Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 12
inn. Þar sitja þeir svo og bíða eftir þvi að styrja sveimi að gatinu, og um leið og þeir sjá skuggann af henni, skjóta þeir stungukvísl, með sex háj beittum álmum, niður um gatið. Sterkur kaðall er festur við kvíslina, og veitir ekki af, því að þess- ir fiskar geta verið allt upp í 200 pund. Oft eru átökin þó ferlegust eftir að styrj- an hefur náðst upp um ísinn, og stund- um er kofinn hruninn og veiðimaður- inn orðinn meira eða minna skrámaður áður en honum tekst að ráða niðurlög- um hennar. I 17. hefti Veiðimannsins er skemmtileg lýsing á þessari veiði, eftir Byron W. Dalrymple. í augum amerískra veiðimanna er sá mikill garpur, sem veitt hefur 100—200 punda styrju, enda verður fœstum að þeirri ósk sinni, þólt þeir reyni ár eftir ár. Hann er tregur sá stóri, þar eins og víða annars staðar. Ekki getum. við íslendingar stytt okk- ur veturinn með styrjuveiðum, því að forsjóninni hefur af einhverjum ástœð- um ekki þótt þeirri tegund heppilega val- in heimkynni i vötnum hér. En hver veit nema fiskifrœðingum okkar detti í hug að gera tilraunir með styrjurœkt einhvern tíma þegar fram líða stundir? Þá mœtti svo fara að islenzkir veiðimenn cettu eftir að reisa sér timburkofa upp á Veiðivötnum, Arnarvatnsheiði eða Þing- vallavatni, og sitja þar þolinmóðir dög- um og vikum saman, eins ogveiðibrœður þehra fyrir vestan hafið, og biða þess að skugga beri fyrir niðri í djúpinu. En hvort sem þetta verður nokkru sinni eða ekki, er liklegt að á ncestu árum komi til sögunnar nýjar aðferðir til þess að auka vaxtarmöguleika vatnafiska, m. ö. o. bœta lifsskilyrðin í vötnum þar sem of lítið er af œti. Takist það, verður vatnaveiðin eftirsóttari en áður, og margur myndi eflaust hugsa oftar til hreyfings að vetrarlagi, ef stórra átaka vœri von undir ísbreiðum vatnanna. En nú er sá tími ársins, sem hugur okkar leitar með mesta móti út af þeim leiðum, sem til veiðistaðanna liggja. Þótt svartasta skammdegismyrkrið grúfi yfir þessa dagana, er bjart og hlýtt i hugum okkar flestra. Jólin eru að koma. Við karlmennirnir látum stundum svo sem okkur finnist fátt um allt „jólavafstur“ kvenfólksins, hreingerningarnar, inn- kaupin og alla snúningana. Við segjumst vera hœttir að hlakka til jólanna, allt s?iúist nú orðið um jólagjafirnar, hugur krakkanna sé allur við þœr og að þau hafi fri frá skólanum. Hið sanna er þó, að lang-flest af okk- ur, þótt fullorðin séum, hlökkum til jól- anna, hvort sem við viljum játa það eða ekki. Einhver breyting verður innra með okkur þegar liður að þessari Ijóssins hátið. Hún hefur átt svo sterk ítök í hug- um kynslóðanna, öld fram af öld, að geislar hennar fara um alla þjóðarsálina og komast þar inn i hvern kima, líkt og lifgeislar sólarinnar orka á allar verur, hvort sern þær vita það eða ekki. Það er vafamál, hvort. jólin eiga, þegar öllu er á botninn hvolft, sterkari ítök í sál nokk- urrar þjóðar en íslendinga, og liggja til þess ýmsar orsakir, sem ekki verður leit- ast við að rekja hér að þessu sinni; en vel er meðan svo verður. Ekki fer illa á þvi i veiðimannariti, að minna á það i sambandi við helgi jólanna og þcer trúarhugmyndir, sem hún stafar frá, hver þáttur fiskimannanna var með- 2 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.