Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 28

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 28
og hleyp aftur á bak, en sé samt hvernig lykkjan á línunni smá stækkar og berst undan straumnum. — Farinn, segi ég brostinni röddu. En um leið og ég sleppi orðinu, fer allt af stað á ný. — Hann er á, hrópar félagi minn. — Já, víst er hann á, segi ég. Bara allt annar lax. Og það er tilfellið. Annar minni lax hefur gripið fluguna, um leið og ég dró inn. Enda notar þessi allt aðra bardagaaðferð, og syndir fljótt undan straumnum, nokkuð úti í strengnum. Svo fara sprettirnir brátt að styttast, og við sjáum silfraðar hliðar hans af og til. Skömmu síðar syndir hann þægur upp í litlu sandvíkina við fætur okkar. En hvað hann er nú fallegur þar sem hann liggur í grasinu við hlið okkar. Líklega hefði verið réttast að sleppa honum. — Er þetta synd? spyr ég. — Ætli það, segir félagi minn, um leið og hann leggur af stað upp á Oddann. Eftir nokkrar mínútur er hann búinn að setja í fisk. Þetta er smálax og reynist því auðveldur viðureignar. Þetta lofar góðu, klukkan ekki nema átta, og tveir á landi. En það er ekki allt- af á vísan að róa þar sem laxinn er, því við urðum ekki meira varir allan daginn. Við lukum úr glösunum, og sátum þög- ulir nokkra stund. — Mér finnst ég hálf kannast við þessa sögu, sagði ég. Hefur þú sagt mér hana áður? — O, nei, karl minn, en hins vegar varst þú veiðifélagi minn þennan dag. Eg hafði ekki orð á því, að það var ein- mitt hann sem fékk smá-laxinn. Bleiklaxinn. UM það leyti sem fregnirnar fóru að berast um landnám bleiklaxins hér, birt- ist þetta skemmtilega kvæði í blaðinu Degi á Akureyri: Mörg kvað skepnan, miður fríð, um marardjúpin svamla. Þcer jundust oft í fyrri tíð í fjörunni, og hrœddu lýð, sem œtlaði þcer cettingja þess „gamla“. Ein er tegund alveg ný og undarlega vaxin gengin veiðiárnar í, ég hef víða frétt af því, — en Þingeyingar fengu fyrsta laxinn. Komu þeir í hann krók og sting, — kunnu vel til starfa — athuguðu hann allt um kring og álitu það kynblending af reyktum laxi, rauðmaga og karfa. Fróðir menn svo fóru strax fiskinn þann að kanna, hér var kominn hnýðis-lax, en hann kvað vera nú til dags eftirlæti austanjárnstjalds-manna. Nú hafa þeir viða um vötn og fljót veitt og skoðað gripinn, og telja öruggt ættarmót á þeim nýja, bleika Ljót, það sé nóg að sjá á honum svipinn. Skepna þessi ekki er yfrið stór né fögur, kosti fremur fáa ber fiska, er áður veiddust hér, og er því naumast efni í veiðisögur. 18 Veiðimaburinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.