Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 9 10 11 12 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2021 2022 12 mánaða þróun á vísitölu neysluverðs Vísitala Matur og drykkjarvörur 0 2 4 6 8 10 12 EES Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur Ísland Samræmd vísitala neysluverðs Verðbólgan hefur nú lækkað tvo mánuði í röð. Hún fór hæst í 9,9% í júlí og er nú í 9,3%. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2022 hækkaði um 0,09% frá fyrri mánuði. Flestir greinendur á fjármálamarkaði telja að verðbóluhámarki hafi verið náð í júlí. Því er spáð að verðbólga í árslok verði 8,8%. Verðlag hefur hækkað minna hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Þetta má sjá þegar skoðuð er samræmd vísitala neysluverðs í nágrannalöndum okkar. Hún mælir, líkt og vísitala neysluverðs, verðbreytingar á vörum og þjónustu sem heimili kaupa til einkanota. Hún er reiknuð með sambærilegum aðferðum í hverju landi og gefur því kost á því að bera saman verðþróun milli landa. Grunnur samræmdrar vísitölu neysluverðs er reistur á sömu gögnum og íslenska neysluverðsvísitalan, þ.e. á niðurstöðum úr útgjaldarannsóknum sem Hagstofan framkvæmir reglulega. Samræmda vísitalan er að mestu leyti undirvísitala þeirrar íslensku þó munur sé á umfangi þeirra. Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Yfir 12 mánaða tímabil hefur matvælaverð á Íslandi hækkað um 8% samkvæmt mælingu á vísitölu neysluverðs. Hér hefur matvælaverð ekki hækkað með sama hætti og sjá má í nágrannalöndum. Ein af ástæðum þess má vera að hér hefur hækkun orkuverðs ekki verið með sama hætti. Fróðlegt er að bera verðþróun matvæla hér á landi við þróun matvælavísitölu Sameinuðu þjóðanna. En yfir 12 mánaða tímabil er hækkunin sambærileg. Hins vegar varð gífurleg hækkun á matvælavísitölu FAO við innrás Rússa í Úkraínu. Nú hefur sú verðhækkun gengið eitthvað til baka. Áfram er því spáð að matvælaverð í heiminum haldist hátt. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út viðvaranir vegna skorts á matvælum í 20 löndum og víða er ástandið orðið alvarlegt. 70 80 90 100 110 120 130 8 9 10 11 12 1 2 3 4 5 6 7 8 2021 2022 FAO - Food Price Index 12 mánaða verðbreyting 9,3% Vísitala neysluverðs 8,4% Matur&drykkjarvörur 12,7% Kjöt 10,2% Fiskur 15,1% Egg 4,6% Grænmeti 2,2% Kartöflur 7,6% Brauð og kornvara 4,3% Ávextir 14,3% Mjólk Franskar kartöflur: Bændur bera skarðan hlut frá borði Árið 2021 voru flutt til landsins 3.920 tonn af frönskum kartöflum á meðalverðinu 162 kr/kg. Ofan á tollverðið er lagður tollur sem er 46% á lönd innan ESB og Kanada og 76% á önnur lönd. Árið 2021 var 99,5% af innflutningi á lægri tollinum. Algengt smásöluverð á frönskum kartöflum er á bilinu 550-750 kr/kg. Að því gefnu að bóndinn sem framleiðir kartöflurnar fái 40 kr/kg þá er hans hlutur 6% af smásöluverði. Innflutningsverð samkvæmt gögnum hjá Hagstofu Íslands árið 2021 var 162 kr/kg. Miðað við 46% toll leggjast 75 kr/kg á vöruna, þannig að hlutur tollsins af smásöluverði er 10%. Samanlagður hluti heildsölu og smásölu er 349 kr/kg eða 54%. 19% Hlutur framleiðanda erlendis og kostnaður við flutning til landsins 12% Tollur af innflutningsverði 54% Hlutur heildsala og smásala 10% Virðisaukaskattur 975 kr 6% Hlutur bóndans sem framleiðir kartöflurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.