Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Síða 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Síða 35
fundist í vestanverðu Miðjarðarhafi og við Japan“. Ennfremur við ísland, sbr. það sem sagt var hér að íraman. Talið er að fiskur þessi geti orðið upp í 7 pund, eða þar um bil, og yfir 1/% rnetri á lengd. Þeir fiskar sem fundist hafa hér, voru frá 53—63 cm. á lengd, en það er talið „öllu meiri lengd en þekkt er annars staðar“. Vísindamenn hafa haft mikinn áhuga fyrir þessum fiski, sem eðlilegt er, þar sem hann er mjög sjaldgæfur. Sá fyrsti, sem Norðmenn veittu athygli, veiddist árið 1871, og á þeim 90 árurn, sem síð- an eru liðin, hefur safnið í Bergen feng- ið aðeins um 20 fiska. Hafa norskir fiski- fræðingar beðið um að fá senda þá fiska, sem veiðast kunna, ásamt nákvæmum upplýsingum um veiðistaði, dýpi, veiði- tæki, lengd, stærð, hvaða dag fiskurinn veiddist o. s. frv. Oftast mun rauðserkurinn halda sig á miklu dýpi. Einn þeirra, sem Norðmenn hafa fengið, veiddist á 175 faðma dýpi, en hann hefur einnig veiðst miklu ofar í sjó. Þess vegna hafa norskir sjóstanga- menn verið beðnir að hafa gætur á, ef hann kemur á færi þeirra og senda hann safninu í Bergen. Ætla má að íslenzkir fiskifræðingar hafi engu minni áhuga fyrir því að fá fisk þennan til rannsókn- ar, en frændur vorir í Noregi, og þess vegna þótti rétt að birta af honum mynd og nánari lýsingu hér í Veiðimanninum. I sambandi við tilmælin um að sjó- stangamenn héldu fiski þessum til haga, ef þeir veiddu hann, og sendu hann safn- inu í Bergen, barzt veiðiritinu Fiske- sport eftirfarandi bréf, þegar 20. fiskur- inn veiddist við Noreg: — I blaði yðar, nr. 2, 1956, var svolítil grein með fyrirsögninni „Fornaldarfisk- ur gengur aftur“. Þar er sagt frá því, að fram til þess tíma hafi veiðst við Noreg 19 fiskar af lrinni sjaldgæfu tegund, Beryx Decadactylus, og jafnframt óskað eftir upplýsingum frá þeim, sem kynni að hafa veitt þann tuttugasta. Einnig er látin í ljós von um að stangveiðimanni hlotnist þessi heiður. Fiskur nr. 20, þess- arar tegundar, hefur þegar veiðst, en ég verð að hryggja yður með því, að það var ekki stangveiðamaður, sem veiddi liann. Nei, það var því miður atvinnumaður! Það var í kringum 20. janúar í ár, að rauðserkur einn kom í net í Store Kjær- ringfjord, hjá Stjernpy í Vestfinnmark. Fiskurinn var sendur safninu í Tromstí, sem í bréfi til undirritaðs liefur staðfest, að hann sé af tegundinni Beryx D. og sá fyrsti, sem veiðst hafi svona norðarlega. Hann var 6 pund að þyngd og veiddist á nokkuð miklu dýpi. Ekki tel ég miklar líkur til að stangveiðimenn fái svona fisk, en allt getur þó skeð, og ógerlegt að fullyrða, hvað framtíðin kann að leiða í 1 jós. Með veiðimannakveðju, Einar Bentsen. Aths.: Satt er það, að ekkert skyldu menn „fortaka“. Og hver veit nema ein- hver íslenzkur sjóstangamaður setji í rauðserk næstu árin? Veiðimaðurinn mun þá fúslega birta veiðisöguna, ásamt mynd af veiðimanni og fiski. — Veiði einhver fisk, sem hann þekkir ekki eða er í vafa um, er sjálfsagt að senda hann Veiðimálastofnuninni til athugunar. Ritstj. 25 Veiðimaðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.