Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2022 Síðustu árin hafa fleiri og fleiri fyrirtæki lagt áherslu á að auka enn frekar á sjálfvirknina við kúabúskap og hafa orðið stórstígar framfarir við margs konar sjálfvirkt eftirlit með gripunum s.s. sjálfvirkar mælingar á hreyfingu gripa, meltingu eða mögulegum veikindum og hafa þessi kerfi fyrst og fremst verið hönnuð fyrir fullorðna gripi, þ.e. mjólkurkýr. Í dag bjóðast þó lausnir sem eru sérhæfðar fyrir uppeldi og eftirlit með smákálfum og eru sumar þeirra einkar áhugaverðar. Eftirlit mikilvægt Allir sem halda kýr vita að ef smákálfaeldið heppnast ekki fullkomlega þá er afar ólíklegt að viðkomandi gripur verði afurðamikill þegar á fullorðinsár kemur. Til þess að ná þessum árangri þarf að gefa smákálfum svo til fullkomið atlæti, umhirðu og meðferð en það er tímafrekt og kostnaðarsamt. Umhirða og eftirlit með smákálfum er því upplagt ferli sem ætti að nýta tækni við og í dag bjóðast bændum margar og mismunandi leiðir til þess að ná góðum árangri. Segja má að nánast sé enginn skortur á tækni sem getur safnað margvíslegum gögnum tengdum smákálfunum en hvort öll þau gögn séu nýtanleg eða skapi verðmæti fyrir kúabóndann er aftur á móti spurning. Skynjarar fóstrukerfisins Líklega eru fóstrur algengasta sjálfvirka kerfið sem er notað hér á landi þegar smákálfar eru annars vegar, þ.e. sjálfvirk mjólkurgjöf til kálfa. Undanfarin ár hefur tæknin sem notuð er við stjórn á fóstrum tekið miklum framförum frá því að vera einungis gjafakerfi á mjólk yfir í það að vakta í raun kálfana og atferli þeirra. Þannig geta tölvukerfi sumra kerfa í dag látið bændur vita ef kálfar hafa ekki fengið sér sopa eða eru með mælanlegt atferli sem er frábrugðið hefðbundnu atferli. Þetta byggir á samspili mælinga á fóðrunartímum og jafnvel á legu kálfanna. Þá geta gögn um drykkjaratferli svo sem fáar heimsóknir í fóstru eða stuttar drykkjarlotur bent til þess að kálfurinn sé mögulega að verða veikur. Enn fremur geta mjög margar og ítrekaðar tilraunir kálfa til þess að fá að drekka bent til þess að mjólkurmagnið sé mögulega af of skornum skammti miðað við getu kálfsins, en fái kálfurinn ekki það magn sem hann getur torgað geta bændur verið að fara á mis við mögulega þyngdar- aukningu kálfsins. Upplýst hálsbönd Í dag er einnig hægt að fá sérstök ljós á hálsbönd kálfanna sem lýsa upp ef tölvukerfið telur að viðkomandi kálfur þurfi á sérstakri athygli að halda. Þetta getur t.d. verið vegna þess að hann hefur hreyft sig óeðlilega lítið síðasta sólarhringinn eða hefur ekki drukkið nóg. Svona kerfi geta verið einkar handhæg á kúabúum þar sem smákálfarnir eru margir og þar sem einstaklingarnir falla í hópinn. Hröðunarskynjarar Margir kúabændur nota í dag svokallaða hröðunarskynjara sem langoftast eru notaðir á kýr og mæla þá hreyfingar þeirra og gefa upplýsingar um ástand kúnna. Svona skynjara má einnig fá í dag á smákálfa en hreyfing þeirra, og þá sérstaklega hraði hreyfingar, gefur góðar upplýsingar um væntanlegt heilsufar. Þannig geta gögnin t.d. sýnt að kálfur sem liggur lengi en í fáum legulotum sé heilsulaus. Fleiri möguleikar En það eru fleiri möguleikar sem standa bændum til boða í dag til að fylgjast með því hvernig smákálfunum vegnar. Þannig eru m.a. til skynjarar sem mæla hitastig þeirra, jórtrun og hjartslátt og geta þá látið strax vita ef eitthvað bendir til þess að heilsu kálfsins sé að hraka. Þetta eru mikilvæg gögn enda er þekkt að því fyrr sem brugðist er við, því meiri líkur eru á því að hægt sé að ná skjótum bata og kálfurinn getur því mögulega náð að þroskast vel og verða afurðasamur gripur þegar frá líður. Að sama skapi er þekkt að kálfar sem veikjast illa en ná síðar heilsu verða ólíklega afurðamiklir gripir, sem er meginskýringin á því að bregðast þarf hratt við. Kjarnfóðurátsmælar Einnig má benda á að verið er að þróa búnað, og mögulega þegar kominn á markað hjá einhverjum Á FAGLEGUM NÓTUM Grænmetisframleiðsla á sér bjarta framtíð hér á landi. Eins og staðan er núna þarf að auka ræktun íslensks grænmetis, bæði þess sem ræktað er í gróðurhúsum og á garðlöndum. Gæðin eru þekkt meðal neytenda og vitneskja um kosti þess að neyta innlendra matvæla umfram þeirra innfluttu er augljós. Dreifing grænmetisins til verslana hefur að miklu leyti verið á höndum nokkurra heildsala sem sækja vöruna til framleiðanda og koma henni í verslanir eins fljótt og hægt er. Dreifingaraðilarnir sjá þá um alla vinnuþætti að lokinni framleiðslunni sjálfri, t.d. innheimtu og umbúðamál. Á síðustu árum hafa í auknum mæli þróast nokkrar nýstárlegar leiðir og áhersla verið lögð á dreifingu beint til neytenda. Netverslun með grænmeti Nokkrir framleiðendur hafa komið sinni vöru á framfæri á netinu, bæði í gegnum eigin heimasíður eða með tilstilli netfyrirtækja sem sinna dreifingu á afurðum bænda. Oftast er þá boðið upp á að varan sé sótt á tiltekna staði á fyrirfram ákveðnum tímum eða jafnvel heimakstur. Þetta er nýlunda sem hefur verið vel tekið. Sumar netsölur selja aðeins eigin afurðir en aðrar taka til dreifingar vörur frá nokkrum framleiðendum og einnig erlenda vöru, einkum þá í lífræna geiranum. Nefna má fyrirtækin Matland, Vallanes, Austurland Food Coop og Frú Laugu sem dæmi um netsölu með þessum hætti. Sambærileg netverslun færist einnig í aukana í kjötvörum og öðrum matvælum. Heimasala Líklega stunda flestir smærri ræktendur heimasölu afurða sinna í nokkrum mæli og sumir að mestu leyti. Heimasala hefur raunar verið stunduð allt frá því að markaðsframleiðsla hófst fyrir einni öld eða svo. Nokkrir nýta sér fleiri dreifileiðir, t.d. þjóna þeir ákveðnum verslunum, veitinga- húsum og öðrum stærri notendum og eru þá í beinu sambandi við dreifingaraðilana. Þannig geta þeir sinnt neytendum sem best og jafnvel sérframleitt grænmeti sem væri vandkvæðum bundið að framleiða án fyrirfram umsaminnar dreifingar. Smáframleiðendur matvæla sýna hugvitssemi við úrvinnslu og dreifingu Samtakamáttur smáframleiðenda um allt land hefur leitt til þess að vara þeirra er nú sýnilegri og aðgengilegri en áður. Með náinni samvinnu, td. í gegnum Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM), hafa þeir náð að dreifa fersku grænmeti og öðrum ræktuðum afurðum til neytenda og einnig opnað fyrir nýjar leiðir í virðisaukningu á vörum sínum með úrvinnslu og sameiginlegri dreifingu. Samvinna þeirra hefur treyst rekstrargrundvöll fyrirtækjanna, aukið skilvirkni í rekstri þeirra og eflt þekkingarlegan grundvöll í framleiðslu, úrvinnslu og markaðssetningu. Nýjar tegundir í ræktun, smærri framleiðendur draga vagninn Smærri framleiðendur hafa oft nýtt sér þá leið að auka fjölbreytni í ræktun fremur en að beina allri athyglinni að einni eða fáum tegundum. Þar má sjá tegundir til sölu sem varla sjást í stórmörkuðum úr íslenskri ræktun, eins og radísur, næpur, toppkál, nýstárlegar grænkálstegundir, spírur og sprettur, hvítlauk, chilialdin í ólíkum styrkleikum, kryddjurtir og salattegundir, kúrbít, eggaldin og ertur svo dæmi séu tekin. Nú má sjá í verslunum hampte úr útiræktuðum íslenskum hampi sem ekki þekktist sem söluvara fyrir fáeinum árum. Á þann hátt hafa smærri ræktendur í gegnum tíðina með seiglunni opnað leiðir inn á almennan markað fyrir fáséðar tegundir sem síðar verða eftirsóttari. Það krefst þrautseigju að koma nýjum tegundum á markað en ánægjan er þeim mun meiri þegar því marki er náð að mæta kröfum og þörfum markaðarins. Ingólfur Guðnason. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Óhefðbundnar leiðir við dreifingu á íslensku grænmeti Íslenskt kál. Mynd / Myndasafn Bbl. Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Tækniframfarir í landbúnaði: Sjálfvirkt eftirlit með kálfum Í dag er algengt að kálfar fái mjólk að drekka í kálfafóstrum. Myndir / SEGES Ljós á hálsbandi kálfs getur auðveldað bændum að ná betri tökum á smákálfaeldinu. Það dylst væntanlega engum lesanda Bændablaðsins að tækninni í mjólkurframleiðslu hefur fleygt fram á undanförnum áratugum enda komnir rúmlega tveir áratugir síðan fyrstu alsjálfvirku mjaltaþjónarnir litu dagsins ljós og gerðu þar með mannshöndina nánast óþarfa við mjaltirnar. Fjólublátt blómkál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.