Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Á Signýjarstöðum í Hálsasveit tóku ungu hjónin Birna Rún Ragnarsdóttir og Arnþór Páls­ son við fjölskyldubúi þess síðarnefnda. Þar er kúabú með nálægt 65 mjólkandi kúm og 25 kindum. Í vor stukku þau á óvænt tækifæri þegar nágrannajörðin Refsstaðir fór á sölu. Með þeim kaupum hefur búreksturinn nærri þrefaldast og mjólkurkýrnar orðnar 144 eftir sameiningu. Þó þau segjast aldrei hafa dreymt um að verða svona stórir bændur þá segja hjónin að allur rekstur hafi orðið auðveldari með þessum breytingum. Arnþór er uppalinn á Signýjar- stöðum og Birna Rún er frá Akranesi. Fyrir nokkrum árum ákváðu þau að taka við býlinu af Páli Herberti Jónassyni og Svandísi Ástu Þorsteinsdóttur, foreldrum Arnþórs. „Ég vildi leyfa pabba að klára að vera í búskap eins lengi og hann vildi,“ segir Arnþór, en í sjö ár áður ráku ungu hjónin hótelið í Reykholti. Þegar Arnþór lofaði pabba sínum að hann tæki við, ákvað Páll að halda áfram að fjárfesta í búinu og bæta aðstöðuna. Í því fólst meðal annars að setja upp mjaltaþjón. Voru tilbúin þegar kallið kom Þar sem báðir aðilar voru búnir að undirbúa sig fyrir kynslóðaskipti í nokkur ár, gátu Arnþór og Birna stokkið til árið 2020 þegar Páll varð á tímabili heilsulítill. Þau sögðu upp störfum sínum og hófu búskap á Signýjarstöðum. Þar með gat Páll, sem var að nálgast sjötugt, tekið því rólega. „Hann er samt enn þá á fullu í búrekstrinum,“ segir Arnþór. „Það var mun auðveldara líf að vera hótelstjóri en bóndi, peningalega séð. Í Reykholti vorum við í íbúð á vegum Íslandshótela og við lifðum mjög þægilegu lífi. Við hefðum getað gert nákvæmlega það sem við vildum. Ef við hefðum viljað kaupa okkur bíl þá hefðum við nánast getað gert það án mikillar umhugsunar,“ segir Arnþór. Þau vildu hins vegar gerast bændur og var ákvörðunin auðveld þegar kallið kom. Vinnutími ekki allt Þó svo að vinnutíminn sé ekki frá klukkan átta til fjögur þegar starfað er við landbúnað þá er það ekki allt. Búskapur krefst mikillar viðveru en samt segjast Arnþór og Birna hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldunni og öðrum hugðarefnum. „Okkur líður miklu betur andlega sem bændur en yfirmenn á hótelinu. Ef þig langar til að verða bóndi þá skaltu stökkva á það og láta dæmið ganga upp,“ segir Arnþór. „Ég er alinn upp í sveit og ég vil gefa börnunum mínum tækifæri á að alast líka upp í sveit. Mér finnst það viss lúxus að starfa við að umgangast skepnur.“ Arnþór myndi ekki velja annað, jafnvel þótt honum væru boðin tíföld laun. „Okkur hefur sjaldan liðið jafn vel og eftir að við urðum bændur.“ Lítill kvóti – þungur rekstur Fjármögnunarhliðin er eitt erfiðasta skrefið þegar ungt fólk er að fara í landbúnað. Sem bændur þurfi þau að hugsa miklu betur um peninginn og allar fjárfestingar krefjist mikillar yfirlegu. Með búið á Signýjarstöðum eitt og sér var reksturinn nokkuð þungur, sérstaklega þar sem þau vantaði kvóta. Þrátt fyrir að hafa reynt að láta kýrnar mjólka sem minnst gátu þau lent í því að vera búin með framleiðsluréttinn í október. Þar með drógust tekjurnar saman síðustu mánuði ársins og róðurinn þyngdist. Eins og kvótamarkaðurinn er núna er erfitt að komast yfir greiðslumark og sáu þau fram á að vera með of lítinn kvóta næstu árin. Fjósið á Signýjarstöðum er orðið gamalt og er búið að byggja oft við það. Elsti hluti fjóssins er frá sjötta áratugnum og hefur verið byggt við það oft síðan þá. LÍF&STARF bondi@byko.is Stöðluð stálgrindarhús Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu-og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsin eru klædd 60mm PIR yleiningum á veggi og 80/125mm yleiningum á þök. Mögulegt er að velja liti á klæðningarnar. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Einnig fylgir keyrsluhurð, einn gluggi og tvær gönguhurðir. Reyklosunargluggar eru á þaki sem hleypa inn birtu. á hagstæðu verði Borgarfjörður: Rekstur auðveldari á stærra búi – Þrátt fyrir meiri skuldsetningu eru fjárhagsáhyggjur minni, segja ungir bændur á Signýjarstöðum og Refsstöðum Unga fjölskyldan á Signýjarstöðum. Arnþór Pálsson, fæddur 1986, og Birna Rún Ragnarsdóttir, fædd 1989, ásamt börnum sínum, Ragnari Páli, fimm ára og Rúnari Inga, þriggja mánaða. Myndir / ÁL Á Signýjarstöðum var kúabú með 65 kúm. Í vor sameinaðist það Refsstöðum þar sem voru í kringum 90 kýr. Eftir sameininguna er þetta orðið með stærri búum og framleiðslurétturinn nálægt 750 þúsund lítrum. Fjósið á Refsstöðum er nýlegt, byggt samkvæmt öllum nútímakröfum og með tvo mjaltaþjóna. Okkur hefur sjaldan liðið jafn vel og eftir að við urðum bændur ...“ Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is - Framhald handan blaðaukans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.