Bændablaðið - 06.10.2022, Síða 49

Bændablaðið - 06.10.2022, Síða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Alhliða fasteignasala Kynslóða- / eigendaskipti bújarða Stofnun og skráning landspildna og lóða Loftur Erlingsson Löggiltur fasteignasali GSM 896-9565 loftur@husfasteign.is Hús Fasteignasala · Austurvegi 26 · 800 Selfoss Sími: 497 1155 · www.husfasteign.is Varahlu�r í Bobcat Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is RAFGEYMAR Græjurnar þurfa að komast í gang! Rafgeymar í allar gerðir farartækja Sendum um land allt NÝTT: Vefverslun www.skorri.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is Streymi heildverslun ehf. Goðanesi 4 603 Akureyri S N V 588 2544 streymi@streymi.is www.streymi.is Úrval af þægilegum og endingagóðum sokkum. 40 sölustaðir, hafðu samband til að fá upplýsingar um sölustað í nágrenni við þig. Sokka Kompaníið ehf. 230 Reykjanesbær - info@socks2go.eu - gsm: 831 8400 - www.socks2go.is Terra Madre, stærsta bænda- ráðstefna í heimi, fór fram í septemberlok sl. í Torino-borg á Norður-Ítalíu. Þar koma saman smáfram- leiðendur frá um 150 löndum, samhliða Salone del Gusto, þar sem fram fóru yfir 300 smakkanir og fyrirlestrar um sértæk matvæli og vín, enda eru þar komnir saman margir helstu sérfræðingar á sviði menningarlegrar matvæla- framleiðslu, víngerðar og matseldar úr heiminum. Slow Food miðar að því að stytta bilið milli framleiðenda og neytenda með fræðslu og þátttöku grasrótarinnar um allan heim. Meginmarkmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla. Endursköpun á forsendum náttúrunnar Aðalþemað í ár var „Regenaration“ eða endursköpun og sérstök áhersla á fjölbreyttar tegundir sáðkorns og belgjurta, heilbrigði og vernd jarðvegs. Slow Food beita sér fyrir heilbrigðri skynsemi og sjálfbærni í umgengni um auðlindirnar í fæðukeðju okkar sem byggjum plánetuna Jörð. Að vernd náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika er eina leiðin fram á við til að halda vistkerfum okkar við og fæða jarðarbúa framtíðarinnar. Góður, hreinn og sanngjarn Einkunnarorð samtakanna eru.„Good, Clean and Fair“ sem má útleggja í beinni þýðingu sem Góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir. Sem bændur um allan heim þekkja á eigin skinni að er ekki alltaf sjálfgefið í þeim kerfum sem þeir starfa innan. Þátttaka Íslendinga í Terra Madre Íslandsdeild Slow Food átti á annan tug þátttakenda á Terra Madre í ár, smáframleiðendur, bændur, kokkar, matarnördar og vísindamenn sem tóku þátt í ýmsum viðburðum og funduðu einnig með öðrum norrænum fulltrúum. Ísland átti sviðið í Terra Madre Kitchen, þar sem stjórnarmaður Slow Food á Íslandi, matreiðslumeistarinn Dóra Svavarsdóttir frá Drumboddsstöðum og undirritaður elduðum tvo morgunverðarrétti með íslenskum og norrænum hráefnum. Norska kartöflu-lefsu með sænskum ostum og sultu, og alíslenskan bygggraut úr byggi frá bændunum á Vallanesi með súru slátri og lifrarpylsu. Þátttaka í Terra Madre skilur eftir sig innblástur til þess að vinna áfram að hag staðbundinnar matvælaframleiðslu og varðveislu matarhefða með náttúruna og sértækar aðstæður og tegundir á hverjum stað í forgrunni. Fyrir allt áhugafólk um mat, sanngirni í viðskiptum með matvæli og sjálfbærni í umgengni um náttúruna mæli ég svo sannarlega með þátttöku í Slow Food-samtökunum á www.slowfood.is Hafliði Halldórsson, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Terra Madre: Hátíð Slow Food- samtakanna Þátttaka í Terra Madre skilur eftir sig innblástur til þess að vinna áfram að hag staðbundinnar matvælaframleiðslu og varðveislu matarhefða með náttúruna.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.