Bændablaðið - 06.10.2022, Page 18

Bændablaðið - 06.10.2022, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2022 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 9 10 11 12 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2021 2022 12 mánaða þróun á vísitölu neysluverðs Vísitala Matur og drykkjarvörur 0 2 4 6 8 10 12 EES Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur Ísland Samræmd vísitala neysluverðs Verðbólgan hefur nú lækkað tvo mánuði í röð. Hún fór hæst í 9,9% í júlí og er nú í 9,3%. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2022 hækkaði um 0,09% frá fyrri mánuði. Flestir greinendur á fjármálamarkaði telja að verðbóluhámarki hafi verið náð í júlí. Því er spáð að verðbólga í árslok verði 8,8%. Verðlag hefur hækkað minna hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Þetta má sjá þegar skoðuð er samræmd vísitala neysluverðs í nágrannalöndum okkar. Hún mælir, líkt og vísitala neysluverðs, verðbreytingar á vörum og þjónustu sem heimili kaupa til einkanota. Hún er reiknuð með sambærilegum aðferðum í hverju landi og gefur því kost á því að bera saman verðþróun milli landa. Grunnur samræmdrar vísitölu neysluverðs er reistur á sömu gögnum og íslenska neysluverðsvísitalan, þ.e. á niðurstöðum úr útgjaldarannsóknum sem Hagstofan framkvæmir reglulega. Samræmda vísitalan er að mestu leyti undirvísitala þeirrar íslensku þó munur sé á umfangi þeirra. Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Yfir 12 mánaða tímabil hefur matvælaverð á Íslandi hækkað um 8% samkvæmt mælingu á vísitölu neysluverðs. Hér hefur matvælaverð ekki hækkað með sama hætti og sjá má í nágrannalöndum. Ein af ástæðum þess má vera að hér hefur hækkun orkuverðs ekki verið með sama hætti. Fróðlegt er að bera verðþróun matvæla hér á landi við þróun matvælavísitölu Sameinuðu þjóðanna. En yfir 12 mánaða tímabil er hækkunin sambærileg. Hins vegar varð gífurleg hækkun á matvælavísitölu FAO við innrás Rússa í Úkraínu. Nú hefur sú verðhækkun gengið eitthvað til baka. Áfram er því spáð að matvælaverð í heiminum haldist hátt. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út viðvaranir vegna skorts á matvælum í 20 löndum og víða er ástandið orðið alvarlegt. 70 80 90 100 110 120 130 8 9 10 11 12 1 2 3 4 5 6 7 8 2021 2022 FAO - Food Price Index 12 mánaða verðbreyting 9,3% Vísitala neysluverðs 8,4% Matur&drykkjarvörur 12,7% Kjöt 10,2% Fiskur 15,1% Egg 4,6% Grænmeti 2,2% Kartöflur 7,6% Brauð og kornvara 4,3% Ávextir 14,3% Mjólk Franskar kartöflur: Bændur bera skarðan hlut frá borði Árið 2021 voru flutt til landsins 3.920 tonn af frönskum kartöflum á meðalverðinu 162 kr/kg. Ofan á tollverðið er lagður tollur sem er 46% á lönd innan ESB og Kanada og 76% á önnur lönd. Árið 2021 var 99,5% af innflutningi á lægri tollinum. Algengt smásöluverð á frönskum kartöflum er á bilinu 550-750 kr/kg. Að því gefnu að bóndinn sem framleiðir kartöflurnar fái 40 kr/kg þá er hans hlutur 6% af smásöluverði. Innflutningsverð samkvæmt gögnum hjá Hagstofu Íslands árið 2021 var 162 kr/kg. Miðað við 46% toll leggjast 75 kr/kg á vöruna, þannig að hlutur tollsins af smásöluverði er 10%. Samanlagður hluti heildsölu og smásölu er 349 kr/kg eða 54%. 19% Hlutur framleiðanda erlendis og kostnaður við flutning til landsins 12% Tollur af innflutningsverði 54% Hlutur heildsala og smásala 10% Virðisaukaskattur 975 kr 6% Hlutur bóndans sem framleiðir kartöflurnar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.