Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Á dögunum leit dagsins ljós skýrsla um nauðsynlegar birgðir til þess að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættutímum. Skýrslan var unnin af starfshópi forsætisráðherra, með vísan til stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum. Í skýrslunni er bent á að styrkja þurfi áfallaþol landsins með skipulagðri söfnun neyðarbirgða og að ábyrgðin hvíli jafnt á stjórnvöldum sem og sveitarfélögum. En samkvæmt almannavarnalögum ber að kanna áfallaþol samfélagsins með reglubundnu millibili og skipuleggja fyrirhuguð viðbrögð og aðgerðir, m.a. um stöðu birgða og jafnvel neyðarflutninga til og frá landi. Í skýrslunni er lagt til grundvallar að eftirtaldar birgðir þurfi að vera tiltækar til þess að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættustundu: • Matvæli og nauðsynleg aðföng til matvælaframleiðslu • Jarðefnaeldsneyti • Lyf, lækningatæki og hlífðarbúnaður • Viðhaldshlutir og þjónusta vegna mikilvægra innviða samfélagsins • Hreinlætisvörur og sæfivörur. Ekki eru til nein gildandi stjórnvaldsfyrirmæli um lágmarksbirgðir matvæla eða aðfanga til matvælaframleiðslu í landinu. Einhverjar birgðir eru þó til hjá framleiðendum en opinbert yfirlit um þær er þó ekki til staðar, nema hvað varðar birgðir innlendra kjötframleiðenda sem birtast á mælaborði landbúnaðarins mánaðarlega. Þá eiga heimilin almennt ekki neyðarbirgðir af matvælum þrátt fyrir að Landlæknir hafi gefið út á árinu 2020 lista yfir æskilegt birgðahald heimila í heimsfaraldri sem hluta af viðbragðsáætlun almannavarna. Tryggja þarf fullnægjandi birgðir af mjólkurvörum, kjöti, grænmeti, ávöxtum, kornvörum, kartöflum, fiski og öðrum geymsluþolnum matvörum. Sérstaklega þarf að tryggja eldsneyti og áburð en einnig fóður og sáðvöru. Þá skipta varahlutir, umbúðir og dýralyf miklu máli til að tryggja matvælaframleiðslu innanlands. Framboð og fólk Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar frá 2022 um mat á fæðuöryggi norrænna eyjasamfélaga er eigin matvælaframleiðsla Íslands metin 53% af neyslu landsmanna miðað við orkugildi. Við framleiðum nær allt kjöt, fisk og mjólk sjálf, aðeins 10% af grænmeti og ávöxtum (43% af grænmeti eingöngu) og ekki nema 1% af kornvörum. Þá hefur Hagstofan lagt mat á mannfjöldaálag eftir mánuðum á Íslandi, enda skiptir fjöldi einstaklinga á landinu á hverjum tíma máli við mat á umfangi nauðsynlegra birgða og stýringu þeirra. Vöxtur mannfjöldaspár skýrist af ferðamannastraumnum sem er hvað mestur yfir sumarmánuðina. Fólk mun samt halda áfram að flytjast búferlum, og samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofunnar verða íbúar landsins 461 þúsund árið 2069, sem mun koma til bæði vegna fólksflutninga og náttúrulegrar fjölgunar. Gangi spáin eftir verða helstu breytingar á aldurssamsetningu mannfjöldans þær að árið 2037 verður 20% mannfjöldans eldri en 65 ára og árið 2064 yfir 25%. Enn fremur verða þeir sem eru eldri en 65 ára fleiri en þeir sem eru 19 ára og yngri frá árinu 2053, sem er öfugt við það sem nú er. Fleiri störf í landbúnaði Svíar gera ráð fyrir að störfum í landbúnaði muni fjölga um 2% á hverju ári fram til ársins 2030, sem gera um 41.900 ný bein og óbein störf tengd landbúnaði. Á íslenskan mælikvarða gætu það verið 1.500 störf í landbúnaði á Íslandi. Álíka greining hefur ekki farið fram hér á landi en Samtök iðnaðarins hafa aftur á móti spáð því að árið 2050 verði um 250 þúsund manns starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Það þýðir að við þurfum að skapa 60.000 ný störf fram að þeim tíma, eða 40 ný störf í hverri einustu viku næstu 30 árin. Góð aðsókn er í Landbúnaðarháskóla Íslands og nemendum þar er að fjölga en betur má ef duga skal. Hið sama á við um starfsmenntanám garðyrkjunnar sem nú hefur verið fært yfir til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mikilvægt er að efla tengingu ungu kynslóðarinnar við landbúnað og um hvað verkefnið snýst, þar sem landbúnaður er að breytast mikið og verða mun tæknivæddari en áður var og veruleg eftirspurn er eftir ungu fólki í greinina sem tileinkar sér tækni og möguleika hennar til að gera framleiðsluna arðbærari og ekki síður að láta hana fylgja okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna. En betur má ef duga skal, því hvernig eflum við starfsmenntanám almennt í okkar frábæra landi? Lausnir í sjónmáli? Það er nú samt sem áður svo að við stöndum frammi fyrir þegar boðuðum niðurskurði á útgjöldum ríkissjóðs en þrátt fyrir hagvöxt síðustu ára hefur litlu verið bætt í nýliðunarstuðning til bænda. Nýliðunarstuðningurinn er veittur til fjárfestinga í búrekstri. Stuðningurinn getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingakostnaði á ári en framlög til einstakra nýliða getur ekki verið hærri en 9 millj. kr. í heildarstuðning. Skapa þarf svigrúm og koma einnig fram með tillögur sem fela í sér ívilnandi aðgerðir til að ýta undir fjölgun bænda, s.s. hlutfallslegri niðurfellingu námslána, með því að fjölga lánamöguleikum, s.s. með hlutdeildarlánum og ráðstöfun séreignarsparnaðar, koma á öflugri afleysingarþjónustu í samstarfi við VMST, kynna starfsskilyrði bænda og efla vitundarvakningu um mikilvægi starfa í landbúnaði í samstarfi við helstu hagsmunaaðila. Samkvæmt eigendastefnu ríkisins eru um 120 bújarðir í eigu ríkisins vel nýtanlegar til búrekstrar. Og í eigendastefnu ríkisins vegna jarða, landa og lóða segir að „mikilvægt sé að byggð haldist á sem flestum jörðum í sveitum landsins og að hentugar bújarðir í eigu ríkisins standi til boða til landbúnaðar eða annarrar atvinnustarfsemi.“ Það hlýtur því að vera lykillinn að hagnýta bújarðir í þágu byggðafestu og ungir bændur eru framtíðin. Allar aðgerðir til þess að stórefla nýliðun í landbúnaði og öðrum framleiðslugreinum hlýtur því að skipta máli og er stór áhrifaþáttur í fæðuöryggi þjóðar. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Silagangur og sprettur Ungum hjónum sem höfðu styrk, kjark og getu til að vinda kvæði sínu í kross, segja upp störfum sínum og taka við búrekstri, líður að sögn miklu betur eftir að þau gerðust bændur. Þau Arnþór og Birna Rún gefa lesendum innsýn inn í lífið í sveitinni í þessu tölublaði. Þrátt fyrir að standa í stórræðum, skuldsetja sig með umfangsmiklum kaupum og skuldbinda sig mjólkurframleiðslu telja þau viss forréttindi felast í líferninu. Þau fá að starfa við og umgangast skepnur. Þau hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldunni og öðrum hugðarefnum sínum. Úti í samfélaginu kunna að leynast mun fleiri einstaklingar sem glaðir myndu gerast bændur. Alls konar fólk. Fólk sem hefur metnað, jafnvel menntun til, hefur hugmyndir, hugsjónir og gríðarlega orku til að láta gott af sér leiða í matvælaframleiðslu þjóðarinnar. Ýmislegt stendur þó í vegi fyrir þeim sem vilja spreyta sig á landbúnaði, hvort sem það er takmarkað aðgengi, skortur á fjármagni eða óvissa um hvort áhættan borgi sig, í ljósi þess að pólitísk ákvarðanataka í málaflokknum er sjaldnast hugsuð til lengri tíma. Of oft virðist stirt og svifaseint kerfið letja annars framtakssama einstaklinga. Því fyrst þarf viðbragð við ótal óskum. Svo þarf stofnun starfshóps, svo þarf hugmyndir, svo þarf gagnaöflun og tillögur að leiðum. Svo þarf ákvörðun um hvaða leið skuli farin. Svo þarf tillögur að drögum og svo þarf nefnd, annað umsagnarferli, frekari umræður. Svo þarf nefndarálit, þar á eftir vel orðaða viljayfirlýsingu og kannski eyrnamerkt fjármagn. Svo þarf að vinna út frá því önnur skjöl. Glíma við efasemdir. Kannski hætta við. En á endanum er svo frumvarp jafnvel samþykkt, sem segir okkur að einhver ákvörðun um eitthvert framtak hafi verið tekin. En hvað svo? Þessir æðimörgu verkþættir verða of mörgum mætum málum að aldurtila. Svo er það velviljinn. Um margt hefur verið talað í mörg ár, margir hafa talað fyrir einhverju framsýnu og frábæru. Ef fólk hefði bara hlustað þá, segja sumir snúðugir. Ef hafist hefði verið handa þá. Þá væri nú sviðsmyndin önnur. Hins vegar sýndi sig nýlega að hlutirnir þurfa ekkert að vera svona. Snemmsumars þegar við blasti neyð í matvælaframleiðslu þá var settur saman starfshópur til að bregaðst við. Hann fékk meira að segja heitið spretthópur því vinnan skyldi ganga hratt fyrir sig. Á nokkrum dögum var unnið skjal, út frá því var tekin ákvörðun og núna í byrjun mánaðarins urðu bændur varir við ákvörðunina í bókhaldinu sínu. Af hverju var þetta undantekning? Á meðan áhugi fólks er jafn mikill og raun ber vitni er lag að hefjast handa við að styðja og greiða leiðina fyrir framtak fólks sem hefur styrk, kjark og getu til að standa undir meiri matvælaframleiðslu. Gera stórhuga og kraftmiklu fólki kleift að framkvæma. Við þurfum á því að halda. Verð á gasi í Evrópu hefur hækkað og ein sú þjóð sem flytur út hvað mest grænmeti á heimsvísu, Hollendingar, eru að horfast í augu við krísu. Ljóst er að grænmetisframleiðsla þeirra mun ekki byggjast á gasupphituðum gróðurhúsum í vetur. Fyrir nokkrum árum fannst fólki eflaust galin tilhugsun að Íslendingar myndu flytja út agúrkur. Nú er það staðreynd. Hér á landi er fólk sem hefur bæði drift og kjark til að láta ýmislegt raungerast. Það sem þarf er pólitísk ákvörðun og fleiri spretthópar. /ghp Við þurfum að hámarka undirbúning framtíðarinnar Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Kalkúnar á Reykjabúinu í Mosfellssveit um 1970. Jón Guðmundsson á Reykjum í Mosfellsdal fékk sína fyrstu kalkúna frá kaþólska prestinum á Jófríðarstöðum, einn hana og tvær hænur, skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, og hafði kalkúnaeldi fyrir tómstundagaman í mörg ár. Árið 1965 flutti Jón inn kalkúnaegg frá Noregi af kyni sem nefnist White Beltsville og hóf eldi á þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.