Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 36

Veiðimaðurinn - 01.12.1960, Page 36
SIGURÐUR T. MAGNÚSSON: Með veiðigyðjuna við hlið. VEIÐIGYÐJAN hefur oft verið mér hliðholl, en aldrei senr þennan morgun. Ég var að veiðum við Norðurá, sem oft áður, og átti að vera á efsta svæði með félaga mínum, Rafni. Þar eru margir fallegir og gjöfulir veiðistaðir. Þar sem félaga mínum hafði vegnað betur fyrr í ferðinni, kom það í minn hlut að velja hyl, sem venja okkar er, þegar misjafnt gengur. Ég valdi mér nú Hólshyl, sem að vísu hafði ekki verið sérlega gjöfull, það sem af var sumri, en alltaf mátti bú- ast við sæmilegri veiði úr honum öðru hvoru. Félagi minn ætlaði upp í Króks- hyl og Króksfoss, og samdist okkur svo um, að ef hann veiddi 2 laxa fljótlega, þá kæmi hann til mín á bílnum og tæki mig með upp eftir, ef mér hefði ekkert gengið. Ég labba nú niður að hyl, og var ég með á flugustönginni flugu frá kvöldinu áður. Þetta var lítil White Wing fluga, nr. 7 eða 8. Þar sem mjög bjart var yfir og logn, datt mér í hug, að eins gott væri að kasta henni yfir fyrst, eins og einhverri ann- ari. Ég byrja nú ofarlega í strengnum, til að hafa línuna vel beina, þegar að aðal- tökustaðnum kæmi, en hann er við stein rétt við bakkann, Hóls-megin við ána, neðarlega í strengnum. Jæja, þegar flug- an snertir vatnið við steininn, er þrifið í hana, og lax er á. Ég fékk hann með góðu með mér niður hylinn, til þess að styggja ekki við steininn, ef fleiri skyldu vera í töku-skapi. Og landaði ég honum í viki 8—10 metrum neðar. Ég fór nú upp eftir aftur, og á sama stað tók annar, og fór ég eins að með hann og landaði honum á sama stað og liinum fyrri. Ég hafði gleymt laxapokanum mín- um í bílnum, og steikjandi sólarhiti var. Hafði ég nú ekkert til að breiða yfir lax- ana nema vasaklútinn minn og möl, og gerði ég það, síðan fer ég enn á sama stað. Og það er ekki að orðlengja það, hann er enn á í fyrsta kasti. Nú var mér öllum lokið. Hafði ég hitt á óskastund eða hvað? Nú dugði enginn vasaklútur lengur • sem yfirbreiðsla og varð ég því að fara úr vestinu og nota það! Eftir klukkutíma eða svo, kemur veiðifélagi minn, og veit ég þá að hann er búinn að fá tvo laxa. En þið hefðuð átt að sjá upplitið á honum, þegar hann leit undir vestið og sá þar 6 laxa! Þeir höfðu allir tekið sömu fluguna. Hann þurfti ekki að spyrja mig, hvort. ég ætlaði að vera kyrr, hann sá það. Hann hafði feng- ið tvo laxa (eins og mig grunaði), í Króks- hyl, um leið og hann renndi, og séð fleiri á sama stað. Einnig var svæðið þar fyrir ofan óreynt, og ákvað hann því að fara upp eftir aftur. Ég bað hann nú að skilja eftir pokann minn, sem hann og gerði. Ég hafði fengið þessa 6 laxa án þess að missa neinn í milli, og var það mér heldur sjaldgæft, að fá svona marga í röð. Félagi minn hafði ekki fyrr snúið 26 Veidimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.