Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Síða 14
Einn var rólegur.
í BÓK sinni „The Soul of the War“,
sem enski rithöfundurinn Philip Gibbs
skrifaði í byrjun heimsstyrjaldarinnar
fyrri, lýsir hann m. a. ástandinu í París
þegar þýzku hersveitirnar voru komnar
að hliðum borgarinnar. Höfuðborg
Frakklands var nálega umkringd og um-
sátur virtist óumflýjanlegt.
Þegar Gibbs hefur rakið atburðaröð-
ina, af mikilli nákvæmni — frá því að
fyrstu fallbyssuskotin utan af orrustu-
vellinum heyrðust inn í borgina, og
þangað til ríkisstjórnin yfirgaf hana í
ofboði — lýsir hann hvernig almenning-
ur þyrptist, skelfingu lostinn, til járn-
brautarstöðvanna og flóttanum í suður-
átt eftir öllum vegum. Hann lýsir einnig
hvernig honum sjálfum var innan-
brjósts, þegar hann reikaði einn um
mannlausar götur hinnar yfirgefnu stór-
borgar:
— Hvílík dauðakyrrð í þessari stóru
borg! Hve undarleg og óhugnanleg
kyrrð! Fótatak mitt bergmálaði í húsa-
röðunum beggja megin götunnar. Það
var eins og ég væri á ferð þar sem drep-
sótt hefði geysað og útrýmt öllu lífi.
Ein mannvera var þó eftir á bakka
Signu, og það var ótrúleg huggun að sjá
hana, í þessari hræðilegu einveru. Þetta
var stangveiðimaður — miðaldra maður,
með stráhatt á höfði, til varnar gegn sól-
arhitanum, og stor gleraugu. Hann hélt
styrkum höndum um stöng sína og beið
þess rólegur, að bitið yrði á agnið. Af
svip hans og fasi virtist mér mega ráða,
að hann léti sig engu varða Þjóðverja,
fallbyssur, hatur, áhyggjur og heimsku-
pör þeirra, sem ekki kunna að veiða.
Hann var sáttur við sjálfan sig og allan
heiminn. Frá hans sjónarmiði var þetta
góður dagur. Himininn var blár, sólin
skein skært og langir skuggar trjánna
teygðu sig út á vatnið.
Og þarna stóð hann aleinn, veiðimað-
urinn, eins og holdi klædd andstæða
hinnar hrynjandi heimsmenningar og
kjarkleysis mannlegra sálna. — Ég tók
ofan fyrir honum.
Kunni að svara fyrir sig.
HEIMSPEKINGURINN frægi, David
Hume (1711—1776) þótti enginn fríð-
leiksmaður, og vissi það mæta vel sjálf-
ur. Eitt sinn var hann á ferð með skipi
yfir Forth-fjörðinn, og skall þá á svo
mikið óveður, að tvísýnt þótti um
ferðalokin og margir á skipinu töldu að
sín síðasta stund væri komin.
Kona ein meðal farþeganna var þó hin
brattasta, vatt sér að heimspekingnum og
spurði:
— Hvort okkar haldið þér nú að há-
karlarnir mundu éta fyrst, hr. Hume, ef
við skyldum lenda bæði í hinni votu
gröf?
— Því get ég ekki svarað með öruggri
vissu, fagra frú, mælti heimspekingurinn,
— en hitt er víst, að þeir sem éta allt sem
að kjafti kemur, mundu gleypa mig, en
aðeins þeir matvöndu yður.
4
Veiðimaðurinn