Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Qupperneq 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Qupperneq 33
Eftir hádegi þennan dag var haldinn aðalfundur kastsambandsins, og mættu þar fulltrúar frá öllum félögum innan þess. Meðal annars sem þar var ákveðið, var að halda næsta alþjóðakastmót í Osló 1961, í síðustu viku ágústmánaðar. Frekar er búist við að mótið 1962 verði fellt niður, en 1963 verði það svo haldið í Bandaríkjunum. Síðasta daginn, þann 10. kl. 8,30 f.h. var svo síðasta greinin tekin fyrir, þ. e. hitti- og lensfdarköst með einhendis flugustöng, (grein nr. 2), blandað saman. Margir álíta þessa grein einna skemmti- legasta. Þátttakendur voru 55. Stigahæst- ur varð Steve Aleshi, Bandar., með 43 stig. Lægstur, Thielemans, Belgíu, 16 stig. Og þar með lauk þessu 4. heims- móti I. C. F. Heimsmeistari í öllum 10 greinunum samanlagt varð í fjórða sinn Jon Taran- tino, Bandaríkjunum. Þrír næstu menn voru þaðan líka. Um kvöldið var svo haldið lokasam- sæti sem mótsstjórnin stóð fyrir, þar voru mættir all-flestir þátttakendur, dómarar og gestir. Þetta var skemmtilegt hóf, sem stóð fram yfir miðnætti. Þar voru verð- laun afhent, og stuttar ræður fluttar und- ir borðum. Forseti Svissneska kastsam- bandsins, hr. Walter G. Hug, stýrði hófi þessu. Hann er sérstaklega geðugur mað- ur, sem meðal annars var svo vinsam- legur í okkar garð, að hann tók persónu- lega á móti okkur á flugvellinum, þegar við komum til Zúrich, og lét sér einkar annt um okkur allan tímann. Þarna kvöddust menn svo og þökkuðu hver öðr- um ánægjuleg kynni og hétu að hittast að ári í Osló. Veidimadurinn Bandaríkjamaðurinn Ben Hardesty og Hollending- urinn xian Hurck a kastpallinum. Ég ætlaði að enda þetta á frásögn um okkar eigin kastklúbb hér og okkar mót en er hálf hræddur um að ég þyki orðinn helzt til plássfrekur í þessu blaði, og fresta ég því í þetta sinn. Þess skal þó getið, að við eigum nokkra góða kastara í klúbb okkar, svo sem bræðurna, Vilhjálm og Þorvarð Árnasyni, með 47—48 m., tvíhendis fluguköst (met- ið 49,5). Guðmund Einarsson og Sverri Elíasson með um 42 m., einhendis flugu- köst (metið 44,5 m.), og Þóri Guðmunds- son með 134,15 m. í 30 gramma kasti (ísl. met). Fleiri mætti nefna, en ég læt þetta nægja sem sýnishorn í þetta sinn. A. E. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.