Bændablaðið - 06.10.2022, Síða 7

Bændablaðið - 06.10.2022, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 100% organic snyrtivörur Benja næra bæði líkama og sál. Myndir / Aðsendar LÍF&STARF Hér verður haldið fram með kveðskap Jóns Ingvars Jónssonar, sem lést í ágústmánuði sl. Nóg er til eftir hann sem betur fer. Eitt aðalsérkenni Jóns Ingvars var fádæma rímleikni, og hreint ótrúlegt skopskyn. Í síðasta þætti fengu lesendur sýnishorn af „Spakhendum“ Jóns. Byrjum á smá viðbót: Hafi prestur hægðateppu hiklaust búast má við kreppu. Borði gamall biskup kleinu breytir það víst ekki neinu. Þegi maður þunnu hljóði þá er hann í öðru ljóði. Alls kyns orðaleikir og útúrsnúningar voru Jóni Ingvari sérlega tamir. Undir sérstöku „háttatali“ orti Jón Ingvar: Aldarháttur: Lífið allt er unaðslegt og algjör veisla. Töfraorðið nú er neysla. Sofandaháttur: Svaf ég vært og vel mig dreymdi í vorsins skímu, orti á meðan eina rímu. Aulaháttur: Er hrein og fögur Hugrún lá í heitu baði, kom ég mér á Kjarvalsstaði. Boðháttur: Þessi kokteill þykir mér nú þurr og skrýtinn. Best að fá sér bara einn lítinn. Þvergirðingsháttur: Til iðju verð ég eflaust seint af öðrum dreginn, á móti öllu einhvern veginn. Lýsingarháttur hinn forni: Grænn og fagur, frjór og víður fjörður Skaga, unaðslegur alla daga. Lýsingarháttur hinn nýi: Lýsing borgar bílinn svo þú blússa megir. Opnast þér nú allir vegir. Nafnháttur: Tómas, Pétur, Trausti, Gunnar, Tryggvi, Orri, Heimir, Friðbert, Halldór, Snorri. Málsháttur: Trauðla stendur teinrétt lengi tré án róta. Mergjar til skal beinið brjóta. Dólgsháttur: Brjóstamikla beðjan fríða, bossastinna, lát mig milli læra þinna. Viðvaningsháttur: Það er svaka skrýtið hvernig sumir byrja sem kunna engar vísur að kyrja. Limrur orti Jón Ingvar í blaðavís. Hér er smá sýnishorn: Að fá hana Fanndísi úr flíkum var ókleifur múr. Hún sagði: “Ó vei! Ég svík karl minn ei og svo er ég líka á túr.“ Á Bíldudal sagði hann Bæring: „Það besta gegn hungri er næring.“ Með belgmikinn kvið hann bætti svo við: „Ég held að ég fái mér hræring.“ Hann Hannes vor hatar að slóra og hamast því minnst á við fjóra. Hann sló inn í vörd sá slóttugi nörd um sexhundruð síður frá Dóra. Um fjölmiðlafrumvarpið orti Jón þann 13. maí 2004: Ég trúi því tæpast um varp- tímann menn samþykki frumvarp og komist á legg eitt kasúldið egg sem ríkisstjórn ráðvillt og hrum varp. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 306MÆLT AF MUNNI FRAM Smáframleiðendur víða að af landinu kynntu vörur sínar á bændamarkaði sem haldinn var á Garðatorgi í Garðabæ þann 1. október sl. í tilefni af Uppskeruhátíð bæjarins. Verslunin Me&mu var meðal þeirra sem stóðu að markaðnum og var þar hægt að smakka og skoða íslenskt framleiddar mat- og handverksvörur. Ekki var annað að sjá en gestir hátíðarinnar hafi kunnað að meta vörurnar beint úr héraði. Fullt var út úr dyrum í nýrri verslun Líflands, sem opnuð var á Austurvegi 69 á Selfossi laugardaginn 1. október sl. Í boði voru opnunartilboð, auk veitinga fyrir gesti og gangandi. Þá mætti Karlakór Hreppamanna og söng nokkur lög. „Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval af búrekstrar- og landbúnaðarvöru, svo sem áhöldum, hreinlætisvörum, fóðri og bætiefnum. Hjá okkur er einnig breitt úrval af girðingarefnum, meindýravörnum, gæludýravöru, útivistarfatnaði og allt til hestamennsku, svo sem reiðfatnaður, skeifur, fóður, reiðtygi og undirburður,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir, verslunarstjóri á Selfossi. Með henni starfa þær Sjöfn Finnsdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verslanir Líflands eru nú orðnar sex talsins. / MHH Bændamarkaður í Garðabæ Vörur Kikk&Krása, Kúrekanammi kitluðu bragðlaukana. Handgerðu hágæðakryddin frá Mabrúka vöktu mikla hrifningu. Sérvöruverslunin Me&Mu býður upp á matvæli úr hágæða íslensku hráefni. Lífland opnar verslun á Selfossi Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar. Forstjóri Líflands, Þórir Haraldsson, vippaði sér upp á stól á opnunardaginn og ávarpaði gesti. Guðbjörg Jónsdóttir verslunar- stjóri, sem er mörgum sunn- lenskum bændum kunn. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, lét sig ekki vanta við opnunina en hér er hann með frænku sinni, Rögnu Gunnarsdóttur, sem rekur Baldvin og Þorvald með Guðmundi, manni sínum. Myndir / MHH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.