Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 Samkomur og hátíðir þar sem fólk kemur saman til að sýna sig og sjá aðra hafa alltaf notið vinsælda. Iðulega hafa slíkar samkomur verið upplagðar til viðskipta, kaupa og selja. Sveitahátíðir eiga langa sögu og þar voru oft til sýnis og sölu gripir, ávextir jarðarinnar, amboð og önnur verkfæri. Fyrsta skipulagða landbúnaðar- sýningin var haldin í Lankaskíri á Bretlandseyjum árið 1768 og árið 1807 var á sýningu í Pittsfield í Massachusetts í Bandaríkjum Norður-Ameríku keppt fyrst í rúningi sem skemmtiatriði. Árið 1921 var fyrsta landbúnaðar- sýningin á Íslandi þar sem sýnd voru búsáhöld og landbúnaðartæki og var hún haldin við Gróðrarstöð Búnaðarfélagsins við Laufásveg í Reykjavík og í Vatnsmýrinni. Landbúnaðarsýningar voru lengi og eru víða enn sýningar á gripum en smám saman hafa þær orðið meira sýningar á búvélum og nýjustu tækjum. Landbúnaðarverkfæri í sinni fjölbreyttustu mynd Tilgangur sýningar 1921 var að sýna þess tíma landbúnaðarverkfæri í sinni fjölbreyttustu mynd og sýningin nefnd Búsáhaldasýningin. Á sýningunni voru verkfærin reynd og bændum leiðbeint með notkun þeirra. Alls voru sýnendur 124 og hátt í fjórtán hundruð sýningargripir. Meðal innlendra verkfæra sem sýnd voru var skurðarpáll, sópljár, tvær gerðir af dengingarvélum og hverfisteinum og taðvél en af innfluttum vélum voru plógar og sláttuvélar áberandi. Auk minni garðyrkjuverkfæra, girðingarefnis, klifbera, aktygi fóðruð með gæru og færeysk sviðusköft svo dæmi séu tekin. Á sýningunni kynnti A/S Norsk Sprængstofindustrie sprengiefni til notkunar í landbúnaði, Gröftedinamit, Landbruks-Stjeme- dinamit og Landbruks-Sikrit. Í Búnaðarritinu 1922 segir: „Tvær síðasttöldu tegundirnar eru aðallega ætlaðar til að sprengja grjót, en „Gröftedinamit“ til skurðgraftar, eins og nafnið bendir til.“ Nokkuð af sprengiefninu var til sýnis og var notkun þess sýnd í Vatnsmýrinni meðan á sýningunni stóð og á Vífilsstöðum eftir að henni lauk. Einnig var einhverju af sprengiefni útbýtt meðal sýningargesta, víðs vegar að af landinu, sem höfðu sérstakan áhuga á að reyna það. Starfshættir landbúnaðarins um miðja síðustu öld Sveinn Björnsson, forseti Íslands, hóf ávarp sitt á Landbúnaðarsýningunni 1947 með því að segja: „Íslenska þjóðin hefur meginhluta ævi sinnar verið bændaþjóð. Þjóð sveita- og sjávarbænda. Í skaut moldar og miða sótti hún framfæri sitt.“ Í sýningarskrá segir meðal annars að hugmyndin með sýningunni sé að gefa nokkurt yfirlit um þróun búnaðarmála síðustu ára og sérstaklega var leitast við að bregða upp myndum af starfsháttum landbúnaðarins á þeim tíma. Sýningunni var í megindráttum skipt í jarðræktardeild, deild eldri búsáhalda, búfjársýningar deild, skógræktar- og sandgræðslu- deild, garðyrkjudeild,búfjársjúk dómadeild, mjólkur- iðnaðardeild, kjötiðnaðardeild,heimilisiðnaðar deild, skrifstofan Íslensk ull, Íslenskur hör, deild teiknistofu landbúnaðarins, grávörudeild og hlunnindadeild. Auk þess sem Samband íslenskra samvinnufélaga og Reykjavíkurbær voru með sérdeildir og fjöldi fyrirtækja með sérbása. Til að fjármagna sýninguna var meðal annars efnt til happdrættis þar sem í vinning voru „Farmal A - dráttarvél með sláttuvél, Jeppbíll yfirbyggður og reiðhestur“. Sýningin, sem Búnaðarfélag Íslands stóð fyrir, var haldin í stórum flugvélaskála og útisvæði umhverfis hann vestast á Reykjavíkurflugvelli í nágrenni við Tívolí sem þá var í Vatnsmýrinni. Í aðfaraorðum sýningarskrár sýningarinnar segir Steingrímur Steinþórsson, þáverandi búnaðar- málastjóri, meðal annars að með sýningunni „ ... viljum við benda á þátt landbúnaðarins í þjóðarbúskapnum, Sá þáttur er oft, vegna ókunnugleika og vantandi upplýsinga talinn miklu minn en rétt er.“ Vel tókst til með sýninguna og gestir yfir 60 þúsund. Næstu árin var ráðgert að halda aðra slíka sýningu í Reykjavík en það dróst á langinn. Selfoss 1958 Haldin var Landbúnaðarsýning á Selfossi 1958 í tilefni af 50 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands. Sýningin var vel sótt en fyrstu gestir voru Hermann Jónasson forsætis- og landbúnaðarráðherra, forstöðumenn sýningarinnar og formaður Búnaðarsambands Suðurlands, með frúm sínum. Fyrstur tók til máls Hjalti Gestsson, ráðunautur Búnaðar- sambands Suðurlands. Minntist hann brautryðjenda um landbúnaðarmál og bauð gesti velkomna. LÍF&STARF Landbúnaðarsýningar á Íslandi: Þróun landbúnaðar í 101 ár Aðkoma Landbúnaðarsýningarinnar 1947 sem haldin var í stórum flugvélaskála og útisvæði umhverfis hann vestast á Reykjavíkurflugvelli. Myndir á þessari síðu / Myndasafn Bændasamtaka Íslands Blómabás Landbúnaðarsýningarinnar 1947. frh. á bls. 30a Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Sýningarbás skógerðarinnar á Landbúnaðarsýningunni 1947. Sýningarskrá Íslensks landbúnaðar 2018 og Landbúnaðarsýningar Selfoss árið 1978. Frá sýningunni Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöllinni 2018. Mynd / Hörður Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.