Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 31

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 31
Bandarikjamaðurinn Aleslii, sem varð nr. 2 á mótinu. nngar eru hvimleiðir í hverjum góðum félagsskap. En snúum okkur þá að kastmótinu í Zúrich. Það er heimsviðburður, sem allir stangaveiðimenn og kastarar, sem iylgj- ast með, veita atlrygli. Sunnudaginn 4. og fram eftir degi þann 5. september, voru þátttakendur að koma, hvaðanæva úr heiminum, til borgarinnar. En síðdegis þann 5. áttu þeir að mæta á aðalstöðvum mótsstjórnarinnar og sækja skilríki sín, þ. e. númer sitt, þátttökubók, flugur og kastlóð, ásamt dagskrá með tímatöflu keppninnar, að ógleymdu merki mótsins. Allt var þetta afhent í snoturri plast- möppu, sem einnig var í kort af borginni og nágrenni, með ýmsum upplýsingum um ferðir. Kl. 6 e. h. var svo opinber móttaka hjá borgarstjóra, i ráðhúsinu. — Voru þar haldnar viðeigandi ræður á báða bóga, og góðar veitingar fram born- ar. Það sem mér er minnisstæðast frá þessu hófi, er að þegar við hjónin fórum að kveðja borgarstjórann, sem gestgjafa kvöldsins og þakka fyrir okkur, vorum við að sjálfsögðu kynnt fyrir honum af forseta I. C. F. Myron Gregory — okkar góða kunningja, sem komið hefur tvisvar hingað og á ekkert nema góð orð um Is- land, og ætlaði nú að fara að leggja inn með okkur — þá rétti borgarstjórinn upp hendina og sagði eins og maðurinn um árið: „Nú get ég“! „Þetta þekki ég allt saman“. Svo sneri hann sér fyrir alvöru að mér og sinnti engum öðrum um hríð og hann spurði mig og spurði spjörunum úr — um Ólaf Thors, Bjarna Ben., Hanni- bal, hvort við ætluðum að reka Amerík- anana frá Keflavík, um fiskveiðideiluna við Breta og m. fl. Ég saup hveljur af undrun, og hugsaði að mikið skolli væru okkar menn orðnir frægir, eða hvort þeir hefðu verið á einhverju móti hér, eins og ég, og talað of mikið! Svo skýrði hann fyrir mér hvers vegna hann vissi svona margt um okkur og hefði gaman af. — Hann kvaðst eiga dóttur sem hefði verið hér í háskólanum hálft annað ár, og líkað mjög vel við land og þjóð og ætti hér ýmsa kunningja. Fjölskyldan hefði því gaman af að fylgjast með málum hér heima. Þessi ágæti borgarstjóri heitir dr. Emil Landott, og var einkar ánægjulegt að hitta hann. Mótið hófst svo kl. 8 f. h. þann 6. 21 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.