Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Side 33
Eftir hádegi þennan dag var haldinn aðalfundur kastsambandsins, og mættu þar fulltrúar frá öllum félögum innan þess. Meðal annars sem þar var ákveðið, var að halda næsta alþjóðakastmót í Osló 1961, í síðustu viku ágústmánaðar. Frekar er búist við að mótið 1962 verði fellt niður, en 1963 verði það svo haldið í Bandaríkjunum. Síðasta daginn, þann 10. kl. 8,30 f.h. var svo síðasta greinin tekin fyrir, þ. e. hitti- og lensfdarköst með einhendis flugustöng, (grein nr. 2), blandað saman. Margir álíta þessa grein einna skemmti- legasta. Þátttakendur voru 55. Stigahæst- ur varð Steve Aleshi, Bandar., með 43 stig. Lægstur, Thielemans, Belgíu, 16 stig. Og þar með lauk þessu 4. heims- móti I. C. F. Heimsmeistari í öllum 10 greinunum samanlagt varð í fjórða sinn Jon Taran- tino, Bandaríkjunum. Þrír næstu menn voru þaðan líka. Um kvöldið var svo haldið lokasam- sæti sem mótsstjórnin stóð fyrir, þar voru mættir all-flestir þátttakendur, dómarar og gestir. Þetta var skemmtilegt hóf, sem stóð fram yfir miðnætti. Þar voru verð- laun afhent, og stuttar ræður fluttar und- ir borðum. Forseti Svissneska kastsam- bandsins, hr. Walter G. Hug, stýrði hófi þessu. Hann er sérstaklega geðugur mað- ur, sem meðal annars var svo vinsam- legur í okkar garð, að hann tók persónu- lega á móti okkur á flugvellinum, þegar við komum til Zúrich, og lét sér einkar annt um okkur allan tímann. Þarna kvöddust menn svo og þökkuðu hver öðr- um ánægjuleg kynni og hétu að hittast að ári í Osló. Veidimadurinn Bandaríkjamaðurinn Ben Hardesty og Hollending- urinn xian Hurck a kastpallinum. Ég ætlaði að enda þetta á frásögn um okkar eigin kastklúbb hér og okkar mót en er hálf hræddur um að ég þyki orðinn helzt til plássfrekur í þessu blaði, og fresta ég því í þetta sinn. Þess skal þó getið, að við eigum nokkra góða kastara í klúbb okkar, svo sem bræðurna, Vilhjálm og Þorvarð Árnasyni, með 47—48 m., tvíhendis fluguköst (met- ið 49,5). Guðmund Einarsson og Sverri Elíasson með um 42 m., einhendis flugu- köst (metið 44,5 m.), og Þóri Guðmunds- son með 134,15 m. í 30 gramma kasti (ísl. met). Fleiri mætti nefna, en ég læt þetta nægja sem sýnishorn í þetta sinn. A. E. 23

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.