrir síðar. Afraksturinn tryggari Gunnar segir að með þessum vélum og með rúllupökkuninni hafi orðið bylting í fóðurverkun hér, bæði er varðar magn og gæði. Um langt árabil höfðu bændur glímt við verkun heyja í alls konar turnum og gryfjum með misgóðum árangri. Því gátu oft fylgt vandamál – ef ekki tókst að fergja almennilega og loka fyrir aðgang súrefnis gat myndast hin fúla smjörsýrugerjun. „Því fylgdi vond lykt sem smaug í gegnum merg og bein og í sparifötin sem menn notuðu á laugardagsballinu. Þetta breyttist allt með rúllutækninni og líf elskenda fór að lagast í sveitunum,“ segir Gunnar, sem um árabil spilaði á sveitaböllum. Við verkun rúllubagga hafi afraksturinn verið miklu tryggari samanborið við þær aðferðir sem áður voru notaðar. Sigurður Bjarnason segir vel hafi gengið að tileinka sér þessa tækni þar sem notkun rúlluvélarinnar úti á túni svipaði til vinnulags við notkun á sjálfhleðsluvagni. „Það var spennandi að taka þátt í þessari þróun og breyta heyskaparaðferðum til hins betra.“ Eftir þetta komu rúllurnar alfarið í staðinn fyrir votheyið á bænum, en laust þurrhey var áfram verkað samhliða. Settar í poka Á þessum árum áttu bændur hvorki rúllugreipar né plastpökkunarvélar eins og notaðar eru í dag, því hafi meðhöndlun rúllubagganna krafist öðruvísi vinnulags en tíðkast núna. Þegar búið var að binda baggana úti á túni þurfti að flytja þá heim sem fyrst og setja þá í þar til gerða plastpoka um leið og þeim var staflað í stæðu. Í Nesi var flatgryfjan notuð sem geymslustaður. Pökkunin gat verið þriggja manna verk, þar sem einn var á traktor og lyfti rúllunum með sérútbúnum tindi á ámoksturstækjunum og keyrði inn í hlöðu. Síðan voru tveir sem settu pokann yfir og bundu fyrir með teygjum útbúnum úr dekkjaslöngum. Rúllunum var staflað í þrjár til fjórar hæðir og voru ekki hreyfðar fyrr en kom að því að gefa þær. Þegar rúllurnar voru meðhöndlaðar fyrir gjafir að vetrinum var þeim lyft með sérstöku spjóti sem hengt var í rafmagnstalíu á hlaupaketti. Þar sem pokarnir voru gjarnan notaðir oftar en einu sinni þurfti að byrja á að leysa teygjuna áður en þeim var lyft og sekkurinn tekinn af. Kippur fylgdi plastpökkunarvélunum „Fyrstu árin voru menn spenntir fyrir þessu og ég var í tvö-þrjú ár að rúlla fyrir aðra bændur þangað til þeir voru búnir að fá sér rúlluvél sjálfir,“ segir Sigurður. Eftir fjögur ár var tæknin orðin útbreidd í sveitinni kringum hann. Þegar plastpökkunarvélar komu fram á sjónarsviðið kom mikill kippur í rúlluvæðinguna þar sem meðhöndlunin varð talsvert auðveldari. Rúlluvélin í Nesi var notuð þangað til Bjarni hætti í búskap árið 2001. Sigurður segir að vélin hafi verið áreiðanleg þar sem gangverkið var tiltölulega einfalt. Einstaka sinnum skemmdust legur, en að öðru leyti gekk notkunin klakklaust fyrir sig. /ÁL Árdagar rúlluverkunar Ein af fyrstu rúlluvélum landsins hefur verið flutt á Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri til varðveislu. Þessi vél er af gerðinni Claas Rollant 44 og var í notkun í Nesi í Reykholtsdal frá 1982 fram yfir aldamót. Mynd / ÁL Mynd sem birtist í Frey 1. júní 1983 Mynd / timarit.is SAGA VÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.